Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Page 34

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Page 34
80 NÝTT HELGAFELL Jafnvel slagorðin, sem árásarmaðurinn dá- leiddi fórnarlömb sín með, voru hin sömu og nú. Hitler var verndari friðarráðstefnu þýzkra og franskra uppgjafahermanna, sem andmæltu samsæri vopnasala og hernað- arsinna auðvalds-lýðræðisins í Wall Street. Landflótta andstæðingar nazista, sem töluðu um fangabúðir Hitlers og árásarfyrirætlanir hans, voru sagðir haldnir ofsóknaræði og taldir vilja æsa til hryðjuverka og haturs milli þjóða. Nákvæmlega sömu sökum eru eftirmenn þeirra, rússneskir flóttamenn og fyrrverandi kommúnistar, bornir í dag. Bara að hægt væri að þagga niður hrakspár þeirra og harmagrát, þá myndi allt leika í lyndi! Eftir hverja árás sína þóttist Hitler fullur af friðarvilja, og menn tóku þessum loddaraskap á áþekkan hátt og þeir tóku samsvarandi brögðum Stalins og Malenkovs. Menn, sem vöruðu við slíkum þorparaskap, voru sakaðir um að grafa af ásettu ráði und- an möguleikum til friðsamlegs samkomu- lags. A þessum árum voru það ekki Banda- ríkin, sem voru sökuð um stríðsæsingar, heldur Frakkland. Eitt sinn er Duff Cooper her- málaráðherra hélt ræðu, þar sem hann lagði mikla áherzlu á vináttu Breta og Frakka, varð hann fyrir árásum Verkalýðsflokksins í báðum deildum brezka þingsins. Attlee benti á, að „þvílík vinmæli við eina þjóð komi öðrum þjóðum (þ. e. Þýzkalandi) til að furða sig á, hversvegna sé ekki talað við þær í sama vinartón". Og þegar hersveitir Hitlers fóru inn í Rínarlönd (en undir eins á eftir bauð Hitler upp á 25 ára vináttusamn- ing), lagði franski forsætisráðherrann leið sína til Lundúna, og fékk sams konar við- tökur og bandarískir herforingjar hljóta nú í Frakklandi. Ymsir pólitískir sérfræðingar, sem voru engir vinir nazismans, vöruðu við því að gera of mikið úr hættu þeirri, er af honum stafaði. Þeir sögðu, að Þjóðverjar vildu aðeins innlima þýzk lönd eins og Rín- arlöndin og Saar, en þeir væru „alltof gáf- aðir" til þess að gleypa lönd með ólíkri menningu, eins og Tékkoslóvakíu, sem þeir gætu aldrei melt. Síðustu tíu árin höfum vér heyrt nákvæmlega sömu rökin varðandi fyrirætlanir Rússa í Mið- og Vestur-Evrópu. Árangurinn af öllu þessu var sá, að 1936 höfðu Belgir, Rúmenar og Júgoslavar tekið upp „hlutleysisstefnu", og þar með var graf- ið undan sameiginlegu öryggiskerfi, eins og verið er að grafa undan NATO nú í dag. Sálsjúkur maður, sem fremur alltaf sams konar yfirsjónir og vonar í hvert sinn að geta komizt undan afleiðingum þeirra, gerir það ekki af heimsku, heldur af því að hann er sjúkur. Eilífir unglingar Hinir róttæku ungu menntamenn í London, París og New York eru tiltölulega meinlítil manngerð. Oft á byltingahugur þeirra rót sína að rekja til uppreisnar þeirra á ungl- ingsárunum gegn foreldrum eða til einhverr- ar annarrar togstreitu, sem gerir menn um stundarsakir óánægða með heiminn. Eitt afbrigði þessarar manngerðar er al- gengt í Bandaríkjunum og Frakklandi, en aftur á móti sjaldgæft í Englandi: Ungi mað- urinn N. N. er fyrst eldheitur kommúnisti, en verður brátt fyrir vonbrigðum. Fer svo úr einni klíkunni yfir í aðra, er Trotskyisti, and- friðarsinni og svo koll af kolli. Öllu bram- bolti hans má líkja við það hreystiverk að rota flúguna með sleggju. Sígild dæmi þessa er Marxista-existentialistaklíkan, sem safnazt hefur um Sartre og þreytir þrotlausar deilur um keisarans skegg. Sálfræðingur mundi segja, að þessir klíkuriddarar þjáist af póli- tískri sifjaspellsduld. P. P . er af annarri sálgerð. Hann á í sí- felldu vafstri, er í sérhverju framfarafélagi, hefur upp rödd sína til þess að andmæla öllu ranglæti, hefur stutt öll góð málefni und- ir sólinni, en aldrei fengið neinu áorkað á jörðu hér. P. P. þjáist af pólitískri frygðarduld, hann er gæddur pólitískum ástríðum í of ríkum mæli. Þessi tegund sálsýki herjar að- allega á vinstri menn, því að í pólitískum skilningi eru þeir almennt of kynsterkir. Loks þjáist S. S. af pólitískri meinlætaduld. Hið minnsta ranglæti meðal hans eigin þjóð-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.