Sagnir - 01.06.1992, Side 51

Sagnir - 01.06.1992, Side 51
náttúru. Úfið hraun sem runnið hafði úr Grábrók fyrir mörgum öldum lagðist fyrir mynni dalsins og svart klettabelti Hraunsnefsaxlarinnar var í hróplegu ósamræmi við bláma Baul- unnar. Dalbotninn var gróinn og grænn og um hann rann Norðuráin sem safnaði í sig ótal sprænum á leið- inni út úr dalnum. Oftast var hún saklaus og tær en gat líka breytt sér í stórfljót sem beljaði niður allan dal- inn og færði dalbotninn í kaf. Útkot1 hafði ekki verið nema fjögra hundraða jörð en hún hafði dugað foreldrum hans til að koma þeim systkinunum á legg. Hann hafði verið sautján ára gamall þegar hann fór að heiman í vinnumennsku. Hann fór burt úr sveitinni og kom ekki aftur fyrr en sex árum seinna. Síðan hafði hann átt heima í dalnum því að þar var fólkið hans og fjöllin. Þegar hann kom til baka í dalinn árið 1858 fékk hann vinnu á óðalsbýlinu Hraunsnefi. Það varð örlagarík vist. Guðmundur óðalsbóndi og Oddný kona hans urðu ekki sérlega ánægð þegar dóttir þeirra átti von á barni með vinnumanninum og kotbónda- syninum af næsta bæ. Hann varð að fara frá Hraunsnefi, heim til foreldra sinna, þegar það varð ljóst að Kristín gekk með barnið hans. Litlu stúlkuna fékk hann síðan í sína umsjá þegar hún fæddist. Foreldrar hans hjálpuðu honum með hana fyrstu árin en þegar þeirra naut ekki lengur við fór Sig- ríður litla í fóstur að Klettstíu. Seinna kynntist hann Mörtu. Þau giftust 4. nóvember 1870 og fóru að búa í Sanddalstungu. Eftir eitt ár þar og eitt ár í Hvammi fluttust þau að Hlíð þar sem hann bjó nær alla sína búskapartíð. Þar með var hann út- skrifaður úr skóla vinnumennskunn- ar, þrjátíu og fjögurra ára gamall. Börnin höfðu ekki látið á sér standa. Mánuði eftir giftinguna fæddist Magnús og síðan fylgdu hin fimm á eftir, næstu sex árin. En árin með Mörtu urðu fá, hún dó aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Hann stóð einn með börnunum í garðinum á sama stað og þau höfðu staðið sam- an árið áður yfir gröf dóttur þeirra nokkurra mánaða. Hann varð að láta Ágúst frá sér í fóstur þegar Marta dó eins og þau höfðu þurft að gera við Petrínu þegar Ingvar fæddist. Þeir voru því fjórir eftir feðgarnir; hann, Magnús, Ingvar og Benjamín, vikugamall snáði, þeg- ar Guðríður kom til hans sem ráðs- kona. Og fljótlega bættist barn í hóp- inn svo að Ingibjörg systir hans og Árni Guðmundsson á Hraunsnefi tóku Ingvar til sín. Þau Guðríður fluttu svo að Galtar- höfða3 árið 1883, tveimur árum eftir að þau höfðu misst tvíbura nýfædda. Bú- skapartíð hans var á enda. Sama ár og þau fluttu varð hann að gefast upp. Guðríður fór í vinnumennsku með Þorstein litla en hann fór að Hrauns- nefi til Ingibjargar og Árna með Benj- amín. Magnúsi var komið í fóstur. Það hafði margt breyst síðan hann var ungur vinnumaður á Hraunsnefi. Veðurfar hafði kólnað og möguleik- arnir á að fá jörð höfðu minnkað. Jarðir sem áður höfðu verið í byggð voru komnar í eyði, meðal annarra allar þær jarðir sem hann hafði búið á. Nokkrir sveitunganna höfðu flúið land í von um betra líf hinum megin hafsins og nú var hann að fylgja í kjölfar þeirra. Eftir sautján ár í vinnumennsku á Hraunsnefi og í Klettstíu var hann einnig á leið vestur ásamt þremur af sex eftirlifandi börn- um sínum. Gamli maðurinn hrökk upp úr hugleiðingum sínum. Landið var horfið sjónum en ólgandi haf teygði sig hvert sem litið var. Hann velti fyrir sér, hvað biði þeirra handan hafsins. Hver yrði framtíð hans? Nýr kafli var að heQast í lífi manns á sama tíma og ný öld var að ganga í garð.4 Einu sinni var Á uppvaxtarárum Ingimars Marís- sonar lifðu flestir Islendingar á land- búnaði eins og verið hafði í margar aldir. Líf fólks snérist urn árstíða- bundin störf og eilífa baráttu við harðindi, hungur og veikindi. Til að verða fullgildir þegnar í samfélaginu urðu menn að hafa jarðnæði. Það var skilyrði fyrir giftingu sem aftur var skilyrði fyrir barneignum. Þeir sem enga jörð fengu urðu að ráða sig til eins árs á einhvern bæ og vinna þar þau verk sem húsbóndi þeirra fól þeim. Hann varð í staðinn að sjá hjúinu fyrir húsnæði, fæði og klæði. Æskan var þá eins og nú upphaf heillrar ævi. Hún var mönnum mis- góð en skilaði þó flestum sem ungl- ingum inn í veröld vinnumenn- skunnar. Þar tók alvaran við. Vinnu- mennskan var ströng starfsmenntun sem byggð var á aga og iðjusemi sveitasamfélagsins. Hún var talin nauðsynlegur undirbúningur fyrir framtíðarstarfið, sjálfan búskapinn. Þegar Ingimar var að komast á giftingaraldurinn var lífsbarátta land- ans að harðna. Hlýindin sem farið höfðu mildum höndum urn landið í áratugi hurfu ásamt afkomendum sínum, heiðarbýlunum. Eftir sátu landsmenn í kulda og trekki á yfir- setnum jörðum því að möguleikar manna á því að komast yfir jörð höfðu minnkað að sanra skapi og veðurfarið kólnaði. Sveitasamfélagið sem byggðist á því að börn yrðu vinnufólk og vinnufólk bændur gekk ekki lengur upp. Landsmenn fundu tvær leiðir færar út úr vandanum. Önnur var sú að flýja land, í von um að grasið væri grænna hinum megin hafsins. Hin leiðin var að treysta meira á sjóinn. Fiskveiðarnar sem áð- ur höfðu verið aukabúgrein hjá bændum urðu í ríkari mæli aðal lífs- viðurværi fólks. Breytingar á búsetu fylgdu í kjölfarið því að þeir sem lifðu aðallega á sjósókn og fiskvinnu söfnuðust saman í þurrabúð og mynduðu þorp. Yfirvöld óttuðust þessa nýju þróun og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að takmarka stækkun þorpanna. Þau töldu að þurrabúðarlífið gerði menn að slæpingjum sem gerðu lítið annað en að hlaða niður ómögum.5 Hræðslan við vinnuaflsskort í sveit- unum átti einnig drjúgan þátt í ótta yfirvalda. Fyrir þeim var landbúnað- urinn framtíð þjóðarinnar og fram- farir í honum það sem þjóðin þurfti. Fiskveiðarnar gætu aldrei orðið ann- að en búbót því ekki væri treystandi á skipaflota fslendinga sem um miðja 19. öld samanstóð af misstórum ára- bátum sem eingöngu var hægt að róa í skaplegu veðri, skammt út fyrir landsteinana. SAGNIR 49

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.