Sagnir - 01.06.1992, Side 54

Sagnir - 01.06.1992, Side 54
Flutningurfólks til Ameríku úr sjávar- og sveitasóknum Mýra- og Flutningurfólks til Akraness úr sjávar- og sveitasóknum Mýra- og' Borgarfjarðarsýslu á árunum 1870-Í9Í4. Borgarjjarðarsýslu árið Í870. Heimild: Júníus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914. Rv. 1983. Hcimild: Þjsks. Mannatal 1870. skipti skráð sér innan Garðasóknar sem Akranesþorp. Þetta var árið 1870, þegar Ingimar Maríssson var orðinn 35 ára gamall. Þá voru 150 einstaklingar, 75 konur og 75 karlar, sagðir „lifa á fiskveiðum" í Garða- sókninni, flestir búsettir í þorpinu en einhverjir voru húsfólk eða þurra- búðarfólk á bæjunum í kring. Þéttbýlið á Akranesi var ungt. Til marks um það má sjá að 38 prósent íbúanna þar voru á aldrinum 31-40 ára og ekki nema 18 prósent eldri en 50 ára. Föst verslun kom ekki á stað- inn fyrr en 1873 en eftir það fór þorp- ið að stækka og dafna. Það má segja að með tilkomu verslunarinnar og barnaskólans sem reistur var 1880 hafi Akranes orðið að alvöru þétt- býli.10 Samgangur á milli Akraness og sveitanna í Borgarfjarðarsýslu var mikill ef rnarka má skrif Kristleifs Þorsteinssonar frá Stóra-Kroppi. Hann talar um að þurrabúðarmenn- irnir færu í sveitirnar á sumrin í kaupmennsku og bændur og vinnu- menn kæmu í þurrabúðina á vertíð á vorin. Þannig hafi flestir bændasynir verið sendir í verið 17 ára gamlir og margir haldið áfram að fara á vorver- tíðina eftir að þeir stofnuðu eigið heimili.11 En þrátt fyrir að uppsveitamenn kæmu í verið á hverju ári vildu þeir ekki framfleyta fjölskyldu í þurra- búð. Athugun á fæðingarsókn þeirra sem „lifðu á fiskveiðum" í Garða- sókn 1870 sýndi að það voru einstakl- ingar úr sjávarsveitum sem mynduðu þorpið. Flestir, eða 46 prósent, voru fæddir í sókninni sjálfri og 26 prósent í öðrurn sjávarsóknunr Borgarfjarð- ar.12 En í heildina voru 87 prósent þurrabúðarmanna á Akranesi fæddir í sjávarsókn. Sjávarsóknarmenn treystu sér til að fara í þurrabúð ef hún var ekki of langt frá átthögunum. Bakland Akra- ness var því lítið eins og flestra ann- arra þéttbýlisstaða. Fólk leitaði Fædingarsóknir þeirra sem sagðir voru „lifa á fískveiðum“ á Akranesi í manntalinu 1870 Heild Karlar Konur A Garðasókn 46% 60% 32% B Sjávarsóknir Borgarfjarðarsýslu 23% 17% 28% C Sveitasóknir Borgarfjarðarsýslu 5% 4% 7% D Sjávarsóknir Mýrasýslu 3% 1% 5% E Sveitasóknir Mýrasýslu 4% 1% 7% F Aðrar sjávarsóknir á landinu 15% 11% 19% G Aðrar sveitasóknir á landinu 3% 5% 1% H Annað 1% 0% 1% Samtals 100% 99% 100% Heimild: Þjsks. Manntal Í870's 52 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.