Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 26

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 26
72 NÝTT HELGAFELL ,,Meginstefna í utanríkismálum''. 1 lok fyrirspumanna er hugleiðing um það, að „þorri Islendinga" þurfi að „finna gmnd- völl til samstarfs fyrir ákveðinni meginstefnu í -utanríkismálum", og jafnframt sagt, sem rétt er, að slíkt mundi „styrkja íslenzkan mál- stað erlendis". Eins og ég hef rakið hér að framan, tel ég, að þessi „meginstefna í utanríkismálum" hafi þegar verið mörkuð af „þorra fslend- inga". Þessi meginstefna er ákveðin með fyllstu tillitssemi við nábúa okkar og af vilja til góðrar sambúðar, en mörkin dregin þann- ig, að sjálfstæði okkar, menning og sjálfsvirð- ing sé ekki skert. Við viljum, eins og ég sagði fyrr, virða rétt annarra þjóða og standa við gerða samninga út í æsar. Sjálfstæði okkar sjálfra byggist á því, að samningar milli þjóða séu virtir. Þess vegna — og vegna rótgróinnar virðingar þjóðarinnar fyrir samn- ingum — eigum við að verða síðastir allra þjóða til þess að rjúfa samninga. En jafn- framt eigum við að standa fast á því — og helzt sem einn maður, að aðrar þjóðir virði okkar rétt og þá samninga, sem þær hafa við okkur gert. Ef við stöndum saman um þessa stefnu, mun okkur vegna vel, þótt það kunni að kosta einhverja erfiðleika í bráð. Hættan fyrir sjálfstæðar þjóðir stafar oftast innan frá. Saga þjóðanna sannar það. Okk- ar eigin saga sýnir, að sjálfstæði okkar glöt- uðum við vegna þess, að íslenzkir menn gengu erinda ásælinna erlendra konunga gegn hagsmunum Islendinga. Þessi öfl efldu hinir erlendu konungar til valda á Islandi. Ef að sú hætta vofir ekki yfir Islandi, mun- um við yfirstíga hinar, sem utan að kunna að koma. Þess vegna skulum við „styrkja íslenzkan málstað erlendis'' — og innanlands, með því, að „þorri Islendinga" standi saman um þá „meginstefnu í utanríkismálum", sem þegar hefur verið mörkuð, eins og ég tel mig hafa sýnt. Ólafur Thors: Stefnu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismál- um er lýst í fáum orðum í ályktun síðasta landsfundar: ,,A hverju sjálfstæðu ríki hvílir sú frum- skylda að leggja af mörkum svo mikið, sem það megnar, til að tryggja eigið öryggi og almennan frið. Vegna allrar aðstöðu geta Islendingar ekki fullnægt þessari skyldu, nema með samvinnu við aðrar þjóðir. Slík samvinna er Islend- ingum því ómissandi og ber sérstaklega að leggja áherzlu á þcctttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu Norð- urlandaþjóðanna og í varnarsamtökum hinna vestrænu lýðræðisríkja, Norður- Atlantshafsbandalaginu". Þessi stefna er svo skýrt mörkuð, að ekk- ert getur farið milli mála. Þér segið í bréfi til mín, að það sé ekki sérstakt áhugaefni yðar að heyra álit manna á „þeim málum, sem nú eru efst á baugi'' svo sem herstöðvarmálinu. En það er ein- mitt sérstakt áhugaefni mitt, að lýsa afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessara mála. Það er ekki nóg að marka rétta stefnu á pappírn- um, ef menn hafa ekki einurð og dug til þess að fylgja henni eftir. Og í vamarmál- unum kemur greinilegast í ljós munurinn á afstöðu Sjálfstæðisflokksins og annarra ís- lenzkra stjórnmálaflokka til samstarfs við aðrar frjálsar þjóðir. Árið 1949 voru Islendingar meðal stofn- enda NATO og tóku í því sambandi á sig ýmsar kvaðir, sem þó voru minni en ann- arra, vegna sérstöðu landsins. M. a. var

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.