Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 32
óttast, að vjer fengjum strax eintóma hreppsnefndarmenn eða bæjarstjóra í pilsi; það myndu að líkindum verða ein eða tvær konur í sumum hrepp- um og í flestum ef til vill engar.“38 Petta sama ár er deilt um hvort veita eigi konum rétt til menntunar og embætta. Lárus E. Sveinbjörnsson hefur þetta til málanna að leggja um flóknar kringumstæður sem hann sér fyrir sér í þjóðfélaginu ef konur fengju jafnrétti á við karla: Mér finnst ... að ýtarlegri ákvæði vanti í frv., t.a.m. þegar svo er komið, að landshöfðingi og biskup eru orðin hjón, stiptsyfirvöldin maður og kona, forseti er kvong- aður 1. assessor landsyfirdómsins, og sýslumaður og hjeraðslæknir sömul. o.s.frv. Með því að þessi merkilegu hjónabönd geta komið fyrir, þá leyfi jeg mjer að stinga upp á, að 3 manna nefnd verði sett til að íhuga þetta afar þýðingar- mikla mál.39 Árið 1911 leitast Hannes Hafstein við að sannfæra þingheim um að hættu- laust sé að veita konum aðgang að námi og embættum. Pað sýndi sig, segir hann, að í lögum væri ekki bannað að konur ynnu alla stritvinnu eins og karlar og margar gerðu það einnig en samt sem áður fengjust konur þó aðallega við kvenleg störf og eins myndi fara þó þetta frumvarp yrði samþykkt. Hann telur að aðeins einstaka kona myndi notfæra sér rétt- inn til menntunar og starfa en allur þorri kvenna héldi sig á mottunni eins og hefðin og náttúran byði þeim. „Náttúran segir til sín.“ segir Hannes Hafstein.40 Hann fullyrðir líka að menn myndu losna við þær konur sem ynnu úti aftur inn á heim- ilin og segist byggja það á því að: „Eftirtektarvert er, að kvenmenn, sem fengið hafa allvel launaðar stöð- ur við opinberar stofnanir hér á landi, t.d. landsímann, hafa allar sótt um lausn, er þær hafa gifst.“ Sama sinnis er Björn Sigfússon og segir ekkert að óttast þó að konur fengju meiri rétt- indi „sízt það, að embætti landsins fyllist af kvenfólki“ því að í fyrstu myndu þær lítið nota rétt sinn.41 í sama streng tekur Bjarni frá Vogi og segir að ef menn óttist að konur sæktust meira eftir embættum vegna þessara nýju laga þá yrði reyndin önnur og þær rnyndu síður sækjast eftir menntun og embættum eftir að þeim væri það lagalega heimilt. „Byggi eg það“ sagði Bjarni, „á al- gengu vitundarlögmáli manna og dýra. Við þekkjum kýrnar, sem vilja eta úr næsta bás, þótt heyið sé miklu verra þar en í þeirra eigin.“4: Um kusur, konur og kvenréttindi gilda sömu reglur í lífsspeki þingmannsins. Andstæðingar kvenréttindabarátt- unnar inni á þingi sögðust ekkert kæra sig um að fá konur inn á Al- þing, að minnsta kosti ekki of marg- ar. Þetta var ein ástæðan fyrir því að þeir vildu veita konum kosningarétt og kjörgengi í áföngum. Jón Magn- ússon segir í ræðu árið 1913 að ef konur fái kosningarétt allar í einu, við 25 ára aldur eins og karlar, myndu þær líta á sig sem sérstakan flokk sem aðeins mætti kjósa konur. Segir hann Alþingi hafa dæmi fyrir sér í þessu þar sem væru bæjarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík 1908.43 Um þessa velgengni kvennalistans árið 1908, segir Jón Ólafsson árið 1911: „Og þótt eg sé kvenhollur, þætti mér ekkert gaman að því að mega búast við einum 20 konum á þing alt í einu.“44 En ekki voru allir þingmenn haldnir þessari pilsafælni. Til dæmis beindi Bjarni Jónsson því til Jóns Jónssonar að úr því að hann talaði um að pilsalisti kæmi fram við næstu kosningar, ef konur fengju kosningarétt og kjörgengi, af hverju hann talaði þá ekki líka um bróka- lista, því varla gerði búningurinn út- slagið um það hver kysi „bezt og vit- urlegast." Bjarni kvaðst ekkert vera hræddur við að fá nokkrar konur inn á þing. Þær væru eflaust „staðfastar, vitrar og kurteisar" eins og þeir karl- mennirnir.43 Pólitískt þroskaleysi kvenna Það voru algeng rök hér á landi og í öðrum ríkjum þar sem konur kröfð- ust réttinda að veita ætti þeim þau í áföngum vegna þess að þær væru of óþroskaðar til að fá jafnan rétt og karlar. Árið 1911 segirjón Þorkelsson að nóg athugunarefni sé að svo stöddu að konur fái almennan kosn- ingarétt og því óþarfi að veita þeim um leið jafnrétti til náms og emb- ætta, „svo að ekki verði meir en mátulegt meyjarstig í þessum efn- um“, segir hann: „Það er bezt að taka þetta alt smám saman."46 Bjarni frá Vogi telur að konur eigi að fá öll rétt- indi á einu bretti og beinir því til Jóns Þorkelssonar að honum sé „óhætt að stíga það meyjarstig“, ekkert muni slitna fyrir því.47 Bjarni talar um að kvenfrelsisstraumurinn verði ekki stöðvaður úr því sem komið sé og því heppilegast að beina honum í rétta átt í stað þess að stríða á móti honum. Það leiddi bara til þess, ályktar Bjarni, að „við mundum hér verða fyrir sömu búsifjum frá kven- fólksins hálfu“, eins og væri að gerast í öðrum löndum, einkum í Englandi. Á hann þar við bresku súffragetturn- ar sem urðu herskáari í baráttuað- ferðum í hvert sinn sem breska þing- ið hunsaði kröfur þeirra um kosn- ingarétt. Bjarni segir það vera rangt að ætla að mjatla kosningaréttinum í konur á 12-15 árum og segir að þjóð- arskútan muni varla kollsigla við það, eins og menn héldu fram, þótt konur fengju kosningarétt allar í einu og með sömu skilyrðum og karlar. „Seglfestan er nóg samt,“ sagði hann, „þar sem er vanastagl og elliþvagl kulnaðra sálna.“48 Kosningaréttur kvenna í áföngum var rauði þráður- inn í umræðunum um þessi mál á al- þingi árið 1911 og 1913. Frumvarpið kveður á um að veita konum kosn- ingarétt til jafns á við karla við 25 ára aldur. En þeir eru nokkrir sem telja að miða eigi við 40 ár í fyrstu en lækka svo aldursmörkin með tíman- um. „Hjá mér er ástæðan sú“, segir Jón Ólafsson, „að með þessum fresti sé konum gefin hvöt til að búa sig undir að beita þessum rétti sínum, og að eg vil síður kasta svona mörgum nýjum atkvæðum á markaðinn í einu.“49 Hann telur óhæft að konur fái kosningarétt, hvort sem þær séu færar til eða ekki, og því réttast að veita þeim hann smám saman.50 Skúla Thoroddsen finnst fáránlegt að miða kosningaaldur kvenna við 40 ár og er ósammála þeim sem telja 30 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.