Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 22

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 22
72 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sneri sjer kuldalega að gesti sínum. »Nú?« Svörtu augun hans gneistuðu undir gráum brúnunum. »Jeg verð að biðja yður afsökunar«, mælti Norvin. »Mjer þætti vænt um, ef þjer vilduð reyna að skilja hvernig á þessu stendur«. »Með tilliti til þess, hve ant þjer látið yður um frændkonu mína, var það mjög óheppilegt, að þjer skylduð velja þennan stað og tíma fyrir — hm, æfintýri yðar«. »Rjett! Jeg var einmitt að hugsa um hvernig jeg gæti hlíft ungfrú Warren við þessi óþægindi«. »Jeg er hræddur um, að það sje ómögu- legt. Hún verður að fá að vita sannleik- ann«. »Hún má ekki vita neitt — má ekkert gruna«. »Herra!« mælti gamli maðurinn, »jeg og kona mín getum engan þátt tekið í ástaræfintýrum yðar. Myra Nell er of vel upp alin til þess að reiðast yfir fram- komu yðar; skiftir engu máli um tilfinn- ingar hennar gagnvart yður.« Norvin roðnaði og skammaðist sín alt í einu fyrir sig. Hann gæti áreiðanlega trúað þessari heiðarlegu, gömlu sál fyrir sumu af því, sem skeð hefði. Þegar hann hefði svæft samviskuna mundi æra hans banna honum að minnast á málið sem hann (Norvin) snerti. »Jeg held, að þjer skylduð þetta betur, ef þjer hlustuðuð á skýringu mína« mælti hann. »Jeg get ekki sagt yður alt, því til þess hefi jeg engan rjett. En þjer vitið ef til vill, að jeg er í 50 manna ráðinu?« »Já.« »En þjer vitið hvað stórt það viðfangs- efni er, sem jeg hefi tekið að mjer að ráða framúr.« »Ef til vill ekki.« »Hversu alvarlegt það er, getið þjer ef til vill skilið, þegar jeg segi yður að jeg hefi ákveðið að mæta sömu örlögum og. Donnelly.« Gamli maðurinn hrökk saman. »Jeg kem víða og afla mjer upplýsinga frá ýmsum. Það var í þeim tilgangi sem jeg heimsótti ungfrú Fabrizi.« »Jeg skil þetta ekki.« »Hún er Sikileyingur. Hún veit margt, sem gæti verið mjer og nefndinni til mikillar hjálpar. Það var nauðsynlegt, að jeg fengi að tala við hana aleina og í leyni. Kæmist það upp, gæti það ef til vill kostað hana lífið«. Kreolinn breytti þegar framkomu. »Segið ekki meira. Jeg treysti því, að þjer sjeðuð heiðursmaður og bið yður af- sökunar á grun mínum«. »Má jeg treysta því, að þjer varðveitið leyndarmál mitt?« »Varir mínar skulu vera innsiglaðar«. »En þetta bjargar okkur ekki út úr klípunni. Jeg get ekki sagt frú La Bran- che og Myra Nell það, sem jeg hefi sagt yður«. »Þjer leysið mig einhverntíma frá þagnarloforði mínu; er ekki svo?« spurði gamli maðurinn mjög áfjáður. »Áreiðanlega. Undir eins og við höfum sigrað La Mafia«. »Þá skal jeg ljúga yðar vegna og með- ganga síðar. Jeg hefi aldrei logið að konu minni nema við einstaka tækifæri«. Hr. La Branche hneggjaði ánægður. »Og það bara um smámuni. Niðurstaðan er fullkomið traust frá hennar hálfu. Gæfusamt hjónaband! — En má jeg spyrja yður fyrst: Spilið þjer piquet?« »Já, jeg er allvanur því«, mælti Norvin og var þá rjett að því komið að La Bran- che faðmaði hann. »Þjer eruð sendur af himnum«, mælti hann. »Við eigum eftii*5daga af tímanum. Við skulum spila 1 tíma eftir miðdegis- verð og 2 tíma á kvöldin«. Litli maðurinn horfði óttaslegin á Blake. — »Ef til vill

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.