Kjarninn - 08.05.2014, Side 85

Kjarninn - 08.05.2014, Side 85
72/73 kjaftæði að ég hóf rekstur á eigin heimili. Ég hafna því að karlmenn hafi gott vald á því öllum stundum að hitta ofan í klósettskál- ina og það er ömurlegt að þrífa piss af klósettgólfi. Mér er tjáð að sitjandi þvaglát hafi aðra kosti, svo sem að það tæmi blöðruna betur, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. En sumir telja þetta ekki vera karlmannlegt. Þeir sömu telja það vart karlmanni sæmandi heldur að ganga um með veski, en ég fékk mér slíkt um daginn þegar ég var orðinn þreyttur á að fylla vasana mína af seðlaveski, lyklum og risastóra símanum mínum sem jaðrar við að vera spjaldtölva. Það er nú meiri snilldin, skal ég segja ykkur. Ég þarf ekki lengur að vera með neitt í vösunum þannig að mér líður eins og Bandaríkja forseta, ímynda ég mér, fyrir utan það að hann er ekki með veski heldur geymir lyklana og símana hjá undirmönnum sínum. Það mætti segja að veskið sé tímabundin lausn þangað til ég hef efni á að ráða mann- legt veski til að geyma alla hlutina fyrir mig. Karlmannsveskið mitt vekur oft athygli. Þetta þykir vera pínulítið óvenjulegt, en það mótmælir því enginn hvað þetta er þægilegt. baráttan milli góðs og dólgs Þegar ég fékk pistil fyrst birtan hér í Kjarn- anum gerði umbrotsmaður mistök og nefndi mig Konráð Jónsdóttur í fyrirsögn. Mér skilst að allt hafi ætlað um koll að keyra hjá ritstjórninni og allt kapp hafi verið lagt á að lagfæra þessa villu. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þessi villa óþægileg. Síðan þá hef ég mikið velt því fyrir mér af hverju. Er það niðurlægjandi fyrir karlmann að vera kallaður kona, eða stafaði vanlíðanin einfaldlega af því að rangt var farið með nafn mitt? Hvernig hefði mér liðið ef það hefði staðið „Konráð Hermannsson“? „Þegar ég fékk pistil fyrst birtan hér í kjarnanum gerði umbrotsmaður mis- tök og nefndi mig konráð Jónsdóttur í fyrirsögn. Mér skilst að allt hafi ætlað um koll að keyra hjá ritstjórninni og allt kapp hafi verið lagt á að lagfæra þessa villu. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þessi villa óþægileg. Síðan þá hef ég mikið velt því fyrir mér af hverju.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.