Sagnir - 01.06.1992, Síða 23

Sagnir - 01.06.1992, Síða 23
efnið, aðferðirnar og annað slíkt. Mér finnst að tilraunir til að gera þetta upp hafi hingað til verið alger- lega misheppnaðar. Menn hafa til dæmis slegið því fram að hugmynda- saga fjalli um menntamenn og hugar- farssaga um allan almenning, og þá hefur þeirri kenningu verið lýst með vígorðum eins og: „Hugarfar, það er það sem Júlíus Cesar og allra heimsk- asti hermaðurinn í hans liði áttu sam- eiginlegt. “ Petta finnst mér dálítið hæpið, svo ekki sé meira sagt, en hér er á ferðinni nokkuð sem athuga þyrfti miklu betur.“ - Hverjar telurðu merkustu nýjungarnar sem Annálungar höfðufram aðfœra? „Eitt er það sem tengist Annálahreyf- ingunni frá upphafi: Annálamenn margir stefndu að því að skrifa sagn- fræðina þannig að hún yrði ekki að- greinanleg frá félagsvísindum eins og mannfræði, hún yrði mannfræði á fyrri tímum, og margir af þessum höfundum eru víðlesnir í mannfræði og vita mjög mikið á því sviði. Það verða mjög mikil straumhvörf með Annálahreyfingunni og þau fel- ast í dálítið nýju viðhorfi til tímans. Sú sagnfræði, sem hófst í byrjun 19. aldar og hefur staðið langt fram á þessa öld og stendur sjálfsagt ennþá, er sett inn í ramma línubundins tíma og svokallaðrar framfarakenningar: sagan er sem sé sett upp sem lína og miðast alltaf við það sem á undan fór og það sem kemur á eftir og verður þá gjarnan teleológísk, þannig að litið er á sögu fyrri tíma sem eins konar undirbúning undir það sem er núna. Nýjungar Annálamanna voru ekki síst fólgnar í því að taka eitthvert ákveðið tímabil út úr samhengi tím- ans og lýsa því eins og það væri ein- hver nútími, sleppa því sem gerðist á undan og eftir og lýsa því í sjálfu sér; gera einhvers konar mannfræðilega lýsingu. Það má benda á margar hliðar á þessu. I bókinni um trúar- brögð Rabelais cftir Lucien Febvre er hann til dæmis að lýsa hugarheimi 16. aldar eins og hann var í sjálfu sér og gengur út frá því hvað var hægt að hugsa á þessum tínia og hvað ekki. Hann færir rök fyrir því að trúleysi og guðleysi hafi verið nokkuð sem ekki var mögulegt. Svo getum við tekið annað dæmi: hvernig þetta við- horf er hjá Duby; í Sunnudeginum í Bouvines, sem er eitt af hans ágætustu verkum og hefur líka náð mjög til al- mennings er hann að lýsa ákveðnu þjóðfélagskerfi eins og það endur- speglaðist í hernaðarvenjum, og hann fer með efnið alveg eins og mann- fræðingur væri að rannsaka þjóðfélag í Afríku. Það sem gerir þetta ekki síst merkilegt er að hann skoðar við- fangsefnið út frá einum atburði, or- ustunni í Bouvines, 27. júlí árið 1214, og rekur þá þræði í allar áttir. Á þann hátt kemur hann með nýja vídd í Annálahreyfinguna, sem sé atburða- söguna, en slíka sagnfræði höfðu Annálamenn forðast og jafnvel hafn- að henni.“ íslensk miðaldasaga - Hvað sérð þú fyrir þér með rannsóknir á hugaifarssögu í sambandi við íslenskar miðaldir? „Ég held að þarna sé mikið verkefni fyrir höndum því þetta er að veru- legu leyti óplægður akur. íslenskar fornbókmenntir eru erfitt viðfangs- efni - ég veit ekki hver sagði að mað- ur vissi alls ekki hvernig á að taka á þeim nákvæmlega en mér fmnst það rétt. Alltaf þegar maður heldur að maður sé búinn að finna eitthvert handfang gefur það ekki nema tak- markaðan árangur og alltaf finnast nýjar hliðar. Þetta er merkilegt og flókið efni. Það útheimtir ekki einungis að menn þekki vel íslenskar miðaldabók- menntir heldur þyrftu menn að þekkja mjög vel samhengið erlendis, og ekki eru margir sem að hafa hvort tveggja á valdi sínu. Ýmsir hafa bent á að til þess að lesa íslenskar fornbók- menntir verði maður að hafa þá þekkingu sem höfundarnir sjálfir höfðu og þeir voru hámenntaðir á sínu sviði. Sú hugmynd að þessir menn sem skrifuðu gullaldarbók- menntirnar hafi byggt allt á óskap- lega miklu brjóstviti er gersamlega röng. Því er haldið fram að þarna hafi menn skrifað gullaldarmál bara af náttúrunni, lært þetta nánast af sauðkindunum upp á fjöllum. En þessir miðaldamenn voru þrautþjálfaðir í mælskulist og öðru slíku og höfðu lesið sæg af erlendum bókmenntum og þá náttúrulega á lat- ínu og það má finna allskonar minni sem þeir hafa svo lagað allavega eftir sínu höfði. Það eitt að miðaldahöfundar okkar voru kaþólskir þrátt fyrir allt, þó að það komi ekki alltaf mikið í ljós í rit- um þeirra, getur staðið íslenskum fræðimönnum fyrir þrifum af eðlileg- um ástæðum. íslenskur fræðimaður þarf að leggja á sig hluti sem venju- legur kaþólskur maður kann áreynslulaust. Veikleiki íslenskra fræðimanna er kannski sá að þeir þekkja ekki nógu vel alþjóðlega menningu Vesturlanda á miðöldum. Ég vil ekki taka nein stór orð upp í mig því ég er ekki sérlega fróður á þessu sviði en ég vil nefna dæmi sem prófessor Boyer í París sagði mér einu sinni. Hann hafði tekið eftir forníslensku kvæði sem var reyndar einföld þýðing á miðaldasálmi, en enginn fslendingur hafði tekið eftir því. Sjálfur hafði hann heyrt þennan sálm þráfaldlega í messu. Ég held að það megi finna dæmi um það að í ís- lenskum bókmenntum séu þýðingar, það eru alls konar tilvísanir sem eru meira eða minna faldar og menn hafa SAGNIR 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.