Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 4

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 4
Litprentanir eftir málverkum Fyrir allmörgum ámm var ráÖizt í það bér aÖ gera nokkrar litprentanir eftir mál- verkum Ásgríms Jónssonar. Adunu roynd- irnar hafa verið prentaðar í Danmórku og urðu geysilega vinsœlar. Má enn víða sjá þessar myndir á veggjum, einkum úti á landi, og eru pœr víða eina híbýlaprjðin í stássstofum, ef mannamyndir eru ekki tald- ar 'i feim flokki. Helgafell hefir nú náð samningum við flesta hina kunnustu málara okkar, eldri og yngri, um grentun mynda eftir þá, í stcerðum sem hœfa venjulegum stofuveggj- um. Fyrsta myndin, Matarhlé eftir Gunn- laug Scheving, er nú fullprentuð og hefst sala á henni um leið og þetta hefti Nýs Helgafells kemur til áskrifenda, en mynd- irnar verða afhentar í júltmánuði eða fyrr. Af hverri mynd verða aðeins prentuð 500 eintók til sölu hér innanlands, og eru öll tölusett og árituð af listamanninum sjálf- um. Af þessari tölu mun allt að helming- ur fara í skóla, opinber söfn og einkafyrir- tæki, sem skipti eiga við erlenda menn, en 250—300 myndir verða seldar einstak- lingum. Verður sölufyrirkomulagið þann- ig, að myndirnar eru afgreiddar beint frá afgreiðslu tímaritsins til sjálfra kaugend- anna, og getur enginn fengið nema eitt eintak, og aðeins einn maður í hverjum hrefgi eintak af hverri mynd, og fær sá sem fyrstur hefir lagt inn pöntun. Þó verða allt að 3—1 o eintók seld í stærstu bæina og nokkru fleiri i Reykjavik. Myndin sem fullgrentuð hefir verið, er í sömu stærð og frummyndin, 60x75 cm-> °i verða all- ar myndirnar í svipaðri stærð. Verð hverr- ar myndar er kr. 4.00,00 án ramma. Þeir sem fanta málverk verða að taka fram eftir hvaða málara þeir óska að fá myndir. Þær verða sendar óinnrammaðar nema tekið sé fram að þær eigi að vera i rómmum. Munu listamennirnir sjálfir velja rammana og verða þeir reiknaðir á kostnaðarverði. Prýðið íslenzk heimili með íslenzkum málverkum. Pantanir sendist til Nýs Helgafells, Box 263. (Einnig má panta í síma eða með símskeyti).

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.