Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 28

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 28
22 HELGAFELL í því bili að Summers hætti hinu lang- vinna samtali og sneri sér að mannfjöld- anum, kom frú Hutchinson hröðum skref- um eftir veginum inn á torgið með peysu sína f'laksandi á herðum og smeygði sér inn í mannþröngina aftanverða. „Stein- gleymdi. hvaða dagur var í dag,“ sagði hún við frú Delacroix, sem stóð næst henni. „Hélt að karlinn minn væri úti að húsabaki að bera upp viðarköst, en leit svo út um gluggann og sá að krakkarnir vóru horfnir og mundi þá allt í einu, að það var tuttugasti og sjöundi og þaut af stað.“ Hún þerrði hendurnar á svuntu sinni, en frú Delacroix sagði: „Þú misstir ckki af neinu. Þeir eru enn að tala saman þarna við kassann.“ Frú Hutchinson teygði fram álkuna til að sjá yfir hópinn og kom nú auga á mann sinn og börn fremst í þyrpingunni. Hún drap fingri á handlegg frii Delacroix í kveðjuskyni og fór að troðast gegnum mannþröngina. Fólkið opnaði góðfúslega skarð til að hleypa henni í gegn: einhverjir kölluðu út í hópinn: „Hérna kemur hún frú Hutchin- son“ og „Bill, hún er komin.“ Frú Hutchin- son komst alla leið til manns síns, en Summers, sem hafði hinkrað við, ávarpaði liana glaðlega: „Eg var farinn að halda, að við yrðum að vera án þín, Tessie.“ „Ekki gaztu ætlazt til, að ég færi að hlaupa frá uppþvottinum, Joe,“ svaraði frú Hutchin- son brosandi og fólkið smáhló að þessu, en geilin lokaðist á eftir henni. ,,Núnú,“ sagði Summers alvarlega, „ætli við verðum ekki að fara að byrja og láta hendur standa fram úr ermum. Er nokkur fjarstaddur?“ „Dunbar,“ kölluðu ýmsir, „Dunbar, Dunbar.“ Summers leit í skrána. „Clyde Dunbar,“ sagði hann. „Rétt er það. Hann fótbrotnaði, er ekki svo? Hver dregur fyrir hann?“ „Það er víst ég,“ sagði konurödd. „Kona dregur fyrir bónda sinn,“ sagði Summers. „Áttu ekki uppkominn son til að draga fyrir þig, Janey?“ Summers vissi mæta vel um þetta og allir þorpsbúar, en happdrættisstjóra bar skylda til að gera fonnlega fyrirspurn. Summers hlýddi á svar konunnar með hæverskri eftirvænt- ingu. „Horace er ekki nema sextán,“ sagði frú Dunbar í afsökunartóni. „Ég verð víst að hlaupa í skarðið fyrir manninn minn í ár.“ „Rétt er það,“ mælti Summers. Hann merkti við á listanum og spurði síðan: „Dregur sonur hans Watsons í ár?“ Há- vaxinn piltur langt inni í þrönginni rétti upp hönd: „Hér,“ sagði hann, „eg dreg fyrir mömmu og mig.“ Hann drap tittlinga mjög feiminn í bragði og leit niður fyrir sig því að menn vóru að kalla hitt, og þetta til hans: „Gott hjá þér Jack“ og „Vænt um að móðir þín hefir karlmann til að draga fyrir sig.“ „Nú,“ sagði Summers, „ætli það séu ekki allir komnir? Er Warner gamli hér?“ „Hér,“ var svarað. Summers kinkaði kolli. Hann ræskti sig og leit í slcrána, en um leið sló þögn á mannfjöldann. „Tilbúin?“ kallaði Summers. „Eg les nú upp nöfnin — fyrst fjölskyldufeður. Karl- mennirnir eiga að koma hingað og taka miða lir kassanum. Geymið miðann saman- brotinn í hendinni, þangað til allir eru bún- að draga. Allt í lagi?“ Fólkið hafði tekið þátt í þessari athöfn svo oft, að það hlustaði varla á reglurnar; flestir þögðu, brugðu tungu á varir sér, vöruðust á líta hver á annan. Summers rétti upp hönd og kallaði: „Adams.“ Mað- urinn gekk fram úr þrönginni. „Sæll, Steve,“ sagði Summers, og Adams svaraði: „Sæll, Joe.“ Þeir brostu hvor til annars, en það vóru gamanlaus og vandræðaleg bros. Adams seildist ofan í kassann og tók upp samanbrotinn miða. Hann hélt mjög fast í horn miðans. Svo sneri hann sér við og gekk aftur inn í hópinn, en nam staðar ofurlítið álengdar við fólk sitt. Ekki varð honum litið niður á hönd sína. „Allen,“ sagði Summers. „Anderson . . . Bentham.“ j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.