Sagnir - 01.06.1992, Side 20

Sagnir - 01.06.1992, Side 20
Hugarfarssaga og íslenskar fornbókmenntir Spjallað við Einar Má Jónsson sagnfræðing París er háborg tískunnar, Mekka matunnenda og mið- stöð menningar- og lista í hug- um margra Islendinga. A þessari öld hefur borgin einnig öðlast sess sem höfuðvígi Ann- álunga og þar með frjórr- ar sagnfræðiiðkunnar. Annálamenn hristu upp í hefðbundinni sagnaritun og ferskir vindar léku um gömul fræði án þess að slakað væri á faglegum kröfum. Segja má að þeir hafi rutt sagnfræðiritum brautina á náttborð upp- lýstrar alþýðu í Evrópu. Viðmælandi okkar, Einar Már Jónsson sagnfræðingur, stundaði allt sitt háskólanám í Frakk- landi. Eftir eins árs nám við háskólann í Aix en Provence settist hann í París- arháskóla og lauk þaðan licence-prófi. I nóvember árið 1985 varði hann doktorsritgerð sína frá sama skóla en hún fjallaði um þau rit miðalda sem bera titilinn „Speculum“ eða „Spegill“. Að námi loknu ílentist Einar Már í Frakklandi og núna kennir hann frönskum sérvitring- um íslensku við Sorbonne háskóla. A sumrin leið- beinir hann frönskum ferðalöngum um Island. Einar Már hefur skrifað greinar í Tímarit Máls og Menningar og Skírni auk þess sem hann var pistla- höfundur á Þjóðviljanum. Einnig hefur hann flutt fyrirlestra um „Konungs- skuggsjá“ hér á landi, í tengslum við doktorsverkefni sitt. Undanfarin þrjú ár hefur hann svo verið stundakennari við Háskóla Is- lands og kennt þar „hraðnámskeið“, bæði um Annálahreyfmguna og um Sögulegar skáldsögur. 18 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.