Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 37

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 37
Bókabrennur nasista Í933. Á borðanum stendur „þýskir stúdentar berjast gegn andþýskum tilhneigingum". huga þar hvort þær gætu gagnast mér og þá hvernig. Nákvæmur lestur (eða ljósritun!) gagnlegra heimilda kom síðan yfirleitt í kjölfarið á fyrstu heimildakönnuninni. Tugir pantaðra bóka komu á borð mitt í upphafi en þó vantaði þar tvær. Önnur var ritið Hamburgs Streit mit Christian IV von Danemark iiber den Gliickstadter Zoll 1630 - 1645. (Deilur Hamborgar við Kristján IV Dana- konung um Gluckstaðartollinn árin 1630 — 1645). Höfundurinn var dr. Hermann Freudenberger og ritið var gefið út í Hamborg árið 1902. Hitt verkið sem mig vantaði var tveggja binda rit, Kriegsgeschichte der Festung Gliickstadt und der Niederelbe. (Styrjaldarsaga Gluckstaðarvirkisins og Neðri Elbu). Fyrra bindið náði yf- ir tímabilið 1615 — 1720 og það síðara yfir tímabilið 1720 - 1940, höfundur- inn hét F. C. Rode og voru bæði bindin gefin út í Gliickstað og Ham- borg árið 1940. Við eftirgrennslan kom í ljós að ritin tvö voru aðeins lánuð út með sérstökum skilmálum. Hið fyrr- nefnda (sem var 87 síðna verk) var bundið í eitt hefti með 16 öðrum rit- um og bandið gat auðveldlega farið í sundur við óvarlega notkun. Mér var afhentur 17 rita og 1600 blaðsíðna samheftingurinn með skilmerkilegu banni á allri ljósritun hans. Erfiðlegar gekk með útlán tveggja binda verksins um styrjaldarsöguna. Eftir nokkurra daga bið á afgreiðslu pöntunarinnar, þar sem hver bóka- vörður vísaði á annan, fékk ég þau svör að afgreiðslan biði samþykkis yfirmanns safnsins. Eins og ég gæti séð á skráningarnúmeri verksins, S A/616, væri bókin flokkuð sem nasistarit, og hún væri því ekki lánuð út nema eftir vandlega athugun. Eftir að ég hafði gert grein fyrir því til hvers ég ætlaði að lesa bókina (það er til afmarkaðra rannsókna á sögu 17. og 18. alda) fékk ég hana í hendur. Falda bókin og sagan tengd henni Það tók mig nokkurn tíma að finna verkið um deilur Hamborgar og Kristjáns konungs IV í 17 rita sam- heftingnum. I honum var hið marg- breytilegasta efni að finna. Elsta ritið, frá árinu 1868, var píslarsaga og klögumál prests sem prússneskir embættismenn höfðu svipt brauði í Holsteini fyrir trúvillu. Yngsta ritið, frá árinu 1933, var kynningarbækl- ingur þýskrar smáborgar fyrir ferða- menn. Tilviljun ein réði röðinni í samhefdngnum. Samkvæmt titilsíðu pantaða ritsins míns hafði það upphaflega tilheyrt sérstakri ritröð: Wissenschaftliche Bei- lage zum Schulbericht der Talmud-Tora- Realschule zu Hamburg, „Fræðileg viðaukarit við skólaskýrslur Talmud- Tora Gagnfræðaskólans í Hamborg." Talmud merkir á hebresku lærdómur og orðið er einnig notað um helsta trúarrit Gyðinga. Tora er hebreska heitið á Mósebókunum fimm. Tal- mud-Tora skólinn var þannig fram- haldsskóli Gyðinga í Hamborg og Hermann Freudenberger, höfundur verksins, hefur vafalaust verið Gyð- ingur og staðið í nánum tengslum við þennan skóla, sennilega sem kennari. Eg gekk daglega fram hjá bygg- ingu sem bar heitið „Talmud-Tora Realschule zu Hamburg"; hún til- heyrði núna háskólanum. Skólinn var starfandi sem virt lærdómsstofnun frá 19. öld. Frá 1933 átti skólinn í vax- andi erfiðleikum og hann missti bæði marga kennara og nemendur í útlegð eða fangabúðir. Árið 1942 var skólan- um lokað og kennarar og nemendur voru fluttir í útrýmingarbúðir. 10. maí 1933 hófust við Háskólann í Berlín bókabrennur þýskra nasista. Úr háskólabókasöfnum og almenn- ingsbókasöfnum hvarvetna í Þýska- landi voru fluttar „andþýskar" bækur og þær síðan brenndar á báli. Ef höf- undur bókar var Gyðingur dugði það til að bókin yrði fordæmd. Þannig lentu öll finnanleg verk Albert Ein- SAGNIR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.