Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 81 Blake sneri sjer að Vittoriu og las sannleikann út úr augum hennar. »Góði Guð!« hrópaði hann. Það er —« Hún kinkaði kolli. »Þau ætluðu að gifta sig«. Olivetta fór að tala hægt og seint. »Já, það er satt. Jeg hefi haft grun um ýmislegt, en þorði ekki að segja þjer frá því — um alt sem hann sagði — um alt það sem jeg heyrði og sem jeg ekki þorði að spyrja um. Jeg var hrædd um að jeg fengi að vita eitthvað. Jeg lokaði augum mínum og eyrum. Jesús Kristur! Og all- an tímann voru hendur hans ataðar í blóði föður míns!« Vittoria horfði ráðþrota á Blake. »Nú vitið þjer alt. Hvað eigum við að gera?« En hann hafði allan hugann á Olive'.tu. »Blóð hans!« hrópaði hún. »Jeg hefi elskað þennan fant! Hendur hans...« Hún horfði niður á hendur sínar eins og skeð gæti að þær væru einnig ataðar af snert- ingunni. »Veit Maruffi hver þjer eru í raun og veru?« spurði hann. Vittoria svaraði: »Nei, hún ætlaði að segja honum það inn- an skamms — strax og við hefðum fund- ið morðingjana. Sjáið þjer. Vanalega fjekk jeg upplýsingar mínar gegnum hana. Það sem jeg ekki gat komist að, fjekk hún vitneskju um gegnum hann. Það var hún, sem kom upp um Da Marco og Sarcia og hina«. Nú skildi hann alt. »Þjer! Svo það voruð þjer, sem skrif- nðuð brjefin! Þjer eruð »sá sem veit?«« Vittoria kinkaði kolli. Hún horfði á fóstursystur sína. Olivetta hvíslaði: »Það er Guðs vilji! Hann hefir verið fenginn mjer í hendur«. »Jeg fer að —« »Bíðið!« Stuttu síðar spurði hún blíð- ioga: »01ivetta, hvað eigum við að gera?« »Það er aðeins um eitt að ræða«. »Þú átt við —« »Guð hefir valið mig til þess að svíkja hann. Jeg formæli honum lifandi og dauð- um í nafni föður míns og Martels Savi- gnos. Megi bænir hans eigi heyrast, megi sál hans brenna þúsundir ára. Sendið hann í gálgann, signore. Hann skal deyja með fonnælingar mínar í eyrunum«. »Jeg get enn ekki kært hann«, mælti Blake. Jeg veit, að hann er morðinginn, en orð mín eru ekki nægileg sönnun. Jeg hefi alls engar sannanir fyrir því, að hann hafi nokkuð verið riðinn við morð- ið á Donelly og það er það, sem hann skal falla á«. Olivetta brosti raunalega. »Óttist ekki, jeg skal komast eftir sann- leikanum, hvað sem hann kostar mig. Jeg get vafið honum um fingur mjer og hann skal sjálfur stinga höfðinu í snöruna. Hún fjekk ák'afan ekka. Vittoria fór að hugga hana og reyndi að sefa hana. Loks- ins fór hún út með hana, en Blake heyrði lengi í henni grátinn. Þegar Vittoria kom aftur, var hún mjög áhyggjufull. »Jeg get ekki sannfært hana. Hún álít- ur sig verkfæri í Guðs hendi«. »Aumingja stúlkan! Þetta er hræðileg aðstaða sem hún er í. En hún trúir þó ekki þessari ímynduðu hugmynd?« »Þjer þekkið hana ekki. Hún hefir járnvilja. Jafnvel jeg get ekkert við hana ráðið«. »Það undarlegasta er, að þjer skulið vera »Sá sem veit«. Þjer sögðuð mjer að þjer væruð hættar við að leita hefndar«. »Það er satt. Jeg varð þreytt. Líf mitt var gleðisnautt og ömurlegt. Jeg gat ekki snúið við til Sikileyjar, sem var full af hryllilegum endurminningum. Við fórum því hingað og jeg tók mjer þessi störf fyrir hendur, en Olivetta lifði lífinu í trú á ást sína til þessa manns. Jeg hafði fengið þann frið í hugann sem jeg bað um og var nærri því gengin í klaustrið, 11

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.