Sagnir - 01.06.1992, Side 66

Sagnir - 01.06.1992, Side 66
Már Jónsson Ofbráðar barneignir á fyrri hluta 19. aldar Ofbráð barneign varð þegar nýgift kona ól rnanni sín- um barn svo snemma að ekki kom til greina að það hefði komið undir eftir vígslu. Til að mynda trúlofuðust Vigfús Sigurðs- son og Katrín Jónsdóttir í febrúarlok 1786, en voru gefm saman í hjóna- band mánuði síðar. Hann var 36 ára bóndi að Birningsstöðum í Fnjóska- dal og giftist í annað sinn, en hún var tvítug og hafði verið ráðskona hjá honum um nokkurt skeið. Fyrsta barn þeirra fæddist þegar 13. júlí, tæpum fjórum mánuðum eftir vígslu og tæpum fimm eftir trúlofun.1 Barneignin sannaði að parið hafði leyft sér að sænga saman fyrir hjóna- band. E>au höfðu syndgað og brúður- in stóð vanfær fyrir altari. Prestar áttu á hættu að missa embættið fyrir slíka yfirsjón, en vægar var tekið á al- múgafólki. í siðferðislöggjöfinni Stóradómi frá 1564 sagði ekkert um brot af þessu tagi. Samkvæmt honum var samræði utan hjónabands ekki saknæmt, heldur barneign utan hjónabands. Veraldleg yfirvöld sekt- uðu ógift fólk fyrir barneignir fram til ársins 1816, en örsjaldan var sektað fyrir ofbráða barneign. Af einhverj- um ástæðum nefndi þó sýslumaður Eyjafjarðarsýslu þrenn hjón sem eignuðust barn of snemma í skýrslu sinni um sakeyri sumarið 1710: Bessi Jónsson og Guðrún Benediktsdóttir í Saurbæjarsókn áttu barn fjórum mánuðum eftir vígslu; Guðný Magnúsdóttir og Þorsteinn Bjarna- son í Hrafnagilssókn urðu uppvís að samræði fyrir trúlofun; Guðrún Jóns- dóttir og Loftur Jónsson fálkafangari giftust í lok október 1709, en eignuð- ust barn fimm mánuðum síðar. Ekki hafði hann sektað þetta fólk og því reiddist landfógeti á alþingi um sum- arið, skammaði sýslumann og krafð- ist þess að hann stæði skil á greiðslum á næsta ári. Sýslumaður hlýddi og sektaði hver hjón um einn ríkisdal líkt og fyrir utanhjónabandsbörn." Þetta var nánast einsdæmi og oftast var svona nokkuð látið óáreitt, enda barnið í góðum höndum giftra for- eldra sem ekki syndguðu lengur. I Svíþjóð áttu hjón sem eignuðust börn of snemma aftur á móti að greiða sekt til spítala og þar voru ráðamenn mjög uppteknir af þessum siðferðisvanda langt fram á 19. öld. Sömuleiðis í enskumælandi löndum og árið 1642 var hjónum refsað í Plymouth á Nýja Englandi fyrir að sofa sarnan fyrir giftingu. Hann var hýddur, en hún sat í gapastokki og horfði á. Slíkt var algengt á þeim slóðum að minnasta kosti á 17. öld.3 Á íslandi var fólk látið óáreitt þótt barn fæddist fáeinum mánuðum eftir giftingu. 2 En var mikið um þetta? Um alda- mótin 1800 fæddust níu af hverjum tíu börnum á íslandi innan hjóna- bands. Hversu hátt hlutfall þeirra kom undir fyrir vígslu? Þeirri spurn- ingu er ekki hægt að svara vegna þess að ekki eru tiltækar upplýsingar um hlutfall fyrsta barns, annars barns, þriðja barns og svo framvegis. Of- bráðar barneignir urðu ávallt við fyrsta bam hjóna og aðeins er hægt að segja hversu mörg fyrstu börn komu undir utan hjónabands saman- borið við öll börn sem komu undir innan þess. Jafnframt er hægt að bera ^ölda ofbráðra barneigna saman við óskilgetin börn, en í byrjun 19. aldar var tíunda hvert barn óskilgetið. í vissum skilningi er ofbráð barneign líka afbrigði af óskilgetnum fæðing- um, því nokkur hópur fólks sem eignaðist barn ógift gekk í hjónasæng fáeinum mánuðum eða árum síðar. Það má því hugsa sér kvarða þar sem á öðrum endanum eru algjörlega óskilgetin börn, hverra foreldrar áttu aldrei neitt saman að sælda eftir getn- að. Á hinum eru algjörlega skilgetin börn sem fæddust ári eða tveimur eftir giftingu og foreldarnir litu ekki hvort annars hold fyrr en að aflokinni vígslu og loforði um ævarandi trún- að. Þar á milli eru nokkurn veginn skilgetin börn, hverra foreldrar komu saman löngu fyrir hjónaband, en sluppu við frjóvgun þangað til rétt áður en þau ætluðu að giftast; einnig börn sem fæddust utan hjónabands vegna efnaleysis foreldranna, sem síðan tókst að skrapa saman fé til að geta gengið í hjónaband. Ofbráðar barneignir voru þekktar um allan hinn vestræna heim og sjálf- sagt víðar. Fyrir vikið hafa nokkrar rannsóknir farið fram. Ekki eru þær þó að öllu leyti sambærilegar vegna mismunandi skilgreininga á því hvað reiknast ofbráð barneign. Það er töl- fræðilegt skilgreiningaratriði, sem miðar við þá staðreynd að með- göngutími kvenna er um það bil níu mánuðir, en getur verið skemmri eða lengri.4 Miðist útreikningar við níu 64 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.