Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
75
»En mjer finst það samt sem áður
hræðilegt«.
»Það gerir ekkert, hvað þau halda um
mig. En jeg er hrædd um að þjer — að
þjer hafið gert Myra Nell slæman grikk«.
»Það virðist svo. Mjer datt hún ekki í
hug, þegar jeg gekk inn í þetta fangelsk.
»Þjer áttuð einskis úrkosta«.
»Það var ekki það eitt. Jeg vildi gjarn-
an vera í návist yðar, Vittoria«.
Hún hoi'fði rólega og kalt á hann og
mælti föstum romi: »Það var riddaralega
gert, að reyna að spara mjer nauðsynina
á að gefa skýringu. Þetta var óþægileg
aðstaða, en við vorum bæði í sömu klíp-
unni og við verðum nú að reyna að kom-
ast út úr henni eins og við best getum.
Myra Nell fer algerlega vilt vegar, en hún
verður mjög ógæfusöm, ef þjer eigi sinn-
ið henni neitt«.
»Jeg get það ekki. Jeg held, að jeg reyni
að einangra mig eins og jeg frekast get«.
»Þjer þekkið ekki Myra Nell«, mælti
Vittoria. »Þjer haldið, að hún sje kvikul
og staðfestulaus, en yður skjátlast. Hún
er góð og sönn og hún er gædd djúpum
tilfinningum«.
Blake komst fljótlega að því að það
var ómögulegt fyrir hann að einangra sig.
Hr. La Branche hjekk í honum eins og
druknandi maður í hálmstrái og síminn
hringdi í sífellu. Myra Nell tók tíma hans
eins og hún ætti hann og frú La Branche
vildi sjálf sjá um að hann fengi alt sem
hann óskaði. Sá eini, sem hann varla sá,
var Vittoria Fabrizi.
Hvarf hans krafðist vitanlega langra
skýringa og margra símsamtala við skrif-
stofu hans og við lögregluna, sem leit á
óhepni hans eins og mjög vel til fundið
spaug. Þetta var alt gott og blessað, en
það voru aðrar ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar.
Bernie Dreux varð örmagna af skelf-
ingu og svo öskuvondur. Hann sá þegar
hver skylda sín var. Hann tróð niður í
handtösku sína ýmsu dóti og fór svo til
hins sýkta húss, í huga eins og maður sem
gengur á höggstokkinn, því hann var log-
andi hræddur við sjúkdóma og bólan var
í augum hans eitt hið hræðilegasta sem
til var.
En heilbrigðismálastjórinn hafði gefið
strangar fyrirskipanir svo hann var rek-
inn öfugur heim aftur. Auðmýktur og
lamaður hjelt hann í klúbb sinn og þar
fann Rillean hann sokkinn niður í dýpsta
þunglyndi.
Þegar Lecompte sakaði Blake um að
hafa brotið reglur fjelagsins, tók litli
pappírssveinninn þegar að verja hann.
»Norvin hefir alveg á rjettu að standa«,
laug hann, »og jeg heiðra og virði hann
fyrir það.«
»Áttu við, að þau sjeu trúlofuð?«
spurði Rillean örvilnaður.
Bernie kinkaði kolli.
»Já en það er jeg líka og Delevan og
Marsgung og allir hinir.«
»Ekki eins og Blake.« Roði sá er á-
fengið hafði rekið fram í kinnar Dreux
varð enn dekkri. »Hann hjelt, að hún
væri í hættu og flýtti sjer þegar til henn-
ar. Það var mjög óeigingjarnt af honum
að trassa viðskifti sín og bjóða sjúkdómn-
um byrginn. Hann gerði það með mínu
leyfi — skilur þú það. Hann er heiðurs-
maður — hetja.«
Þunglyndi hr. Rilleans óx. Hann and-
varpaði:
».Jeg mundi hafa gert hið sama; jeg
bauðst til að gera það og er jeg engin
hetja. Við hinir erum allir komnir yfir
fertugt held jeg. Samt erum við allir
mjög vonsviknir. Jeg vonaði — að á
grímuballinu... að hún.... Nú, mig lang-
aði til að hafa hana fyrir drotningu mína
alt lífið«.
Bemie klappaði á öxlina á honum; en
10*