Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 26

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 26
Smásaga eftir SHIRLEY JACKSON Morguninn 27. júní var bjart veður og sólskin og ferskur hásumarylur í lofti. Blóm vóru hvarvetna sprottin út og djúp grænka í grasi. Þorpsbúar fóru að safnast saman á torgið milli pósthússins og bank- ans um tíuleytið: sumar borgir vóru það mannmargar, að happdrættið stóð í tvo daga og varð að byrja hinn 26., en í þessu kauptúni bjuggu eitthvað 300 manns, svo að athöfnin stóð ekki lengur en tvær stundir; hún gat byrjað klukkan tíu og allir verið búnir að ijúka sér af og komnir heim fyrir mat. Börnin komu fyrst á vettvang eins og gefur að skilja. Vorprófum var nýlokið, svo að þau voru ennþá á báðum áttum; þau hnöppuðu sig þögul stundarkorn, áður en þau byrjuðu að ærslast, og töluðu um skólann og kennarann, um lestur og snupr- ur. Bobby Martin hafði troðið grjóti í vasa sína, og bráðlega fóru aðrir strákar að dæmi hans; þeir tíndu sér sléttustu og koll- óttustu steinana. Bobby og Harry Jones og Dickie Delacroix báru saman stóreflis grjóthrúgu á einu liorni torgsins og vörð- ust þar ránsferðum hinna. Telpurnar stóðu álengdar og vóru að stinga saman nefjum, en litu öðru hverju um öxl til drengjanna; smábörnin kútveltust í rykinu, ellegar þau hengu á systkinum sínum, sem eldri vóru. Ekki leið á löngu, áður en karlmennirnir tóku að hópa sig: þeir gáfu börnum sínum auga, en spjölluðu um sáningu og úr- komu, dráttarvélar og skatta. Þeir stóðu í þyrpingu nokkuð álengdar við steina- hrúguna, smágerðu að gamni sínu og brostu dálítið en hlógu sem minnst. Konur í snjáðum morgunkjólum og hnappapeys- um komu eilítið á eftir mönnum sínum. Þær heilsuðust og spurðust tíðinda á leið til bænda sinna, en staðnæmdust. síðan þögular við hlið þeirra. Bráðlega fóru þær að kalla á börn sín, en þau gegndu illa, svo að þær urðu að kalla oft. Bobby Martin smaug hlæjandi undir handlegg móður sinnar, þegar hún ætlaði að grípa hann, og hljóp aftur að grjóthrúgunni. Faðir hans kallaði til hans höstuglega og Bobby kom um hæl og staðnæmdist milli föður síns og elzta bróður. Happdrættinu — og sömuleiðis þjóð- dönsunum og ungmennafélaginu — stýrði Summers; hann var atorkumaður og mátti vera að sinna félagsstörfum. Hann var búlduleitur glaðværðarmaður og átti kola- — Shirley Jackson er handarískur höf- undur og hefir einkum sknfað smá- sögur í hið ágœta tímarit, The New Yorker. Happdrættið (The Lottery) birtist þar fyrir nokkrum árum (1947) í fyrsta sitmi. --------------------—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.