Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 28
74
NÝTT HELGAFELL
þjóða í heild, til réttlætingar þátttöku Islands
í Atlantshafsbandalaginu. Þá er viljandi
dregin fjöður yfir það, að ekki einu sinni
Norðurlandaþjóðir, hvað þá allar þjóðir
Vestur-'Evrópu, hafa sameiginlega utanríkis-
stefnu. Svíar halda t. d. enn fast við hlutleysi
sitt og standa utan hvers konar hernaðar-
bandalaga, og sama máli gegnir um Sviss
og frland. Hver þessara þjóða um sig hefur
markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu og læt-
ur hvorki draga sig í dilk austurs eða vest-
urs.
Þjóðvarnarflokkur íslands telur það grund-
völl íslenzkrar utanríkisstefnu, að þjóðin lýsi
á ný yfir hlutleysi sínu í hemaðarátökum og
hafni þátttöku í hvers konar hernaðarbanda-
lögum. A þeim grundvelli sé mörkuð sjálf-
stæð íslenzk utanríkisstefna, byggð á íslenzk-
um hagsmunum og íslenzkum viðhorfum.
Ekki þarf að taka fram, að flokkurinn telur
þetta ekki jafngilda einangrun landsins, enda
aðhyllist hann engan veginn slík sjónarmið.
Þátttaka fslands í virku alþjóðlegu samstarfi
og vinsamleg skipti við allar erlendar þjóðir
eru ekki aðeins sjálfsögð, heldur beinlínis
óhjákvæmileg. Liggur það svo í augum uppi,
að óþarft er að ræða nánar.
Afstaða flokksins til hins erfenda hers, sem
tekið hefur sér bólfestu í landinu, er svo
kunn, að óþarfi er að ræða hana hér, svo og
hverjar hættur, bæði þjóðernislegar og efna-
hagslegar, flokkurinn telur samfara lang-
vinnri hersetu í landinu, enda yrði það naum-
ast gert í svo stuttu máii, sem hér er til ætlazt.
HAUSTVÍSA
Vér segjum óðar viS þig
og stimriS fer aS HSa:
Ó, móSir okkar allra
er eftir nokkru aS btSa:
aS kaufa örfá ár
fyrir ólífisbjartasár,
fyrir iSjuleysi og ólund,
já, er þaS ekki sólund
á dauSans kostakjörum
aS kaufa oss strax í dag
— meS hálfnaS t hálsi lag
og hálfsögS orS á vörum —
eitt hreinlegt hjartaslag.
D.