Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Side 16

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Side 16
66 NÝJAR KVÖLDVÖKUR miskunseminnar. Nú skiljið þjer víst á- stæður mínar fyrir þögn minni og að jeg veitti yður athygli í kyrþey. Þjer sjáið nú að það er alvarlega satt, að Margherita Sinini er ekki framar til. Jeg hefi ekki einungis breytt nafni, heldur er jeg alt önnur. Mjer þykir það leitt«, mælti hún eins og honum til hughreystingar — »já, og það er erfitt spor fyrir mig einnig. Það er þessvegna sem jeg forðaðist að hitta yður«. »Hversvegna fóruð þjer þá af spítalan- um, fyrst þjer hafið ákveðið þessa lífs- stöðu?« spurði hann dauflega. »Jeg er ekki enn nógu vel undir það bú- in að gerast nunna. Jeg á eftir að sigrast á svo mörgu. Nú verð jeg að búa Olivetu undir það að sjá yður, því hún hefir ekki breyst eins mikið og jeg, og' það gæti haft alvarlegar afleiðingar«. »Hvaða afleiðingar?« »Við viljum gleyma liðna tímanum«, mælti hún leyndardómsfult. Þegar hún kom aftur, stóð hann álútur út við glugg- ann og virtist sokkinn í djúpar hugsanir. Hann gat ekki varpað frá sjer þessari þöglu, mjúku tilfinningu, sem gagntók hann í návist hennar. Alla leiðina til La Branche-hússins sat hann í unaðslegri leiðslu og hlustaði á rödd hennar, hreim- blíða eins og cellotóna. Þegar hann var skilinn við hana fór hann að hugsa um málið. Hann vildi í fyrstu aðeins líta svo á, sem hann hefði fundið hana. En sterkari öfl neyddu hann til þess að líta hispurslaust á málið og hann varð að viðurkenna að sama logandi ástarástríðan hafði gripið hann sem fyr. Vonin ein var eftir og hún fullvissaði hann um, að hann mundi ná ástum henn- ar — fyr eða síðar. XVI. KAFLI. Sóttkví. Næsta dag fór Blake á fætur, glaður eins og bara á jóladaginn og yfir morg- unmatnum datt honum ástæðan í hug — hann var ungur. í fyrsta skifti skynjaði hann nú, að hann hafði leyft árunum að svifta sig hugsjónunum, að hann var orð- inn háðskur, þreyttur og hversdagslegur, þótt æskan logaði enn í æðum hans. Þegar hann fór að lesa póstinn, fann hann brjef frá hinum leyndardómsfulla aðstoðarmanni sínum; var hann smátt og smátt orðinn skrifum þessum svo vanur, að þau hræddu hann ekki. Hinn ókunni hafði ætíð borið fullyrðingar sínar fram með óbilandi vissu, en í þessu brjefi kendi nokkurrar óvissu. »Jeg get ekki fundið Belisario Cardi«, skrifaði hann; »störf hans sjást allstaðar og þó er jafn ómögulegt að grípa hann eins og þokuna. Jeg er umkringdur' af hættum og erfiði sem eykst eftir því sem fram líður. Jeg get ekki gert meira; hjeð- an af hvílir starfið á yður einum. Verið gætinn, því nú er hann tryltari en nokkru sinni fyr. Það er annaðhvort hans eða yð- ar líf; sem er í húfi. Sá sem veit«. Þetta voru sorgleg tíðindi fyrir hann, en hann gafst ekki upp nje ljet hugfall- ast. Honum datt í hug, að Vittoria gæti ef til vill framvegis hjálpað honum. Hún hafði eytt löngum tíma í að leita að þess- um Cardi og hafði þá ef til vill komist að einhverju, er orðið gæti honum til gagns. Hann þóttist viss um að hugsunin um hættuna mundi fá konurnar báðar til að hjálpa honum og hann hugsaði til þess með gleði, að samstarfið með þeim mundi færa hann nær þeirri konu, sem hann elskaði. Um nónbil sama dag kom hann út að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.