Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 54

Sagnir - 01.04.1986, Page 54
Jarðhús í Hvítárholti. Grunnflötur eins jarðhúsanna sem fannst i Huítárholti í Hruna- mannahreppi. Stór ofn úr hellum er staðsettur í hœgra horni að neðan en rœsið er út úr uinstra horni. Sumir telja að jarðhúsin hafi verið baðstofur - baðhús. W_yú ályktun hefur verið dregin af fornritunum að baðstofuböð hafi verið algeng hér á landi á 13. öld. Baðstof- an hafi verið hús „þar sem gufubað var framleitt með þeim hætti, að köldu vatni var stökkt á glóandi steina í hin- um svonefnda grjótofni."1 Um upphaf þessarar baðstofu er ekki til örugg vitneskja, en sumir eru þeirrar skoðunar að hún hafi þekkst frá því á 10. öld. íslenska baðstofan er sögð hafa verið byggð sérstæð í fyrstu, en síðar tengst bæjarhúsum. Þróunin í notkun hennar er sögð sú að fólk hafi smám saman farið að sinna þar ýms- um störfum, hún hafi orðið setu- og vinnustofa, en síðar svefnhús að auki. Eflaust vita það flestir að aðal- íveruhúsið á flestum íslenskum bæj- um á seinni öldum hét baðstofa, þó að þar væru engin böð stunduð. Þessi nafngift hefur valdið mönnum nokkr- um heilabrotum. Dr. Valtýr Guðmundsson áleit að eftir að hætt var að kynda eld á miðju stofugólfinu hafi baðstofan verið eina bæjarhúsið þar sem ofn var. Síðar hafi steinofni verið komið fyrir í fornu stofunni og hafi nafnið „baðstofa“ þá færst yfir á hana, því menn fóru að leggja þann skilning í nafnið að það táknaði hvert það hús þar sem „bað- hiti“ var. Valtýr taldi jafnframt að þessu nafni hafi íverustofan haldið eftir að menn neyddust til að hætta kyndingu hennar vegna eldsneytis- skorts.2 Guðmundur Hannesson tengir baðstofunafngiftina við lagið á hús- inu, lágu veggina og ríflega súð sitt hvoru megin mænis. Þegar menn fóru síðar að gera baðstofur á lofti, jafnvel yfir framhýsum, héldu þær baðstofunafninu, enda var her- bergislagið mjög hið sama . . . Og baðstofulagið á rót sína að rekja til fornu gufubaðstofanna.3 Nanna Ólafsdóttir er aftur á móti þeirrar skoðunar að baðstofur hafi ætíð verið „íveruhús eins og við þekkjum svo vel.“4 Hún segir að nú- tímamat á hreinlæti forfeðranna gangi ekki og rangt sé að tengja bað- stofunafnið baði í merkingunni „alls- herjar líkamshreinsun". Það beri að tengja það trúarlífi manna og helgiat- höfnum. Menn hafi viljað vera hreinir fyrir guði sínum. Hún segir að böð eins og jólaböð, Jónsmessuböð, fyrsta bað barnsins o. s. frv. séu leifar slíkra baða. Að hennar mati dregur aðalíveruhúsið nafn sitt af þvílíkum böðum. En gufubað eða annað bað í nútíma skilningi hafi aldrei farið fram í baðstofum hérlendis.5 Með þessari grein er ætlunin að gefa lesandanum ofurlitla sýn yfir þróunina í gerð og notkun íslensku baðstofunnar. Hér verður ekkert farið út í vangaveltur um hreinlæti forfeðr- anna, að því undanskildu að reynt verður að draga fram f dagsljósið hvort gufuböð hafi farið fram í bað- stofum til forna. En víkjum fyrst að spurningunni um hvort svonefnd jarð- hús séu elsta gerð baðstofa hér á landi. Voru jarðhúsin baðstofur? Sumrin 1963-67 voru rannsakaðar húsarústir í Hvítárholti í Hruna- mannahreppi. Byggingarleifarnar, sem þar voru grafnar úr jörðu, eru taldar vera frá söguöld, jafnvel frá landnámsöld. Skálarnir sem þar fundust falla vel að hugmyndum manna um 10. aldar byggingar. Með- al þeirra húsa sem þar fundust voru fimm jarðhús, öll mjög svipuð að gerð. Fjögur þeirra voru aðskilin frá öðrum bæjarhúsum.6 Skal nú einu jarðhúsanna lýst: Gólfið var um 90 sm neðan þess yfirborðs sem verið hafði er húsið var í notkun. Gólfflötur- inn var um 2,6x3,8 m og óreglulega ferhyrndur. í raun voru engir eiginleg- 52 SAGniR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.