Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 12
6 HELGAFELL varpsins er ekki fyrst og fremst hvim- leitt, vegna þess að þetta er léttmeti, heldur vegna hins, að samning margra þessara laga og flutningur er með þeim ósköpum, að stórhættu- legt verður að teljast fyrir tónlistar- uppeldi og smekk þjóðarinnar. Út- varpið kemst ekki hjá því að blanda saman léttu og þungu efni, en til hvort tveggja verður að vanda, svo sem kostur er. Jafnvel hin ómerki- legasta grein skemmtilistar öðlast nokkurt gildi, ef vel er á haldið. Hins vegar er ekkert jafn eyðileggjandi fyrir smekk og reyndar alla menn- ingu eins og kunnáttuleysi, trassa- skapur og fúsk, í hverju sem er. Það var ekki ætlunin að ræða hér ýtarlega um starfsemi útvarpsins, enda yrði það langt mál, en eitt dæmi skal þó tekið ennþá. Að und- anförnu hefur farið að bera mjög á'. því í útvarpinu, að dagskráratriði væru notuð til þess að auglýsa ýmiss konar varning, sem á boðstólum er. Þar er skemmst að minnast þáttar útvarpsstjóra, Á bókamarkaðinum, þar sem útgefendum var gefinn kost- ur á að koma fram og bera, ef þeim svo sýndist, órökstutt hól á bækur sínar, forlög og sjálfa sig, og var sumt af því miður smekklegt Enn meira hefur borið á þessu í sam- bandi við suma hinna mörgu þátta, sem fluttir eru að staðaldri. Þar er orðið mjög í tízku að veita alls konar verðlaun fyrir lausn þrauta og eitt og annað. Verðlaun þessi eru und- antekningarlaust gjafir frá einhverj- um fyrirtækjum, sem þannig fá ódýra auglýsingu fyrir vöru sína, enda hlaða forstöðumenn þáttanna oft óspart lofi á þau fyrir rausnina og lýsa gjöfunum fagurlega. Enginn munur er á þessu frá sjónarhóli hlustenda og venjulegu auglýsinga- útvarpi á ameríska vísu. En frá bæjardyrum útvarpsins sjálfs lítur það öðru vísi út. Smám saman, að því er virðist án nokkurrar hugsun- ar eða stefnu, hefur auglýsingastarf- semi fengið inngöngu í hina al- mennu dagskrá og ekki aðeins ókeypis heldur á þann hátt, að opið liggur við misnotkun af hendi þeirra, sem við útvarpið starfa. Ekki má láta reka lengur á reiðanum í þess efni. Annað hvort verður að stöðva þessa misnotkun hinnar hlutlausu dag- skrár eða taka markvisst upp aug- lýsingaútvarp, og kemur það sann- arlega til greina. Fá mætti auglýs- endum í hendur dagskrártíma gegn hæfilegri leigu til þess að útvarpa léttu skemmtiefni og tónlist. Mundi það létta fjárhagsbyrði þessa efnis að miklu leyti af herðum útvarpsins en jafnframt gefa í aðra hönd tekjur til að vanda þeim mun betur til hinna mikilvægari þátta dagskrár- innar. SÍFELLT KVEÐA við raddir vand- lætingar vegna alls kyns ómenning- ar, sem yfir landið flæðir, svo sem sorprita, jazz og rock and roll, og er þá oftast krafizt algerrar útrýmingar og banns. Vér erum eindregið þeirr- ar skoðunar, að forðast beri í lengstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.