Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 41
(Hernando) Kolumbus.2 Islandsfarar
Kólumbusar er getið í tveimur 16.
aldar ritum sem eru nær samhljóða.
Annars vegar Historie Ferdinards en
hins vegar Historia de las Indias eftir
spænska biskupinn Fray Bartolomé
de Las Casas, „postula Indíánanna".3
Historie Ferdinands Kólumbusar er
ævisaga Kristófers föður hans. Fer-
dinand fæddist árið 1488 og var óskil-
getinn. Hann fylgdi föður sínum í
síðustu ferð hans til Ameríku á árun-
um 1502-1504 og fór þangað tvívegis
eftir það. Síðar á ævinni fylgdi Fer-
dinard Karli V. Spánarkóngi til ít-
alíu, Flandurs, Þýskalands og víðar.
Hann ferðaðist þess utan til flestra
Evrópulanda og bæði Asíu og Afr-
íku.4 Hann var mikill bókasafnari,
átti um 200.000 titla er hann lést árið
1539, og hafði undir höndum stóran
hluta af skjölum föður síns.5 Ferdín-
and var almennt virtur fræðimaður
m.a. á sviði kortagerðar.6
Historie var upphaflega rituð á
spænsku. Frumútgáfa hennar er glöt-
uð en til er ítölsk þýðing hennar frá
árinu 1571 og eins spænsk útgáfa frá
1592. I formála bókarinnar segist höf-
undur eingöngu styðjast við skjöl
föður síns og það sem hann upplifði
sjálfur á ferðum þeirra feðga.7
Lífshlaup höfundar Historie, þekk-
ing hans og tengsl við viðfangsefnið
og þær heimildir sem hann notar,
ættu með réttu að glæða frásögn hans
af íslandsferðinni nægilegri sannleiks-
týru til að hrekja myrkur tortryggn-
innar burt úr hugarfylgsnum lesenda.
Þó eru fræðimenn ekki alls kostar
sammála um heimildargildi ritsins.
Sumir telja að frásögnin af Islands-
ferðinni sé hrein bábilja, aðrir telja
hana sannleikanum samkvæma og
enn aðrir fara milliveginn; trúa því að
hún sé ættuð frá Kólumbusi en lýsi
ekki hans eigin reynslu.
Meðal efasemdamanna er sögupró-
fessorinn Alberto Magnaghi. Hann
fullyrðir að maður eins og Ferdinand
Kólumbus, sem rneðal annars vann
að kortagerð fyrir Karl V, hefði
aldrei farið að birta þvílíka frásögn af
ferð sem faðir hans fór, sökum þess
að þær misfellur sem eru á minnis-
greininni væru síst til að efla frækin-
leik föður hans. Magnaghi er líka
þeirrar skoðunar að Ferdinard hlyti í
ljósi þekkingar sinnar að hafa leiðrétt
staðarákvarðanir föður síns.8 Óþarft
var að efla orðstír Kólumbusar, hann
fann heila heimsálfu. Ef Kólumbus
samdi ekki minnisgreinina sjálfur, þá
er fáum öðrum til að dreifa en Las
Casas og Ferndinandi sem var sam-
kvæmt Magnaghi lærður kortagerða-
maður og því enn ólíklegra að hann
gerði slíkar villur. Frá mínum bæjar-
dyrum séð eru rök Magnaghis ekki
mjög sannfærandi.
Fray Bartolomé de Las Casas tók
prestvígslu 1510 og sigldi til Kúbu
1511 þar sem hann gerðist eins konar
málsvari Indíána og reyndi að vernda
einnig að því að ef frásögnin væri síð-
ari tíma tilbúningur væri hún mun
ýtarlegri.12
Sigurður sækir reyndar rannsóknir
sínar mikið í smiðju Paolos Emilios
Tavianis sem er sennilega sá sagn-
fræðingur sem hvað lengst hefur náð
í Kólumbusarfræðum. Við rannsókn-
ir sínar hefur hann meðal annars ferð-
ast til allra landa sem Kólumbus kom
hugsanlega til, að fslandi meðtöldu.13
Þess á milli hefur hann drepið tímann
á ráðherrastól.
Hvað heimildargildi minnisgrein-
arinnar margumtöluðu varðar tekur
Taviani skýra afstöðu. Hann er viss
um að hvorki Ferdinand Kólumbus
rtotntfttuio tíxTn4tui
• an7-i)uc VníL-t»5 7a^otfAdbiCi
oovo^Iaí yiliodctaLbj
-1.1. X Ijt-C iT-tlillíf
i
iit'/ cj6
• Á
V|\)f
x
3 ' "i <
Vjiiéö V>öc* *tltc
miliare;
cum jpl
is \>nur
ergocc
oucent
tialenti
centum
ÍJliuca qU
cuni oiii
crraDua
Myndin sýnir síðn iír bók-
inni „Itnago Mundi" sem
var í eigu Kólumbusar. Þar
sést greinilega hvar liann hef-
itr skrifað á spásstuna að það
séu 56V> hlutar spœnskrar
mílu í eintii breiddargráðu.
Þessi skekkja leiddi til þess
að Kólumbus vanmat umtnál
jarðar um 25% eða um
10.000 kílómetra.
þá fyrir ofstæki Spánverja.9 Historia
Las Casas er talin vera frá- 6. áratug
16. aldar og benda líkur til þess að við
gerð hennar hafi hann einkum stuðst
við frumrit Historie Ferdinards Kol-
umbusar. Hún hefur þó ekki fallið
Spánverjum vel í geð því hún var
ekki prentuð fyrr en árið 1875.10
Að mati Vilhjálms Stefánssonar,
hins fræga ísbreiðuarkara okkar ís-
lendinga, gætir í bók Las Casas til-
hneigingar til að hnekkja tilkalli
Spánar til Ameríku og hafi Spánverj-
ar því reynt að varpa rýrð á bókina.11
Hin langa prentunarmeðganga bók-
arinnar rennir stoðum undir kenn-
ingu Vilhjálms.
Vilhjálmur Stefánsson virðist vera
á þeirri skoðun að Kristófer Kólum-
bus sé höfundur greinarinnar. Það á
einnig við um Paolo Emilio Taviani
og Sigurð Líndal. Textarýni Sigurðar
segir okkur að minnisgreinin beri öll
merki þess að hún sé ekki ætluð nein-
um sérstökum viðtakanda, aðeins
höfundinum sjálfum. Hann hallast
né Las Casas hafi getað samið minn-
isgreinina sökum þess að þeir gátu á
engan hátt vitað um ýmis atriði sem í
henni eru svo sem hluti sem varða
sjávarföll, ísrek, staðhætti eða jafnvel
tímann er ferðin átti sér stað.14 Hafi
einhver skáldað upp minnisgreinina
má að mati Tavianis eigna það
Kristófer Kólumbusi sjálfum og eng-
um öðrum. Sé því nú svo farið,
hvernig ætti þá að skýra af hverju og
hvernig hann fór til Bristol og
Galway á írlandi? Það er ekkert vafa-
mál að Kólumbus kom til Englands i
janúar 1477 og eina leiðin til að skýra
ferð hans til Galway og Bristol er að
hann hafi verið á leið til fslands þar
sem skip frá Miðjarðarhafinu sigldu
nær undantekningarlaust til London
en nær aldrei til hinna tveggja áður-
nefndu hafna.b
Það verður ennfremur að taka með
í reikninginn að óvenju mikið heim-
ildahallæri ríkir um verslunarsigling-
ar Portúgala á þessum tíma þar sem
stór hluti portúgalskra skjala eyði-
SAGNIR 39