Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Side 51

Sagnir - 01.04.1986, Side 51
Dyggðaspegill jafn lengi voru skrifuð upp handrit af deiluriti Guðmundar og Dyggda- speg//'.15 Segja má að lögin, og þessi tvö handrit, lýsi viðhorfi 17. og 18. aldar manna til skírlífis, frá sjónarhóli dómsvalds (Stóridómur), kirkju (Dyggðaspegill), og almennings (deilurit Guðmundar). Undirgefni Þessum flokki tilheyra fjórar dyggðir, en ein ber ægishjálm yfir hinar, og það er heidrun foreldra. Sú dyggð á rætur að rekja til fjórða boðorðsins. Heiðrun foreldra „útheimtir að jómfrúr haldi foreldra sína og aðra sem í þeirra stað eru settir að vera guðs skikkan og meðal þeim til handa.“ Þær eiga að elska þá, heiðra og virða, og láta sér þykja mikið til þeirra koma. Drottinn vill föðurinn af börn- unum heiðraðan hafa, og hann vill að þau geri það sem móðir þeirra býður þeim. Móðurina eiga meyjar að heiðra alla sína lífdaga og hafa hug- fast hversu þungar þær voru henni. Þær eiga að hugsa um í hvílíkum háska móðir þeirra stóð er hún „bar þær fyrir brjósti sér“. Ef foreldrar skipa börnum sínum að gera eitthvað „ótilbærilegt verk“ þá skulu börnin með siðsemi og hægð koma sér frá því, en ekki með óstilltum eða vond- um orðum. Börn eiga ekki að hætta að hlýða foreldrum sínum er þau vaxa úr grasi og vilja giftast. Þau skulu ekki ganga í hjónaband nema með vilja og vitund foreldra, bví að giftumál krefjast góðra ráða þeirra sem gamlir eru. Eins og segir í guðs- orði: „Barn mitt, hlýð þú aga þíns föö- ur og yfirgef ei þinnar móður lögmál." Dyggðaspegill lýsir því með ótal dæmum að guð vill ekki hafa að meyjarnar gifti sig án samþykkis for- eldra. Jafnvel voldugar drottningar hlýddu frekar vilja frænda sinna held- ur en að gifta sig sjálfar. Auðmýkt eða lítillæti er dyggð sem jómfrúr eiga að tileinka sér svo að þær læri að þekkja sinn eigin veik- leika og geri sig undirgefnar í því sem áhrærir verk þeirrar köllunar og emb- ættis. Þær eiga að bera sinn kross með hlýðni og veita öðrum mönnum skylduga æru og lotningu. Undir þá dyggð sem spegillinn kall- ar Ijúflyndi og vinsæld falla fleiri dyggðir, en þær eru: hógværð, þolin- mæði, velvild, Ijúfmennska og þjón- ustusemi. Jómfrú sem iðkar þessa dyggð gerir „engum skaða með mót- bærilegu geði“, heldur vill hún þókn- ast hverjum manni, hún líður og um- ber annarra bresti, hallar stundum mikið af sínum rétti og er kyrrlát, Ijúf og vingjarnleg við framandi menn sem innlenda. Síðasta blómið í dyggðakransinn er hógværð og spaklæti og „sú manneskja sem hefur þá dyggð til að bera hefur öðlast sanna prýði, er auð- mjúk og lítillát og getur vel þagað og liðið þótt aðrir tali stór orð, - kann og að sneiða hjá mörgu illu með sinni þögn og þolinmæði." Dæmin sem hér eru tínd til sýna hversu þagmælskar hinar bestu konur voru. Vitnað er í þau orð Salómons að kvinnur ættu að læra í þögn með allri undirgefni. Orsakir til dyggða og dyggðameðul Eftir að Dyggðaspegill hefur talið upp dyggðirnar tuttugu vísar hann meyj- unum veginn með því að telja upp átta orsakir til dyggða og þrjú dyggða- meðul. Orsakirnar eru vilji guðs, áminning góðra manna, umbunin, straffið, sérréttindi meyjanna, gott umtal, nafnið sem þær hlutu í skírn- inni og þær heilögu meyjar sem ritn- ingin segir frá. Dyggðameðulin þrjú eru verkun heilags anda, hinn kristi- legi barnaagi í húsinu, og það að koma meyjum í kennslu og vist hjá góðu fólki. Að síðustu eru jómfrúr þær sem lesa Dyggðaspegil minntar á að „sá þjónn sem veit síns herra vilja en gjör hann ei, skal straffast meira en hinn.“ Þær sem hafa lesið spegilinn og víkja af vegi réttra dyggða eiga því von á verra dómi en þær sem fávísar eru. Speglinum er lokað meö bæn. Dyggðaspegill og samtíminn Hverjar af dyggðum spegilsins hafa fölnað eða horfið, og hverjar lifa enn góðu lífi? Víst er að krafan um skírlífi ógiftra kvenna er úr sögunni. Skír- lífiskröfu fyrri tíma er hægt að skilja sem vilja samfélagsins til þess að skipuleggja líf þegna sinna, erfðamál, framfærslu og því um líkt, fyrir tíma iðnbyltingarinnar og velferðarríkisins. Mannasiðakafli Dyggðaspegils er að sumu leyti enn í góðu gildi. Sumir mannasiðir, eins og sá að jómfrúr skyldu klæðast í sérherbergi sínu, eru af tæknilegum ástæðum nýkomn- ir á. Ýmsar dyggðir tóku að víkja þeg- ar hinir svokölluðu velferðartímar tóku við. Sparsemin á illa heima í verðbólguþjóðfélagi, og mildi og ör- læti færðust inn á félagsmálastofnan- ir. Trúarleg iðkan hefur misst sinn fyrri sess, en kvenleg hógværð, spaklæti, Ijúflyndi, heiðarleg blygðan, iðni, þrifnaður og hreinlæti teljast enn til kvenlegra dyggða, - eða hvað? □ SAGMIR 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.