Sagnir - 01.06.1992, Síða 67
mánuði reiknast fyrirburar til of-
bráðra barneigna, en sé miðað við
átta mánuði reiknast börn sem fæðast
á réttum tíma til hjónabandsbarna.
Þetta hafa fræðimenn ákveðið á ýmsa
vegu, en munurinn er aldrei svo mik-
ill að ekki sé hægt að bera saman á
milli landa. Hægast er að hafa töflur
flóknari en svo að ein tala fái öllu
ráðið, enda athyglisvert að vita hvort
algengara var að einn mánuður eða
átta liðu frá giftingu til fæðingar.
Liðtækastur sagnfræðinga sem
fengist hafa við ofbráðar barneignir
er Englendingurinn P.E.H. Hair,
sem kannaði á fimnrta þúsund gift-
ingar á árabilinu 1550-1850.3 Hann
setti mörkin við átta og hálf-
an mánuð og komst að því
að líklega hefði þriðja hver
brúður verið ólétt við at-
höfnina. Tíunda hver var
komin sex mánuði eða meira
á leið. I einstökum sóknum
voru allt frá 10 af hundraði til
35-40 af hundraði brúða van-
færar fyrir altari. Á austur-
strönd Bandaríkjanna á síðari
hluta 18. aldar var um það bil
þriðjungur brúða með barni
og hafði hlutfallið hækkað
verulega á öldinni eða úr
tæpum 10 af hundraði um
aldanrót.6 I Danmörku eign-
uðust 40 af hundraði brúða
barn innan átta mánaða frá
giftingu, árin 1725-1800 en
helmingur innan níu mán-
aða. Litlar breytingar urðu á
tímabilinu.' Norskar rann-
sóknir miða við sjö mánuði
og samkvæmt því var þriðjungur
brúða vanfær við giftinguna. Það var
algengara meðal bænda og verkafólks
en embættismanna og borgara.8
Þessar tölur miða við einföldustu
reikningsreglu sem hægt er að hugsa
sér í þessu samhengi. Tekinn er til-
tekinn fjöldi giftinga og athugað hve-
nær hjónum fæddist fyrsta barn. Hair
gat rakið um það bil helming giftinga
til fæðingar í sömu sókn. Hansen
hafði uppá 1750 nýgiftum konum, en
segir ekki hversu margar hann fann
ekki. Vandinn er að ákveða við hvað
beri að miða útreikning. Á að miða
við fjölda allra giftinga eða fjölda
giftinga sem vitað er hvenær fyrsta
barnið fæddist? Aldrei tekst að finna
fyrstu barneign allra kvenna sem
giftu sig á tilteknum stað: mörg ný-
gift hjón fluttu strax og sum eignuð-
ust aldrei börn. Hversu mörg eign-
uðust ekki börn og hvað fóru mörg
burt? Eignuðust hjón sem fluttu jafn
mörg börn jafn fljótt og hin sem
urðu eftir? Því verður ekki svarað, en
einfaldast er að gefa sér að hlutfall of-
bráðra barneigna sé jafn hátt meðal
hjóna sem fluttu og hinna sem fluttu
ekki. Þá er óhætt að miða við brúðir
hverra fyrsta fæðing fannst og voru
óléttar við giftingu. Hafi 60 af hundr-
að pörum fundist við fyrstu barneign
og 20 þeirra eignast barn innan átta
mánaða er hlutfallið 33 af hundraði.
3
Fyrir níu árum bauðst mér að fara á
norrænt sagnfræðinemanámskeið í
Þrándheimi og datt í hug að taka eitt-
hvað saman um óskilgetni og ofbráð-
ar barneignir. Fjögur prestaköll í
Eyjafirði urðu fyrir valinu: Möðru-
vallaklaustur, Myrká, Glæsibær og
Lögmannshlíð, Bægisá og Bakki. Á
svæðinu bjuggu tæplega 1100 manns
árið 1801 og tvö hundruð fleiri árið
1840. Ekki var rannsóknin viðamikil,
en ég elti 40 pör sem giftust 1791-1795
og 47 árin 1831-1835. Af þessum 87
hjónum eignuðust 25 ekki barn á
svæðinu næstu árin og voru annað
hvort farin eða barnlaus. Af hinum
eignuðust 30 hjón barn innan átta
mánaða, tíu árin 1791-1795 og 20 árin
1831-1835. Hlutfall ofbráðra barn-
eigna var þar af leiðandi 37 og 57 af
hundraði, en 48 af hundraði í heild.
Ekki var úrtakið nógu stórt til að
fullyrða mikið um rosalega aukn-
ingu, en hún hélst í hendur við hlut-
fall óskilgetinna fæðinga. í sörnu
sóknum var hlutfall þeirra níu af
hundraði árin 1791-1800 og tíu af
hundraði 1831-1840. Það er í sam-
ræmi við niðurstöður frá
Englandi um jákvæða fylgni
milli óskilgetni og ofbráðra
barneigna. Enski sagnfræð-
ingurinn Peter Laslett segir að
það sé vegna þess að hvort
tveggja sýni frjósemi kvenna
og telur að fæðingum meðal
giftra kvenna hafi líka fjölg-
að.9
Könnun minni fylgdi ég
eftir á námskeiðinu Ástir ís-
lendinga 1550-1850 við Há-
skólann vorið 1989. Tíu nem-
endur sökktu sér í kirkjubæk-
ur á Þjóðskjalasafni og
könnuðu ofbráðar barneignir
á tímabilinu 1785-1845: Erla
Hulda Halldórsdóttir athug-
aði Staðastað á Snæfellsnesi;
Dagný Hermannsdóttir
Garpsdal, Stað og Reykhóla í
Barðastrandarsýslu; Ólafur
Kr. Jóhannsson Auðkúlu,
Svínavatn og Þingeyri í Húnavatns-
sýslu; Hrafnhildur E. Karlsdóttir og
Katrín Björg Ríkarðsdóttir Hvann-
eyri og Kvíabekk, Hrafnagil og
Kaupang í Eyjafirði; Jóna Björg Guð-
mundsdóttir Grenjaðarstað, Nes og
Múla í Suður-Þingeyjarsýslu; Ómar
Bjarki Kristjánsson Desjarmýri,
Klippstað og Dvergastein í Mú-
lasýslu; Sigrún Pálsdóttir Odda á
Rangárvöllum; Steinunn V. Óskar-
sdóttir Keldur og Gunnarsholt og
Snorri Már Skúlason Hraungerði og
Laugardæli í Árnessýslu.
Nokkuð kom á óvart að fjöldi
brúðhjóna átti börn þegar fyrir
Brúður umkringd börnum.
SAGNIR 65