Sagnir - 01.06.1992, Page 76
Guðbjörg Jónatansdóttir
Kynsjúkdómafaraldur í
Húnavatnssýslu
1824-1825
Nesslofa. Bíistaðnr landlœknis og lœknaskóli á tímum kynsjúkdómafaraldursins, þar sem Ari Arason var um tíma aðstoðarmaður land-
lœknis.
Það var að áliðnum degi í
septemberbyrjun 1824 að
maður kom að bænum
Flugumýri í Skagafirði. Erindi hans
var að fá lækninn Ara Arason til að
vitja sjúkrar stúlku á bænum Syðri-
Ey í Húnavatnssýslu. Ari varð við
þessari beiðni og fór daginn eftir og
skoðaði stúlkuna. Kom í ljós við þá
skoðun að stúlkan, Sigríður Finns-
dóttir, 23 ára, og systir hennar Sigur-
laug, 14 ára, voru smitaðar af kyn-
sjúkdóm, sem nefndist fransóssýki.
Þar með hófst sú atburðarás sem
leiddi til ásakana á hendur fjórðungs-
lækninumJ.W. Hoffmann um afglöp í
starfi. Kvörtun barst til amtmanns um
að Hoffmann heíði útskrifað sjúklinga
heilbrigða af kynsjúkdómnum, þó að
svo hefði ekki verið. En einnig varð
þetta tilefni til tíðra bréfaskipta milli
yfirvalda og læknanna sem stunduðu
þá er urðu svo ólánssamir að smitast af
þessum kynsjúkdóm. Bréfin ásamt
skýrslum og dagbókum Ara Arasonar
læknis1 gera okkur kleift að líta um öxl
og fylgjast með viðbrögðum yfirvalda
og kynnast þeirri meðferð sem völ var
á við kynsjúkdómum í byrjun nítjándu
aldar.
74 SAGNIR