Kjarninn - 08.05.2014, Page 37

Kjarninn - 08.05.2014, Page 37
30/30 líbanon sýrlenskra flóttamanna koma á heilsugæslurnar daglega. Ástandið er tímabundið og markmiðið einfalt: Að halda lífi í flóttamönnunum þar til þeim er óhætt að snúa aftur heim til Sýrlands. Erfiðlega hefur reynst að ná til stórra hópa flóttamanna sem halda til á afskekktum svæðum. Því hefur Rauði krossinn á Íslandi, í samstarfi við norska og líbanska Rauða krossinn, séð um rekstur svokallaðra færanlegra heilsugæslna frá því haustið 2013. Líbanskt heilbrigðis- starfsfólk, oftast sjálfboðaliðar, fer daglega með sjúkrabíl á þessi afskekktu svæði og veitir nauðsynlega aðhlynningu og þjónustu. Nú þegar eru starfræktar þrjár færanlegar heilsugæslur og sú fjórða verður gangsett innan nokkurra vikna. Þörfin er mikil og brýnt er að fjölga þeim enn frekar. Aldrei er jafnmikilvægt að veita fé til hjálparstarfs og á krepputímum. Kreppa hjá þróuðum hópi þjóða þýðir marg- föld kreppa hjá þeim þjóðum sem þegar búa við bág kjör. Við sem unnum það lífsins lottó að fæðast á Íslandi getum stutt bræður okkar og systur í Líbanon sem leggja á sig gífurlegar fórnir svo að sýrlenska þjóðin geti snúið heim heil á húfi að stríði loknu. Þeir sem vilja leggja hjálparstarfinu í Sýrlandi lið eru hvattir til að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins: 904 1500 (1.500 kr.), 904-2500 (2.500 kr.) og 904-5500 (5.500 kr.).

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.