Sagnir - 01.06.1992, Side 69
innan tímabilsins. Hlutfall hjóna sem
ekki fundust var hæst áratuginn 1801-
1810 eða 38 af hundraði, en lægst árin
1785-1790, 27 af hundraði. Skipting
þeirra barneigna sem fundust sést á
töflu eitt: Fyrir giftingu, innan átta
mánaða frá vígslu og eftir átta mán-
uði.
5
Sé miðað við ofbráðar barneignir í
strangasta skilningi, það er að segja
fæðingar innan átta mánuða frá gift-
ingu, nemur hlutfallið þriðjungi. Þá
er ekki tekið tillit til trúlofana, sem
voru afnumdar með lögum árið
1799." Oftast leið aðeins mánuður frá
trúlofun til vígslu, þannig að þetta
skiptir ekki sköpurn fyrir tölur frá
því eftir aldamótin 1800. Þriðja hver
brúður var því ólétt við altarið og sú
tala er samanburðarhæf við áður
ívitnaðar erlendar rannsóknir.
Ástandið var svipað og ísland í engu
frábrugðið öðrum löndum í Vestur-
Evrópu.
Af 903 fæðingum sem fundust
urðu 303 innan átta mánaða frá gift-
ingu eða 34 af hundraði. Innan árs
fæddust 264 börn til viðbótar eða 29
af hundraði. Ætla má að það fólk hafi
hafið samfarir þegar á brúðkaups-
nóttina, en haldið aftur af sér þangað
til. Á öðru ári frá giftingu fæddust
202 börn eða 22 af hundraði og tvö ár
eða lengur liðu frá 134 giftingum eða
15 af hundraði. Það markast af því að
oft tekur marga mánuði að geta barn
og þarf ekki getnaðarvarnir til. Enn
einn útreikningur er mögulegur og
æskilegur, sem er sundurliðun of-
bráðra barneigna eftir fjölda mánaða
frá giftingu til barneignar. Hún sést á
töflu þrjú. Miðað er við heila mán-
uði, þannig að talnan sjö þýðir á átt-
unda mánuði eða innan átta mánaða
og svo framvegis.
Tafla 3. Fjöldi mánaða
frá giftingu til barneign-
ar 1785-1845.
fœding- av % ttppsajnað
0 40 13 13
1 50 17 30
2 49 16 46
3 28 9 55
4 35 12 67
5 27 9 76
6 36 12 88
7 38 13 101
303 101
Nærri helmingur hjónaefna hóf sam-
farir að minnsta kosti sex mánuðum
fyrir vígslu. Engar upplýsingar eru til
urn það hversu langur tími leið frá
því fólk ákvað að eigast þangað til
vígslan fór fram, en kannski má nota
þessar tölur sem vísbendingu um
það. Flestar hjónavígslur fór fram í
október, eða þriðjungur þeirra tæp-
lega 1700 sem athugaðar voru í þess-
ari rannsókn. Næstir komu septem-
ber og nóvember með 12 og 13 af
hundraði, þannig að þessa haustmán-
uði voru nærri 60 af hundraði hjóna
gefin saman. Sé hugað að dreifingu
giftinga þegar brúðurin var með
barni er hlutfall þessara mánaða örlít-
ið lægra eða 52 af hundraði, en 59 af
hundraði meðal hjóna sem þegar áttu
barn. Hugsanlega má gera ráð fyrir
því að stundum hafi legið á giftingu
þegar ljóst var að stúlkan var ólétt.
Til þess bendir að tíu af hundraði
óléttra brúða giftust í ágúst, örlitlu
áður en vertíðin hófst, en fimm af
hundraði allra brúða. Oftast var þó
farið að venjubundnum reglum um
árstíðir, en ekki rokið til og fólk
pússað saman um leið og barn var í
vændum. Það sýnir að ekki þótti til-
tökumál á Islandi á fyrri hluta 19. ald-
ar að fólk hæfi samræði fyrir gift-
ingu, ef það á annað borð var ákveð-
ið í að ganga í eina sæng.
