Sagnir - 01.06.1992, Síða 72

Sagnir - 01.06.1992, Síða 72
í anda þessarar þjóðemishyggju fóru Alþingi og reyndar fleiri að veita listamönnum og listamannsefnum fjárstyrki. Sýna þurfti að við gætum staðið á eigin fótum á menningar- sviðinu. Alþingi íslendinga veitti ein- stökum listamönnum styrki úr ríkis- sjóði fram til 1928, þegar Mennta- málaráð og Menningarsjóður komu til sögu. Skúli Skúlason fékk fyrstur styrk frá Alþingi 1894 til að nema listir, en Einar Jónsson og Pórarinn B. Þorláksson bættust við 1896. Ailir þáðu þeir styrki frá Alþingi til 1900. Tvö fyrstu ár 20. aldar fékk Einar Jónsson fúlgur upp á 2000 og 1000 krónur. ’ Til samanburðar má nefna að hæstu árslaun embættismanna svöruðu til um 3000 króna og voru þó hlutfallslega hærri þá en síðar.10 Eftir 1914 fjölgaði þeim listamönn- um sem fengu styrki úr ríkissjóði smám saman enda sífellt fleiri sem kusu að helga listagyðjunni krafta sína. Árið 1920 voru listamenn og listamannsefni sem ríkissjóður styrkti orðnir tíu. Þá hljóðaði styrkur Einars Jónssonar sem þá var orðinn að föst- unr styrk upp á 1500 krónur." Jafn- framt var farið að reisa honum safn- og íbúðarhús. Þingið veitti 10.000 krónur í það verkefni árið 1915. Síðan var efnt til fjársöfnunar og fljótlega söfnuðust 20.000 krónur. Einar segir svo í minningum sínum: Þá sá ég það bezt, hvað margar hliðhollar sálir ég hafði, - marga, sem vildu mér vel. ... Flestir gáfu 500 kr. Hlutafélagið „Alliance“ gaf 1000 kr., en sagt hefur mér verið, að forstjóri Thor Jensen hafði sett strik út úr þessum eina, — og sem þannig urðu að 7000,00 kr.12 Ári fyrir fjárveitinguna og söfnunina hafði Alþingi samþykkt að kosta flutning á verkum Einars til íslands. Þá „var landið í rauninni búið að taka verk Einars að sér, til eignar og um- sjár, því ávallt er talað um „gjöf‘ Einars“.13 Bygging hússins var því nauðsynleg til að koma verkunum í skjól. Samt sem áður bar þetta vitni um höfðingskap íslensku þjóðarinnar við fyrstu listamenn sína. Árið 1917 þurfti 40.000 króna aukafjárveitingu frá Alþingi til að halda áfram bygg- ingu hússins.14 Alþingi hélt áfram að styrkja ís- lenska listamenn og listamannsefni. Þessir styrkir hafa verið þeim mikil- vægir, þó að þeir hafi kannski sjaldan nægt þeim fyrir ferðakostnaði og uppihaldi í erlendri stórborg. En fleiri studdu við bakið á myndlistinni við upphaf aldarinnar. Ungmennafé- lag Reykjavíkur var einn helsti bakhj- arl Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Félagsmenn gengu í ábyrgð fyrir Kjarval svo að hann gæti tekið 800 króna lán hjá Tryggva Gunnarssyni í Landsbankanum. Félagið efndi líka til happdrættis til styrktar honum og tekjurnar af því, 800 krónur, auk lánsins, runnu í farareyri Kjarvals.13 Hannes Hafstein veitti honum einnig 1000 króna styrk úr landssjóði sem aldrei var leitað heimildar fyrir. Árið 1918 átti síðan sami hópurinn í ungmennafélaginu eftir að taka víxil til að kaupa það sem óselt var af verkum Kjarvals á sýningu hans í KFUM-húsinu það ár.16 Um áhuga ungmennafélaganna á listamanninum Kjarval segir í ævi- sögu hans: Þannig eignaðist unga fólkið mörg óskabörn og óskaverkefni. Eitt þeirra var Jóhannes Sveinsson, sjó- maðurinn sem var að mála. Hann féll alveg að hugmyndinni um manninn sem hafði viljann til að sinna list sinni, en þurfti að komast burt til menntunar, vegna þess að hann varð að ná langt. Þessu unga fólki var það hluti af sjálfstæðisbar- áttunni.17 Skotsilfrið barst úr ólíklegustu áttum í vasa Kjarvals. Til dæmis sendi stjórn Skipstjórnarfélagsins Öldunnar 209 krónur til hans árið 1912 svo hann gæti haldið áfram námi.18 Þjóðin virðist hafa verið nokkuð samtaka í því að styrkja listamannsefni sín. Þannig má greina hvernig upphaf íslenskrar myndlistar tengist þjóðern- ishyggju og sjálfstæðisbaráttu Islend- inga á fyrri hluta aldarinnar. Örlög listamannanna „virtust samofin ör- lögum þjóðarinnar". En á sama tíma var að fjölga í þeim hópi landsmanna sem efni hafði á að kaupa listaverk og jafnframt áhuga á því. Einar Bene- diktsson fékk til dæmis Sturlubræð- ur, þá Sturlu og Friðrik Jónssyni, til að kaupa nær allar myndirnar á sýn- ingu Kjarvals í Reykjavík árið 1914.211 Áhugi margra íslendinga á myndlist Úr Laugardal cftir Þðrarinn B. Þorláksson frá árinu 1923. Þórarinn tjáði œttjarðarást sína í landslagsmáherkum og opnaði íslendingum, ásamt Ásgrími Jðnssyni, nýja sýn á fcgtirð íslenskrar náttúru. 70 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.