Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 28
78 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Því frekar er ástæða til að jeg komi«. »Jeg vil ekki fá þig hingað til að hanga yfir mjer, fyr en grímudansbúningarnir eru búnir. ó! Þú ættir bara að sjá þá Norvin. Einn þeirra er úr hvítu silki, út- saumaður með rósum og lagður perlum; hann er töfrandi«. Eftir litla þögn bætti hún við: »Heyrðu, Norvin, hvað kostar það mik- ið að kaupa fremstu síðu af einhverju blaði undir auglýsingu?« »Jeg veit það ekki. Jeg held að það sje ekki hægt«. »Mjer datt í hug, hvort þú gætir það ekki — og afturkallað trúlofun okkar«. »Viltu að henni verði slitið ?« Hann átti bágt með að leyna ákafanum í rödd sinni. »Nei! — En jeg vildi gjarnan láta svo, þar til eftir grímuballið. Þú mátt ekki reiðast. Jeg verð auðvitað altaf að sitja hjá, þar sem jeg er sama sem gift þjer. Auðvitað elska jeg þig, en jeg get ekki látið tilfinningar mínar hindra það, að árangur grímuballsins verði góður. Finst þjer það?« »Skilurðu það ekki, að þetta er mál, sem ekki er hægt að hæðast að?« »Jú, auðvitað. Jeg hefi lært mikið af því«. »Hvað hefir þú þá lært af því?« »Að jeg eigi ekki að trúlofa mig fram- ar«. »Jeg vona að þess þurfi ekki. Ætlar þú þjer að giftast mjer, Myra Nell, eða ekki ?« »Jeg veit ekki. Stundum er jeg alveg á- lcveðin í því, en stundum er jeg svo hrædd um að þá komi enginn í heimsókn til mín. Jeg verð gömul eins og þú«. »Jeg er ekki gamalk. »Við verðum bæði gráhærð og — nú get jeg ekki talað meira við þig. Þarna kemur Bernie með fult fangið af kjólum og munninn fullan af títuprjónum. Ef hann fær hóstakviðu, verð jeg einstæð- ingur í veröldinni. Nei, þú getur ekkr fundið mig næstu viku og jeg vil ekkert frá þjer heyra nema...« »Hvað?« »Jú, það þreytir mig svo mikið að reyna alla þessa kjóla. Jeg er nærri því altaf svöng«. »Jeg geri ráð fyrir að súkkulaðibirgð- ir þínar sjeu að verða búnar?« »Já, nærri því. Jeg á ekki ósnertart pakka eftir. Jeg er búinn að naga af þeim. öllum«. Blake vissi ekki hvort hann ætti að taka þessu í spaugi eða reiðast. En ekk- ert gat spilt gleði þeirri, sem hann fann til, yfir vaxandi vináttu hans og Vittoriu, sem hann oft hitti, þótt hún bannaði hon- um að koma heim til Olivettu í hinn er- lenda hluta bæjarins. Smátt og smátt minkaði feinmi hennar og jafnframt fjekk óttinn fyrir lífi vinar hennar hana til að gleyma því, að hún ætlaði að gerast nunna. En henni var ómögulegt að komast eft- ir nokkru um Belisario Cardi, og Blake sá þá ekki annað ráð vænna, en að reyna að komast eftir því hvað Cæsar Maruffi vissi. Ef Cæsar hefði raunverulega skrif- að brjefin, virtist ósennilegt, að ekki mætti fá hann til að leysa frá skjóðunni, þrátt fyrir ótta hans við Cardi. Án þess að hugsa um sjálfan sig, fór Blake því að verða tíður gestur í Red Wing Club. En Cæsar var mjög fámálug- ur og sjálfur þorði hann ekki að segja neitt. Loks varð hann leiður á þessum- feluleik og einsetti sjer kvöld eitt, að nú' skyldi til skarar skríða. Það var orðið framorðið, þegar Norvin loks kom inn í kaffihúsið. Maruffi var þar eins og vanalega, en var búinn að borða og sat að spilum með nokkrum löndum sínum. Þeir heilsuðu allir Noi'vin.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.