Greina má kvarða barneigna innan
og utan hjónabands. Aðrar öfgarnar
voru pör sem ekki sænguðu saman
fyrr en eftir vígslu. Kannski þekktust
þau lítið sem ekkert fyrir eða voru
siðavönd. Hinar öfgarnar voru barn-
eignir ógifts fólks sem ekkert hafði
saman að sælda eftir það. Börn þeirra
urðu óskilgetin í eiginlegum skilningi
þess orðs, fylgdu föður eða móður
eða fóru á sveit. Á milli þessara póla
voru ýmis afbrigði fólks sem felldi
hugi saman og ákvað að ganga í
hjónaband. Megnið af því hóf sam-
farir fljótlega og eignaðist börn ýmist
fyrir eða eftir giftingu; innan eða eftir
átta mánuði frá giftingu. í þessum
hópi var líka fólk sem eignaðist böm
og langaði til að giftast, en gat það
ekki vegna fátæktar. Slík afdrif voru
algeng á meðan ekki var rúin fyrir
nema takmarkaðan fjölda býla í land-
inu og annað framfæri ekki að fá.
Tilvísanir:
1 ÞÍ. Kirknasafn. Háls í Fnjóskadal. Prestsþjónustubók 1785-1816,
12 og 16. Þessi heiðurshjón eignuðust átta börn til viðbótar á
rúmum tólf árum. Elsti sonur þeirra Jón dó 18 ára árið 1803 úr
iktsjúkdómi með sárum. Faðir hans sjötugur varð bráðkvaddur
þremur árum síðar. Katrín dó í ágúst 1813 úr landfarsótt. Annað
dæmi úr sömu sókn er barneign Helga Grímssonar og Bjargar
Andrésdóttur 3. mars 1787, rúmum þremur mánuðum eftir
vígslu og fjórum eftir trúlofun; sama rit, 16 og 22.
2 ÞÍ. Rentukammer Y-14. Reikningar Jarðarbókarsjóðs 1709- 1711:
Sakeyrisreikningur Eyjafjarðarsýslu 1710.
3 Thomson, Arthur: Otidigt saitgelag. En rattshistorisk studie. Stokk-
hólmur 1966 - Hair, P.E.H.: Before tlie bawdy court. London 1973,
195 — sbr. Thompson, Roger: Sex in Middlesex. Popular Mores in a
Massachusetts county, 1649-1699. Massachusetts 1986, 54-70.
4 Gagnmerka ritgerð um meðgöngutíma skrifaði Brynjólfur bisk-
up Sveinsson um miðja 17. öld, sjá Alþitigisbœkur VI, 293-96.
5 Hair, P.E.H.: „Bridal Pregnancy in Rural England in Earlier
Centurics." Population Stndies 20 (1966), 233-43. - „Bridal
Pregnancy in Earlier Rural England in further examined.“ Popu-
lation Studies 24 (1970), 59-60.
6 Wells, Robert: „Illegitimacy and bridal pregnancy in colonial
America.“ Bastardy and its comparative history. Harvard 1980, 353.
7 Hansen, Georg: Sœdelighedsforhold blandt landbefolktiiiigeii i Dan-
mark i det 18. árhundrede, Kh. 1957, 189.
8 Jörgen Eliassen og Sölvi Sogner (útg.), Bot eller bryllup. Ugifte
mödre og gravide bruder i detgamle samfunnet. Oslo 1981, 112 og 120-
21.
9 Laslett, Peter: „Introduction. “ Bastardy and its comparative history,
22.
10 Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Þvi dœmist rétt að vera. Afbrot, refsingar
og íslenskt samfélag á síðari hluta 19. aldar. Rv. 1991, 41. (Ritsafn
Sagnfræðistofnunar 28.)
11 Lovsamling for Island VI, 352-53.
SAGNIR 67