Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
95
gamla, þá hefði það gert minna til — hún
þekti sem sé leyndarmálið!
Nú var hjartað í honum frænda talsvert
harðnað af ýmsu misjöfnu, en samt sem
áður var ekki frítt við að svolítill broddur
sæti kyr í því eftir þetta borðhald.
Litlu síðar kemur frænka blaðskellandi
inn í skrifstofu frænda, aðeins í millipilsi
og nátttreyju, vopnuð með tröppustiga og
tusku, sem hún þurkaði ryk af með. Hún
skipaði frænda að halda stiganum föstum,
á meðan hún klifraði upp og þurkaði
Tegnérshöfuð úr gipsi, sem stóð hæst uppi
á stóra bókaskápnum. Já, frændi hélt
stiganum, eins og honum var sagt, og
frænka klifraði upp. En hún komst ekki
almennilega að, svo hún tók það ráð að
fara af stiganum og setjast upp á skáp-
* inn við hliðina á myndinni, svo tók hún
Tegnér í sína sterku arma, skirpti í tusk-
una og nuddaði og nuddaði.
Frændi stóð enn og hélt í stigann.
»Heyrðu Charlotta mín«, sagði hann
^neð hægð, næstum því hátíðlega, »finst
þér ennþá , að eg sé gamalt naut?«
»Já, víst ertu það, Jóhannes!« svaraði
frænka með sannfæringu og hélt áfram að
nudda af öllum kröftum.
Þá tók frændi tröppustigann, lagði hann
saman og reisti hann upp við þilið beint á
nióti, svo settist hann niður á legubekk-
inn og horfði á frænku með sigurglampa
í augunum.
Já, þarna varð nú frænka að sitja.
»Jóhannes!« hvæsti hún. Hvaða uppá-
tæki er þetta? Komdu undir eins með
stigann... strax!«
»Er eg ennþá naut — hvað?«
»Þrælmenni!« hvæsti frænka um leið og
hún skoðaði niður í djúpið undir sér, en
hana sundlaði og hún varð að láta aftur
augun.
»Elsku-hjartans-ástkæri-góði-bezti mað-
Ur*nn minn, komdu með stigann! áttu að
segja!«
Eitt augnablik leit helzt út fyrir að
frænka ætlaði að bjóða hættunni byrginn,
snúa sér við og renna sér niður á magan-
um — eins langt og hún næði; en það
brakaði voðalega í bókaskápnum, sem var
nokkuð forn; — hún þorði ekki. — Það
var örlagaþrungin þögn í nokkrar mínút-
ur, svo byrjaði frænka að stama öldungis
hljómlaust:
»Elsku... hjartans. . ást-kæri... góði...
bezti...«
í sama bili var ganghurðin rifin upp
og vinnukonan tilkynti með hárri rödd:
»Hirðpresturinn, síra Söderbom, er kom-
inn!«
Síra Söderbom, hirðprestur, var alveg
nýlega orðinn þingmaður. Hann var
skólabróðir frænda. Frændi gekk til dyra
og tók vel á móti hirðprestinum, og langa
stund sátu þeir og ræddu saman um gaml-
ar endurminningar. En satt að segja átti
frændi dálítið erfitt með að halda þræðin-
um í samræðunni. Hugsanir hans voru á
ringulreið.
Æ-já! Lífið er merkilegt!« andvarpaði
síra Söderbom og hóf augu sín til himins
af gömlum og góðum vana. En í þetta
sinn komust þau nú ekki svo langt; þau
staðnæmdust við mjóaleggi, sem reyndar
voru alt annað en mjóir, og í Ijósgráum
ullarsokkum. Og nú sá hann frænku í
heilu líki, þar sem hún sat eins og stein-
gervingur uppi á bókaskápnum, stöðugt
með vinstri handlegginn utan um hálsinn
á Tegnér«.
»En.... Hvað — hvað, hvað í ósköpun-
um er þetta?« hrópaði hirðpresturinn.
»0, afsakaðu, bróðir...«, stamaði frændi
— »eg gleymdi.. gleymdi... alveg hreint
að — já... að kynna þig fyrir konunni
minni.... Þetta er konan mín elskuleg.....
og, elskan mín, hirðpresturinn, síra Sö-
derbom...«
Síi’a Söderbom starði um stund alveg
hissa á frænku, sem reyndar tók sig