Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 43
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 93 »Jeg þekki yður ekki«. Röddin, sem svaraði mjer, var svo við- kunnanleg, að mjer sárnaði ekkert svar- ið og hjelt því áfram: »Jeg hefi heldur ekki þá ánægju að þekkja yður, ungfrú, en mjer hefir verið sagt.... í stuttu máli: það er ásetningur minn að tala við yður í síma til að kynn- ■ast yður. Það er eins gott að kynnast á þann hátt og einhvern annan«. »Það er í mesta máta kynlegt! En vitið þjer í raun og veru hvort jeg hefi nokk- urn tíma til að tala við yður?« »ó, jeg er alveg viss um það. Jeg hefi aðeins ástúðleg orð að segja yður og allar stúlkur hafa tíma til að hlusta á þau«. »En hvað þjer eruð kurteis«. »Jeg vildi óska, að jeg gæti sannfært yður um, að jeg er það í raun og veru. Nú vitið þjer hvað fornafn mitt er, en hvað heitið þjer?« »Albína«. »Það var snoturt nafn..... eins snoturt eins og þjer eruð víst sjálfar«. »Þjer sláið gullhamra«. »Til þess að samtalið gangi betur, vildi jeg helst kalla yður aðeins Albínu. Má jeg það?« »Já, gerið þjer svo vel. Er það máske ætlun yðar að hringja mig oftar upp?« »Já, á hverjum degi«. Þangað til húsbóndi minn kom aftur, spjölluðum við þannig mjög ánægjulega saman og daginn eftir hlakkaði jeg mjög til að geta haldið samtalinu áfram. Undir eins og tækifæri gafst, greip jeg heyrn- artólið. Albína beið eftir mjer við sinn síma og í fjórtán daga hjeldum við þann- ig áfram. Eftir því sem tíminn leið, fanst mjer jeg verða hrifnari af þessum undirbún- ingslausa unaði milli tveggja manneskja, sem aldrei höfðu sjeð hvor aðra. Endrum og eins mundi jeg þó eftir orðum Justins föðurbróður um, að unga stúlkan væri ekki neitt fríð, en jeg hafði það einhvernveginn á meðvitundinni. að það væri ekki rjett. Nei, það var ómögu- legt, að hin blíða, vingjarnlega og káta Albína gæti verið ljót. Dag einn sagði jeg þessvegna við cjálf- an mig: »Það er heimskulegt af mjer, að bíða eftir leyfi frænda míns að sjá Albínu. Nú, af því að við þekkjum nú dálítið hvort annað, ætla jeg í raun og veru að finna nana persónulega«. Jeg sagði henni frá ósk minni og án mjög mikilla erfiðleika gekk hún inn á að verða við henni. Það var með hræðslu- blandinni gleði að jeg fór til stefnumóts- ins, sem var fyrir framan Médicus-gos- brunninn í Luxemborgar-garðinum. Jeg hafði beðið nokkrar mínútur og hafði ákafan hjai’tslátt, þegar hún kom. Ó, guð rninn góður! Hve hún var falleg — með rjóðar kinnar af því að hún hafði gengið svo hratt.... Hún var beinvaxin, vel búin og samsvaraði sjer vel. Við urðum alt í einu feimin hvort við annað við að hittast þarna í fyrsta sinn. Hún þorði ekki að rjetta mjer hendina og jpg þorði ekki að yrða á hana að fyrra bragði. Við stóðum lengi og horfðum hvort á annað, eins og við á einu augnabliki vild- um vinna upp allan þann tíma, sem var farinn til spillis og rannsaka hvort ann- að gaumgæfilega. Loksins hafði jeg þó það vald yfir mjer, að jeg gat stamað í hálfum hljóð- um: »Ó, Albína, hvað jeg er glaður. . hvað jeg er hamingjusamur yfir, að það er ekki rjett. Það var nefnilega búið að segja mjer, að þjer væruð herfilega ljót«. »Hver sagði yður það?« »Justin föðurbróðir minn«. »Hefir hann sjeð mig?« »Já, svo var að heyra«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.