Kjarninn - 08.05.2014, Page 83

Kjarninn - 08.05.2014, Page 83
70/70 menning myndlistarsýningar og hljóðgöngur Myndlistarsýningar verða opnaðar víðs vegar um borgina í hinum ýmsu söfnum og galleríum út alla hátíðina. Þar má nefna The Five Live Lo FI, í Kling og Bang, Spegil lífsins, sýningu Ragnars Axelssonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Hringiðu, sýningu sex listamanna í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, Kortlagninu lands, sýningu Hildar Bjarna- dóttur í Hverfisgalleríi, Lusus naturae í Hafnarborg og Í þínar hendur, vinnustofu listamanna, hönnuða og tölvunar- fræðinga í Spark Design þar sem þrívíð prenttækni kemur við sögu. Á sýningunni Píanó í Listasafni Íslands verður hljóðfærið skoðað í samfélagi nútímans, en fjölmargir listamenn úr ýmsum geirum eiga verk á sýningunni. Sýningu á verkum Hreins Friðfinnssonar og mynd um listamanninn verður hægt að skoða í Nýlistasafninu og í Árbæjarsafni verður opnuð sýning sem sækir innblástur í starfsemi Suður- götu 7 á árunum 1977–1982. Af öðrum viðburðum hátíðarinnar má nefna hljóðgöngu hljóðlistarhópsins Innra eyra um Austurbæjarskóla, bókasýn- ingu og listamannaspjall við franska rithöfundinn Michel Butor í Þjóðarbókhlöðunni og síðast en ekki síst lokaverk hátíðar- innar, Flugrákir, eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Í verkinu munu tvær listflugvélar teikna form Guðseindarinnar yfir Kollafirði og kórinn Katla túlkar ferðalag þeirra á jörðu niðri. Hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um dagskrána á www.listahatid.is. rúsínan í pylsuendanum Lokaverk hátíðarinnar í ár er Flugrákir eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.