Sagnir - 01.06.1992, Side 70

Sagnir - 01.06.1992, Side 70
Ásmundur Helgason Landnám listagyðjunnar íslensk myndlist og þjóðernishyggja Tvcir brautryðjenda íslenskrar myndlistar í hóp; landa sinna í Kaupmannahöfn um aldamótin. Ásgrímur Jónsson er þriðji frá vinstri og Einar Jónsson þriðjifrá hægri. Þegar danska gufuskipið Laura hafði blásið í annað sinn langt úti á legunni við Reykjavík seint í marsmánuði 1893, var báti ýtt úr vör, og tók hann stefn- una á skipið. Tveir menn voru í bátn- um. Ræðarinn, Þorsteinn Guð- mundsson, var mikill maður að sjá, magur og stórskorinn í andliti. Far- þeginn var 19 ára, grannur og dökk- hærður strákur, Einar Jónsson að nafni, sem var á leið til Kaupmanna- hafnar að nema myndhöggvaralist. Það er í raun illskiljanlegt hvernig Einari, stráknum frá Galtafelli í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, gat hugkvæmst að fara utan til að læra að höggva í stein. Nær allir réðu honum frá svo glannalegum áformum. Jafn- vel hinn góðhjartaði og skilningsríki Þorsteinn Guðmundsson sem hýst hafði Einar, fátækan og umkomu- lausan, á meðan hann dvaldi í Reykjavík, taldi ekkert vit í að leggja út í óvissuna með aðeins 100 krónur í vasanum. En væntanlegur braut- ryðjandi íslenskrar myndlistar beit á 68 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.