Sagnir - 01.04.1986, Page 31
Viðhorf til kvenna í Qrágás
Karlar að berjast. I Grágás uarkonum bannað að bera uopn.
Ólíkur heimur
karla og kvenna
Ef kona klæðist karl klæðum eða
sker sér skör eða fer með vopn fyrir
breytni sakir, það varðar fjörbaugs-
garð. Það er stefnu sök og skal
kveðja til búa fimm á þingi. Sá á
sök er vill. Slíkt er mælt um karla ef
þeir klæðast kvenna klæðnaði.38
Þetta ákvæði, sem aðeins er að finna
í einu handriti Grágásar, er lýsandi
dæmi um að kynjunum var ekki ætl-
aður sami búningur. Konur áttu ekki
að fara út fyrir sitt hlutverk. Þær máttu
ekki taka á sig gervi karlmanns með
því að klæðast karla fötum, bera
vopn eöa skera hár sitt.
Gera má ráð fyrir að í Grágás
endurspeglist vilji og viðhorf valdaað-
ila samfélagsins forna til hinna ýmsu
málefna og vafalaust hafa mörg
ákvæði hennar verið í gildi einhvern
tíma. Samkvæmt ákvæðum laga-
safnsins voru karlmenn einir um opin-
ber mál og stjórnsýslu og því er texti
bókanna án efa ritaður og mótaður af
karlmönnum. Þau viðhorf sem finna
má um stöðu kvenna í samfélaginu
eru því sett fram af þeim.
Ólafía Einarsdóttir heldur því fram
að konur og karlar hafi verið jafnrétt-
há í gamla íslenska samfélaginu.
Ekki er svo að sjá í Grágás. Mikilvægi
kvenna í augum íslenskra miðalda-
karla hefur falist í því, að þær fæddu
þeim börn og sáu um að fæða og
klæða þjóðina. Löggjöfin gamla var
ekki með hátt mat á konum sem
manneskjum. Þar réðu eignir og ætt-
arhagsmunir meiru.
í ættarsamfélagi þjóðveldisins
gegndi hjúskapur veigamiklu hlut-
verki. Hjónabönd stuðluðu að tengsl-
um og eignafærslu á milli ætta. Þess
vegna voru konur mikilvægar. Líf
kvenna var dýrmætara en karla af því
að þær fæddu börn.
Hjónabandið var kaupsamningur
milli tveggja ætta. Fyrir giftingu voru
konur undir forsjá ættar sinnar. Eftir
hana fengu eiginmenn lögræði
þeirra. Réttur karla til að velja sér
maka, semja um festar og ráða yfir fé
hjóna og kaupum, var meiri en
kvenna. Konur voru ekki réttlausar í
hjónabandi en þær voru ekki jafnrétt-
háar körlum. Félagsleg staða karla
SAQNIR 29