Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 91
„lýðræðissinnaðir" fylgifiskar ein-
ræðisafla hafa fundist bæði til hægri
og til vinstri, jafnt í íslenskum stjórn-
málum sem annars staðar. Grein Sig-
ríðar byggir á B.A. ritgerð höfundar
um sama efni en þess er hvergi getið,
ekki einu sinni í heimildaskrá.
Pétur Pétursson og Snorri Már
Skúlason rita um
glæpaumfjöllun í ís-
lenskum blöðum á 19.
öld. Meginniðurstaða
þeirra er að umræðan
færðist í nútímaátt eftir
því sem leið á öldina.
Greinin virðist vera
heiðarleg úttekt á vel
afmörkuðu viðfangs-
efni en hún er lítil
fræðileg nýjung.
Ég las viðtal þeirra
Orra Vésteinssonar og
Adolfs Friðrikssonar við
enska íslenskuprófessor-
inn Peter Foote af
nokkrum áhuga og tals-
verðri skemmtun.
Kímnigáfa prófessorsins
er prýðileg og er það
helsti kosturinn við
greinina.
Sigrún Pálsdóttir skrif-
ar fróðlega og skemmti-
lega um vöruframboð, skömmtun og
biðraðir í Reykjavík á árunum 1947 -
1950. Ef einhver grein í Sögnum getur
skírskotað til mikils fjölda fólks utan
venjubundins hóps áhugamanna um
sagnfræði er það einmitt þessi. Sig-
rún rekur hér sögur úr daglegu lífi
Reykvíkinga á þessum árum sem
flestir hafa „gleymt" í daglegu amstri
en rifjast óhjákvæmilega upp við lest-
ur greinar hennar. Þannig fór ég
ósjálfrátt við lesturinn að minnast
þátttöku minnar í bollaslagnum í
Liverpool 1948. Hver einstaklingur
átti að fá eitt bollapar (eða tvö) án til-
lits til aldurs. Tíu ára gamall snáði
eins og ég var rifinn upp síðla nætur
til að standa í leiðinlegri biðröð í
óskaplega langan tíma, allt of fjarri
Sigrún Pálsdóttir
Húsmæður og
haftasamfélag
Hvað var á boðstólum í verslunum Reykjavíkur
á árunum 1947 til 1950?
pabba
og mömmu, í þeim eina tilgangi að
kaupa bollapar! Gott ef sjö ára systir
mín fékk ekki að standa í biðröðinni
alein líka.
Eggert Þór gefur sannferðuga
mynd af erfiðleikum samtímasagn-
fræðinga vegna þess að heimildir eru
margar og um víðan völl. Margir
sagnfræðingar hafa kynnst sambæri-
legum vandamálum og Eggert. Það
gerist raunar stöðugt erfiðara að sjá
skóginn fyrir trjánum og jafnframt er
komin sú þversögn að því fleiri sem
heimildirnar eru, þeim mun auðveld-
ara getur verið fyrir yfirvöld að leyna
því sem raunverulega átti sér stað.
Starf sagnfræðingsins verður erfiðara
en ekki er ástæða til að harma það.
Greinin um akantusmunstrið var
skemmtilega myndskreytt og hef
ég ekkert annað um hana að
segja á þessum vettvangi.
Ég úrskurðaði mig van-
hæfan að fjalla um tilraun
Margrétar Agnar til að
segja ósögufróðum börn-
um og unglingum frá
högum barna í Reykjavík
fyrir hundrað árum. Ég
bað hins vegar ungmeyjar
í fjölskyldu minni að lesa
greinina og segja mér álit
sitt. Það var ekki lélegt:
Ef allir sagnfræðingar
skrifuðu svona þá væri
hægt að lesa sögu sér til
skemmtunar og fróð-
leiks!
Niðurstaða mín af
lestri greinanna í Sögnum
1991 er því í stuttu máli
þessi: Efnið er mjög mis-
jafnt að gæðum. Helsta
þemað, miðaldasagan,
heppnaðist í heild all vel. Þrjár
greinar bera af: greinar Arngríms
Þórs Gunnhallssonar, Sigrúnar Páls-
dóttur og Margrétar Agnar Rafns-
dóttur; sú fyrstnefnda fyrir fræðilega
nýjung; önnur fyrir víðtæka skírskot-
un og skemmtilega frásögn og sú
þriðja fyrir mjög nýstárlega og vel-
heppnaða framsetningu.
Tilvísun.
1. Stælt úr alþingisbréfi frá 1576, sbr. Alþingisbœkur íslands, 1. bindi,
320-323.
SAGNIR 89
i