Kjarninn - 08.05.2014, Page 42

Kjarninn - 08.05.2014, Page 42
34/34 orkumál Í gögnum sem Landsvirkjun hefur látið taka saman, meðal annars í skýrslu sem GAMMA vann fyrir fyrirtækið og kynnt hefur verið á opnum fundum fyrirtækisins, er horft til lagningu sæstrengs sem verkefnis sem alls ekki er háð því að virkja meira en þegar hefur verið gert, eins og bresku fjárfestarnir hafa nefnt í sinni kynningu á verkefn- inu. Sæstrengurinn geti verið tækifæri til þess að auka virði orkunnar margfalt með sölu á orku sem ekki er í nýtingu á miklu hærra verði en fæst fyrir raforkuna hér á landi, þar helst í viðskiptum við stórnotendur eins og álverin. Að meðaltali fær Landsvirkjun um 27 dali fyrir megavattið af raforku. Þegar horft er til raforkuverðs sem mögulega væri hægt að fá með sölu um sæstreng gæti fengist margfalt meira, hugsanlega allt að 200 dölum. Ekki er hægt að segja til um það með vissu hversu hátt verð er hægt að fá en miklar verðsveiflur einkenna raforkumarkaði, ekki síst í samhengi við notkunarsveiflur. kostir og gallar til skoðunar Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað sagt að lagning sæstrengs til Bretlands sé til skoðunar með opnum huga þar sem hugað verði vel að kostum og göllum slíkrar tengingar við um- heiminn. Þar kemur margt til skoðunar; efnahagsleg áhrif, umhverfissjónarmið og ekki síður pólitísk áhrif. Ljóst er að sú staða sem skapast við tengingu Íslands við umheiminn með þessum hætti verður ný fyrir íslenskri stjórnsýslu og íslensku atvinnulífi. Mikil efnahagsleg tækifæri geta skapast, meiri en nokkurn tímann hafa opnast fyrir landinu áður, en á sama tíma gætu fylgt því margar hættur að stíga fyrstu skrefin inn á alþjóðapólitískan orkumarkað ef ekki hefur verið vandað til verka í undirbúningnum. Ekki síst af þessum sökum hefur Landsvirkjun talað fyrir nauðsyn þess að fara ítarlega yfir alla fylgifiska þess að leggja sæstrenginn og selja um hann rafmagn.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.