Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 42
92 NÝJAR KVÖLDVÖKUR piparsveinn. Jeg bjóst ekki við neinu úr þeirri átt, því að jeg vissi, að hann var ákaflega sjervitur. Jeg varð þessvegna alveg orðlaus af undrun, þegar jeg kvöld nokkurt sá gamla manninn koma inn á þakherbergið mitt, hlamma sjer niður í eina hæginda- stólinn, sem jeg átti og segja: »Viltu gera mjer stóran greiða, Lionel?« »Auðvitað, föðurbróðir«. »Hlustaðu þá á: Einn af gömlu fjelög- unum mínum, sem jeg er í mikilli þakk- lætisskuld við, á eina dóttur, sem hann vill endilega gifta. En það er ákaflega erfitt. I fyrsta lagi er stúlkan alls ekki girnileg og í öðru lagi ber faðirinn, sem er auðugur, ekki traust til nokkurs manns. IJann er hræddur um, að aðeins sje sóst eftir peningum hans. Hann hefir ráðfært sig við mig um þetta mál og þú skalt nú heyra, hvað mjer hefir dottið í hug. Þú ert besti drengur og ekkert sjálf- byrgingslegur. Gifstu stúlkunni og jeg læt þig fá hundrað þúsund franka. Hún fær tvisvar sinnum það í heimanmund og fjórum eða fimm sinnum eins mikið erf- ir hún. Hvernig líst þjer nú á þetta?« Einmitt um þetta leyti var jeg í svo miklum vandræðum og þröng, að jeg gleypti óðara við þessu. »Já, kæri föðurbróðir«, svaraði jeg, »jeg geng að þessu. Hvenær ætlar þú að kynna mig þessari stúlku?« »Þjer liggur talsvert á, en vertu nú ró- legur. Jeg sagði þjer áðan, að þessi dótt- ir vinar míns væri ekkert fríðleikskvendi, en hún er þó engin herfa. Og hún hefir ýmsa aðlaðandi eiginleika, sem maður verður ekki strax var við. Hún er andrík og mentuð og hefir næma rjettlætistil- finningu. Ef þjer við fyrstu sjón sýnist hún ekki aðlaðandi, gæti svo farið, að þú yrðir ekki var við hina góðu eiginleika hennar. En svo hef jeg fundið ráð við því. Málflutningsmaðurinn, sem þú vinnur hjá, hefir auðvitað síma?« »Já, það hefir hann, föðurbróðir«. »Og venjulega fer hann víst í rjettinn seinni hluta dagsins?« »Já, það gerir hann«. »Ekkert er auðveldara en að komast í kunningsskap við konuna þína tilvonandi án þess að sjá hana. Þú sest bara við sím- ann og spjallar dálitla stund við hana á hverjum degi. Jeg er sannfærður um, að eftir mánuð ertu orðinn bráðskotinn í andríki hennar, ljettlyndi og óvenjulega fallegu rödd«. f neyð minni var jeg ákveðinn í að gera alt, sem heimtað var af mjer, og tók jeg því þessu tilboði frænda míns án þess að depla augunum og þrýsti jafnvel hondi hans með innilegu þakklæti. Hann bætti við: »Þú skalt biðja um: Miðstöð, þrettán, núll, núll. Ungfrúnni verður gert aðvart áður og bíður þín við símann. En í öllum bænum, gleymdu ekki númerinu«. »Nei, jeg ætla að skrifa það hjá mjer undir eins. En, föðurbróðir....« Án frekari skýringa yfirgaf föðurbróð- ir minn mig og jeg stóð eftir mállaus af undrun. Eins og gefur að skilja svaf jeg illa um nóttina. Með megnasta taugaæsingi beið jeg næsta dag eftir því, að húsbóndi minn færi í rjettinn, og varla var hann kominn út úr dyrunum, þegar jeg hentist að sím- anum. Til allrar hamingju þurfti jeg ekki neitt að bíða og eftirfylgjandi einkenni- legt samtal hófst: »HaIló! Er það miðstöð þrettán, núll, núll ?« »Já. Við hvern tala jeg?« »Við mig«. »Já, hver er mig?« »Mig, Lionel, Justins er föðurbróðir mmn«.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.