Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 65 slys Myra Nell. Hún ætlaði að standa á fætur. »Æi nei!« hrópaði hann. »Þetta er niiklu þýðingarmeira en ímyndanir Myra Nell. í raun og veru þykir henni gaman að slysi sínu«. »Já, hún er heldur ekki í neinni hættu. Það er svo margt að segja frá. Það sem fyrir hefir komið á 5 árum verður ekki sagt á mínútum. Jeg — jeg er hrædd um að mjer þyki miður að þjer komuð.« »Spillið ekki þessari hugljúfu stund.« »Munið að jeg er Vittoria Fabrizi.—« »Jeg þekki ekki neitt annað nafn.« »Lucresia er hjer líka og hún gengur einnig undir öðru nafni. Þjer hafið aldrei sjeð hana fyr. Skiljið þjer?« Hann kinkaði kolli. »Og hún heitir?« »01ivetta! Við erum frænkur«. »Þjer þurfið ekki að segja mjer ástæð- una fyrir þessum nafnabreytingum. Jeg skal muna þær. Segið mjer einungis það sem þjer viljið«. »Það er engu að leyna«, mælti hún, glöð yfir því að hann sefaðist meir og meir. »Þetta er gamalt fjölskyldunafn, sem jeg tók, þegar jeg hætti fyrra lífi mínu. Það er hluti sögunnar. Þegar Martel dó, ljest Margherita einnig. Hún gat ekki verið í Terranova, þar sem alt minti á hann. Hún var ung; hún hóf langa leit. Eins og þjer vitið varð hún árangurslaus og smátt og smátt fór hún að hugsa öðruvísi, varð alt önnur«. »Hafið þjer þá hætt leitinni?« »Fyrir löngu. Þjer sögðuð satt, þegar þjer sögðuð mjer að hatur og hefnigirni eyðilegðu sálina. Jeg var ung og jeg gat ekki skilið það. Nú veit jeg að einungis hið góða ber framtíðina í skauti, góðar hugsanir, góð verk«. »Og Donna Theresa?« »Hún er farin — ef til vill heim til sól- skinseyjarinnar sinnar, blóma sinna og fugla og draumadala. Hún lifði ekki breytinguna. Það eru 2 ár síðan við mist- um hana. Jeg fæ samviskubit, þegar jeg hugsa um hana«. »Þjer vitið auðvitað, að jeg sneri aftur til Sikileyjar og að jeg elti yður?« »Já. Og þegar jeg heyrði það, var að- eins eitt að gera«. »Jeg var heimskur og ódrenglyndur — í Terranova«. Hún leit rólega á hann, en sagði ekkert. »Er það þessvegna, að þjer forðist mig?« »Við skulum ekki tala um liðna tíma. Þegar menn hafa gleyrnt fortíðinni og byrjað á nýjan leik, á ekki að líta um öxl. En jeg hefi ekki gleymt yður, vinur minn. Jeg hefi heyrt margt um yður hjá Myra Nell; að vera með henni er hjer um bil hið sama og að vera með yður, því hún talar ekki um annað. Oft höfum við næst- um því mætst — andartak bara í milli — þjer fóruð, en jeg kom. Vegir okkar hafa mætst, en við höfum ekki hitst fyr, og nú þykir mjer næstum því miður að —«. »En hversvegna — já, fyrirgefið mjer; hvernig gátuð þjer verið svo miskunar- lausar? Þjer hlutuð þó að vita, að mig langaði til að sjá yður«. Augnaráð hennar þaggaði niður í hon- um ástríðurnar. »Segir starf mitt yður ekkert?« »Þjer eruð hjúkrunarkona. Hvað kem- ur það því við?« »Jeg hefi verið hjá hinum miskunsömu systrum (nunnur). Jeg er ein þeirra«. »Ómögulegt!« »Að minsta kosti í anda. óðar og jeg er hæf til þess, geng jeg inn í fjelag þeirra«. »Nunna!« Hann starði á hana náfölur. »Jeg hefi gefið reglunni alt sem jeg á, nema það sem jeg hefi ánafnað Olivettu. Hún á þetta hús. Jeg er gestur hennar og handbendi. Jeg er þess albúinn að stíga síðasta sporið og vígja líf mitt í þjónustu 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.