Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 77 »Hversvegna?« spurði hann undrandi. »En sú hugmynd! Þú meinar ekkert "íneð þessu«. »Jú. Mjer er alvara«. »Já, en Norvin, þú ert orðinn svo gam- all að þú gætir verið faðir minn«. »Nei, það er jeg ekki«. »Heldur þú, að jeg gæti giftst gráhærð- um manni?« »Allir verða gráhærðir«. »Nei, jeg skal trúlofast þjer, en jeg 'íetla aldrei að giftast neinum. Það eyði- leggur alla ánægju. Það hefi jeg nógar ^sannanir fyrir, þar sem orðrómurinn hef- ir fælt hina burtu«. »Þú ert Mormoni«. »Nei, það er jeg ekki. Jeg skal segja þjer svolítið. Ef jeg yfir höfuð gifti mig, ■skal jeg giftast þjer«. »Það er alt of óákveðið«. »Það fæ jeg ekki sjeð. En við erum trú- lofuð. Er ekki svo?« »Sje það svo« — hann fálmaði eftir hendi hennar og þrýsti hana — »þá er jeg mjög gæfusamur«. Hún beið andartak og horfði feimnis- lega á hann. Svo mælti hún: »Nú verð jeg að segja Vittoriu frjett- irnar. En heyrðu — vertu ekki svona hræddur«. Svo þaut hún burtu. Þegar ungfrú Fabrizi kom upp í herbergi hennar hálf- tíma síðar, lá hún uppi í rúmi rauðeygð af gráti. Norivn sætti sig við þetta eins og hann gat. Honum þótti vænt um Myra Nell eins og systur; hann vildi gera henni alt til geðs, en hann fann að hann elskaði Vittoriu eina. Hann reyndi að bæla ást sína niður, til þess að standa við orð sín, þótt það kostaði hann hinar mestu sálar- hvalir. XVIII. KAFLI. Belisario Cardi. Eftir hið langa iðjuleysi, langaði Blake mjög mikið til að hefjast handa að nýju, en hann hafði lítið að gera. Vitnaleiðslurnar gegn föngunum voru í besta lagi. Sjálfir höfðu þeir ráðið sjer duglega málfærslumenn og búið sig und- ir hina grimmustu baráttu. Enginn vissi með vissu hvaðan þeir höfðu fje, en allir fundu að máttug öfl voru að starfi til þess að frelsa þá. Leynilögreglumenn eltu aðra leynilögreglumenn. Málfærslumenn- irnir voru eltir af njósnurum og ráða- gerðum þeirra lostið upp; nauðsynleg vitni hurfu án þess nokkur vissi hvað af þeim hafði orðið. Hinn ókunni, er þannig starfaði í laumi, gat ekki verið neinn annar en Belisario Cardi, sem þó stöðugt komst hjá því, að kæmist upp um hann, Norvin vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka, hann gat ekki gert ann- að en beðið eftir upplýsingum frá hinum nýja bandamanni sínum, Vittoriu Fabrizi. Það var hugsanlegt, að hún findi einhvern rekspöl, en að hann aftur á móti gæti orð- ið til þess að spilla fyir með einhverri ó- varkárni. Meðan á þessu stóð, varð hann að sætta sig við afleiðingarnar af slúðri Bernie Dreux. Allir álitu hann trúlofaðan Myru Nell, og gat hann auðvitað ekki neitað því. En þegar hann hringdi í síma heirn til hennar og spurði hvenær hann mætti koma í heimsókn, varð hann mjög for- viða er hún svaraði: »Þú mátt alls ekki koma, Þú ert þegar búinn að spilla allri lífshamingju minni' Jeg hefi ekki sjeð neinn af drengjunum síðan jeg kom heim. Jafnvel lögreglu- þjónninn gengur nú hinum megin göt- unnar«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.