Sagnir - 01.06.1992, Side 90
að greina aðalatriðin; þau hefðu ella
getað týnst í almennri frásögn. Alla
vega leit ég á töflurnar fyrst og las
greinina síðan. Fleiri en ég gerðu slíkt
hið sama.
Á þessum tímum sívaxandi lesefnis
samhliða nánast uppáþrengjandi fjöl-
miðlun er mikilvægt að geta greint
strax í upphafi kjarna málsins til að
vita hvort frekari lestur sé æskilegur.
Sagnfræðiritgerðir í Sögnum
1991.
Mikilvægasta þema Sagna
1991 eru þrjár greinar um
miðaldasögu sem
augsýnilega voru upphaf-
lega ritgerðir í námskeið-
inu „Höfðingjar og
bændur" sem Helgi Þor-
láksson kenndi á haust-
misserinu 1990. Bylgja
Björnsdóttir skrifar um
veldi Guðmundar ríka
og ber það saman við
veldi höfðingja á Sturl-
ungaöld, Margrét Jónas-
dóttir fjallar um gjafir í
tveimur fslendingasögum
og Arngrímur Þór
Gunnhallsson spyr hvort
verslunargróði hafi kall-
að á fyrirlitningu samfé-
lagsins og tekur dæmi úr
sögunni af Hænsna-Þóri
og Blund-Katli. í öllum
ritgerðunum þremur eru
kenningar í mannfræði
og að nokkru leyti bók-
menntafræði nýttar til að
skýra sögulega þróun og
er þetta yfirleitt hugvit-
samlega gert og sýnir greini-
lega gagnsemi kenningalegra fé-
lagsvísinda í sagnfræðirannsóknum.
Bylgja leitast við að beita kenning-
um mannfræðingsins Marshall Sah-
lins til að útskýra muninn á veldi
Guðmundar ríka um árið 1000 og
veldi höfðingja á Sturlungaöld, nánar
tiltekið skiptingu Sahlins á svonefnd-
um „big men“ eða stórmennum ann-
ars vegar, og „chiefs“, höfðingjum
hins vegar. Þetta eru engan veginn
auðveldustu kenningar mannfræð-
innar sem fyrirfinnast en Bylgja
kemst eigi að síður klakklaust frá
verkefninu. Eg tel það vera rétt mat
að með hliðsjón af kenningum Sah-
lins hafi Guðmundur ríki verið stór-
menni en ekki höfðingi, andstætt
stórgoðum 13. aldarinnar. Ég er hins
vegar ekki öruggur um að þessi
kenning um stórmenni og höfðingja
sé hentug greiningaraðferð á íslenska
þjóðveldinu, að hún segi okkur
margt nýtt. Það er að mínu mati
betra að útskýra sögu þjóðveldisins
með því að rannsaka þróun fram-
leiðsluhátta og eigna- og stéttaskipt-
ingar, en breytingar á skiptiferli
(gjöfum/sköttum) milli goða og
þingmanna þeirra. En ef til vill má
segja að ein greiningaraðferðin úti-
loki ekki endilega aðra.
Margrét styðst við kenningar
mannfræðingsins Marcel Mauss og
miðaldafræðingsins rússneska A.J.
Gurevitch. Helstu niðurstöður henn-
ar eru athyglisverðar og varpa á ýms-
an hátt nýju ljósi á viðfangsefnið.
Auðvelt er samt að gagnrýna smáat-
riði, til dæmis þá staðhæfingu hennar
að sjálfsþurftarbúskapur hafi tíðkast á
Islandi fram á nítjándu öld og að
dreifing vöru hafi ekki verið tengd
við markað (væntanlega einnig fram
á nítjándu öld). Hér fetar Margrét í
fótspor íslenskra félagsfræðinga og
mannfræðinga sem leggja talsvert
annan skilning í hugtökin sjálfsþurft
og markað en ég hef vanist í hagfræði
og hagsögu. Þeir leitast aðeins við að
lýsa því sem þeir telja vera meginein-
kenni samfélagsins. Þar sem sjálfs-
þurftarlandbúnaður var mikilvægari
en sjávarútvegur telja þeir samfé-
lagið á íslandi almennt hafa ein-
kennst af sjálfsþurft. Frá hag-
rænu sjónarmiði er hins vegar
augljóst að íslenskt atvinnulíf
gat ekki þrifist nema með öfl-
ugri utanríkisverslun; einkum
átti þetta við um sjávarútveg-
inn. Þegar um 25% innlendr-
ar framleiðslu var fluttur út
eins og gert var á 18. öld er
því hæpið að kenna samfé-
lagið við sjálfsþurft.
Grein Arngríms er tví-
inælalaust athyglisverðasta
framlagið í Sögnuw 1991.
Greinin er meira en venjuleg
nemendaritgerð: Það verður
erfitt að fjalla um Hænsna-
Þórissögu í framtíðinni nema
geta greinar Arngríms; hún
er ótvíræð fræðileg nýjung.
Arngrímur tekur ýmsar fyrri
skýringar á sögunni til gagn-
rýninnar athugunar og beinir
einkum athyglinni að skrif-
um þeirra Paul Durrenber-
gers og Ástráðs Eysteinsson-
ar. Niðurstöður Arngríms eru
bæði traustar og sannfærandi.
Sigríður Þorgrímsdóttir skýrir ít-
arlega og vel frá skrifum Morgun-
blaðsins og Vísis um nasismann á
millistríðsárunum. Hún sýnir fram á
að þessi dagblöð höfðu svipaða af-
stöðu og allur þorri annarra hægri-
sinnaðra fjölmiðla í vestrænum lönd-
um á þessum tíma. Þau skrifuðu vin-
samlega um þýska nasista lengi vel
eftir að þeir komust til valda en fóru
að vera gagnrýnni í garð þeirra þegar
hernaðarútþenslan gerðist meira
áberandi. Nytsamir sakleysingjar og
88 SAGNIR