Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 11

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 11
FORSPJALL 5 inga eða að það ætti hér hlutverki að gegna, er réttlæti hinn mikla kostnað, sem í þyrfti að leggja- Allt annað virðist hafa ráðið úrslitum: sú skoðun, að íslendingar verði að fylgjast með tímanum á þessu sviði sem öðrum. Stórþjóðirnar hafa fengið sjónvarp, frændþjóðirnar eru að fá sjónvarp, þar af leiðandi verða Is- lendingar að fá það líka fyrr eða síð- ar. Þeir verða að dansa með, sýna, að þeir séu ekki eftirbátar annarra í tæknilegum framförum. Og sjá, seg- ir stjórn útvarpsins, vér leiðum yður inn í ríki framtíðarinnar En hvers virði er þessi forysta út- varpsins? Er það með þessu að leysa sem bezt það hlutverk, sem því er falið? Um ágæti sjónvarps hefur verið deilt', hvar sem það hefur náð fótfestu. Listrænt gildi þess hefur mjög verið dregið í efa, enda er fjarri því, að það hafi enn náð fullum þroska. Svo mikið er þó víst, að það er miklu erfiðara og kostnaðarsam- ara að reka gott sjónvarp en gott útvarp, sérstaklega yrði dýrt að gera net sjónvarpsstöðva, er næðu til hinna dreifðu byggða landsins, sem mestan ávinning gætu haft af slíkri dægradvöl. Hætt er við, að eina leið- in til að ráða við sjónvarp hér á landi væri að treysta að miklu leyti á er- lent efni, og væri þá verr farið en heima setið. Einnig er á það að líta, að því fer fjarri, að útvarpið hafi enn náð þeim þroska, beizlað svo þá hæfileika, sem völ er á til reksturs góðs útvarps, að tímabært sé að nema ný lönd og takast á hendur ný og vandasam- ari verkefni. Og þetta á ekki aðeins við um dagskrána heldur og ytri að- búnað útvarpsins. Enn er það hús- næðislaust og starfar við óviðunandi þrengsli, sem dýrt verður úr að bæta. Og enn verða íbúar heils landsfjórð- ungs að una við hlustunarskilyrði, sem telja má algerlega ófullnægj- andi. Er ekki stofnsetning sjónvarps við slíkar aðstæður beinn flótti frá veruleikanum, tilraun til þess að slá sig til riddara á hugsunarlausum eltingarleik við nýjungar í stað þess að leysa þau vandamál, sem brýn- ust eru á líðandi stund? LÍKLEGA HÁIR ekkert útvarpinu meira en hið algera stefnuleysi, sem virðist einkenna starfsemi þess. Það telur sig ekki hafa efni á að greiða svo vel fyrir dagskrárefni, einkum frumsamið efni, að það eigi völ hins bezta. Er því horfið í vaxandi mæli að alls kyns þáttum, mjög misgóð- um, þar sem upplestrar, hljómplötu- leikur og samtöl eru burðarásinn. Útvarpið gafst upp á að reka sinfón- íuhljómsveit og blandaðan kór vegna kostnaðar, en það telur sér ekki ofviða að ráðast í sjónvarp. Ekki skal sérstaklega um það sak ■ azt, þótt látið sé undan kröfum fjöld- ans um létt útvarpsefni. Það á að sjálfsögðu rétt á sér innan skynsam- legra takmarka, en jafnvel á þessu sviði verður að gera kröfur. Hið sí- vaxandi flóð íslenzkra dægurlaga, sem eflzt hefur mjög fyrir tilstyrk út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.