Kjarninn - 08.05.2014, Side 67

Kjarninn - 08.05.2014, Side 67
58/60 pistill Það sem allir vita Við lifum í heimi þar sem stórfyrirtæki með hættulega mikil ítök í stjórnmálum jafnt sem fjölmiðlum misnota bæði umhverfi og samfélög, á þann hátt að ógnvænlegar náttúru- hamfarir verða sífellt algengari og þeir ríkari verða ríkari á kostnað almennings. Vextir og vaxtavextir fita innistæður þeirra ríku á slíkum ógnarhraða að þessi þróun verður sífellt hraðari og ágengari; auðkýfingar keppast við að kaupa jarðir og stofna stórfyrirtæki sem valta yfir náttúruna og mannlífið. Við vitum þetta öll, sama í hvað flokki – eða ekki flokki – við stöndum. Ég kann varla við að tyggja þennan margtuggða sann- leika ofan í lesendur Kjarnans en því miður er málum þannig háttað á Íslandi að þjóðkjörnir ráðamenn fá dollaramerki í augun þegar talið berst að olíuleit á Drekasvæðinu og óafturkræf virkjun á Kárahnjúkum, sem hefur eyðilagt meira en orð fá lýst, verður um ókomna tíð minnis varði ríkisstjórnarflokkanna, svo fátt eitt sé nefnt. Að því ógleymdu að ráðamenn dansa nú ástleitnir við þá sem gambla með íslenskar auðlindir á sama tíma og þeir reyna allt hvað þeir geta til að stöðva aðildarviðræður þjóðarinnar við ESB, meðvitaðir um lög og reglugerðir þar á bæ sem geta komið í veg fyrir frekari níðingsskap gegn náttúru Íslands. gott fólk er að finna í flestum flokkum Nú er það ekki svo að ég trúi því að þjóðin skiptist í svart og hvítt: stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og svo allt góða fólkið. Þvert á móti held ég að það sé ágætis fólk að finna í öllum flokkum, þó að ég sé eindregið á móti flestu því sem núverandi ríkisstjórn hefur stutt. Í gegnum tíðina hef ég kosið að minnsta kosti fjóra stjórnmála flokka, stutt einhverja opinberlega en stundum endað með að kjósa aðra, skráð mig í flokka til að kjósa (svindla) í prófkjörum, gegnt starfi barnapíu á landsfundi Sjálfstæðis flokksins þar sem ég faldi silfurpela fyrir fundar- menn í tómu leikherberginu, deitað framsóknarmann, setið „Ég kann varla við að tyggja þennan margtuggða sannleika ofan í lesendur kjarnans.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.