Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 45

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 45
BÓKMENNTIR 39 kell dregur saman í eina setningu höfuð- muninn á þessum tveim gerðum: Hið þer- sónulega hefur þokað fyrir hinu algilda mannlega. Bjöm K. Þórólfsson skrifar um Vælugerð- isdóm Brynjólfs biskups Sveinssonar, og Magnús Már Lárusson um námskostnað á miðöldum. Af grein Magnúsar verður glöggt ráðið, hve nám í íslenzkum skólum var dýrt, enda hefur það átt sinn þátt í að auka jarð- eignir kirkna og klaustra, eins og Magnús bendir á. Halldór Halldórsson ræðir um leggi og skauta. Rekur hann orð og orðasambönd, sem tíðkazt hafa um þessar íþróttir, og veitir þetta nokkra vitneskju um íþróttirnar sjálfar. Grein Halldórs Hermannssonar um sögu- lega staði er þörf ádrepa um verndun sögu- staða, þótt hætt sé við, að margir verði höf- undi ósammála. Halldór ræðir tvo staði: Þingvelli og Reykholt. Minnir hann okkur á þá furðulegu ósvinnu, að heildsalar og stjómmálamenn hafa byggt sér sumarbú- staði á Þingvöllum. Það hefur verið mörg- um Islendingi raunaleg sjón að sjá spjöll peningavaldsins á þeim helga stað. Og Halldór er engu myrkari í máli um Reyk- holt. Bendir hann á þá lítilsvirðingu, sem Norðmenn sýndu Snorra með því að birta mynd af ístmbelg yfir nafni hans í Heims- kringlu. Um minnisstyttu Snorra í Reyk- holti segir Halldór: „Og þar stendur hún enn í dag, ekki sem minnismerki um Snorra, heldur sem minnismerki um lítilþægni Is- lendinga að þiggja að gjöf útlenda fals- mynd af þeirra frægasta manni. Engin mynd er til af Snorra frá fyrri tímum, jafnvel eng- in lýsing á því, hvemig hann leit út. Sér- hver verður því að gera sér í hugarlund, hvernig hann var, með því að lesa vand- lega það, sem hann hefur skrifað, og það, sem um hann hefur verið skrifað, en það hefur gert mest og bezt Sigurður Nordal ..." Þótt grein Halldórs komi lesanda á óvart í slíku riti sem þessu, þá er mikill fengur að áminningu hans. I grein hans kemur fram mat á menningarlegum verðmætum, en fræðimönnum hættir oft til að stunda fræðin vegna íþróttarinnar einnar saman og gleyma almennu gildi þeirra. Enginn getur neitað því, að heiti bókarinn- ar Nordælu og tilefni hennar er hvort tveggja göfugt. Bókin dregur nafn af Sigurði Nordal og er gefin út til að minnast sjötugsafmælis hans. Hún er nokkurs konar afmælisgjöf ís- lenzkra fræðimanna handa helzta ritskýr- anda og andlega leiðtoga Islendinga á þess- ari öld. En bókin ber, eins og vænta má, meira vitni um gefendur en þiggjanda. Af lestri sumra greinanna hlýtur manni að detta í hug, að höfundar þeirra hafi notað tilefni bókarinnar sem afsökun til að koma rannsóknum sínum á prent. Hin smásmugu- lega ritgerð Jóns Helgasonar um handrit Egils sögu á naumast heima í slíku riti, þótt gott sé að hafa rannsóknir hans á prenti. Og viðfangsefni sumra greinarhöfunda eru heldur smávægileg, þótt hér verði ekki rak- ið. En allt um það er mikill fengur að ritinu í heild. Hermann Pálsson. Grundvallarrit í íslenzkri fornfræSi Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi. Bókaút- gáfan Norðri, 1956. Það virðist vera mannleg tilhneiging að gera meira úr miklu og minna úr litlu. Þessa hefur gætt nokkuð í viðhorfi Islendinga til íslenzkra fomminja. Samtímis því sem þeir hafa fram á síðustu ár ofmetið gildi fornbókmennta sinna sem heimilda um menningu og lifnaðarhætti á fyrstu öldum Islandsbyggðar, hefur það æ kveðið við, hversu fátækir þeir séu að öllu öðru, er minni á forna frægð. Hið mikla rit Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé, skipar íslenzkum fornminjum í þann sómasess, sem þeim ber, en setur þær ekki skör hærra. Það er einn af kostum bókarinnar, hversu réttsýnn höfundur hennar er á gildi fomminja og fræðigreinar sinnar. Hann er ekki haldinn þeirri méinloku margra vísinda- manna, að telja sína fræðigrein öðmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.