Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 29

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 29
HAPPDRÆTTIÐ 23 „Það er eins og hvert happdrættið reki annað núorðið,“ sagði frú Delacroix við frú Graves; þær stóðu at'tarlega. „Mér finnst eins og það séu ekki nema nokkrir dagar síðan síðast.“ „Þetta er ekki lengi að líða,“ sagði frú Graves. „Clark . . . Delacroix.“ „Þarna fer minn maður,“ sagði frú Dela- croix og stóð á öndinni. „Dunbar,“ sagði Summers og frú Dun- bar lagði af stað. „Farðu bara, Janev,“ sagði ein, og önnur kallaði: „Þarna fer hún.“ „Við erum næst,“ sagði frú Graves. Hún sá mann sinn koma að kassanum frá hlið og draga. Þegar hér var komið höfðu marg- ir lokið sér af og um allan hópinn stóðu menn, sem fjölluðu stórum höndum um litla miða, órólegir í bragði. Frú Dunbar stóð hjá sonum sínum tveimur og hélt sjálf á miða sínum. „Harburt .. . Hutchinson.“ „Komdu þér á stað, Bill,“ sagði frú Hutchinson, og fólk hló, það sem næst stóð. „Jones.“ Warner gamli stóð hjá Adams. „Eg heyri sagt, að þeir séu að tala uin að leggja niður happdrættið þarna fyrir norðan,“ sagði Adams. Warner fnæsti við: „Fáráðlingar,“ sagði hann. „Það er eins og ómögulegt sé að gera unga fólkinu til hæfis. Upp á hverju skyldi það taka næst? Fara að búa í gjótum aftur, hætta að vinna og hafa það þann- ig um stund. Ætli við förum ekki bráð- um að lifa á lúsamulningum og arfa- stöppu? Við höfum alla tíð haft happ- drætti,“ bætti hann við keipóttur. „Er ekki nóg á mann lagt að þurfa að hlusta á hann Joe hérna Summers vera að grínast við fólk?“ „Sums staðar er nú samt búið að leggja bappdrættið niður,“ sagði frú Adams. „Það hefur ekkert nema illt í för með sér að leggja niður happdrætti,“ sagði Warner og lét sig hvergi. „Þetta er fífla- skapur allt saman.“ „Martin.“ Bobby Martin horfði á föður sinn ganga fram. „Overdyke .. . Perry.“ „Eg vildi þeir færu að flýta sér,“ sagði frú Dunbar við son sinn. „Eg vildi þeir færu að flýta sér.“ „Þeir eru nú að verða búnir,“ svaraði sonur hennar. „Vertu til að hlaupa heim og láta pabba vita,“ sagði frú Dunbar. Summers kallaði upp sitt nafn og gekk síðan að kassanum eins og vera bar og tók sér miða. „Warner,“ kallaði hann. „Þetta er sjötugasta og söunda árið, sem ég er með í happdrættinu,“ sagði hann um leið og hann gekk fram. „Sjötugasta og sjöunda sinn.“ „Watson.“ Drengurinn stiklaði álappa- legur fram úr þyrpingunni. „Kærðu þig ekkert, Jack,“ sagði einhver. „Hafðu þína hentisemi vinur,“ sagði Summers. ,,Zanini.“ Nú varð þögn, ofvænisþögn, þangað til Summers rétti sinn miða á loft og sagði: „Jæja, piltar.“ Andartak biðu menn kyrrir, áður en þeir opnuðu miðan. I þeirri svip- an fóru allar konurnar að tala í einu hljóði: „Hver er það?“ „Hver er með hann?“ „Er það Dunbar?“ „Watson?“ „Það er Hutch- inson.“ „Það er Bill,“ sögðu nú margar raddir í senn. „Bill Hutchinson er með hann.“ „Farðu og segðu föður þínum það,“ sagði frú Dunbar við son sinn. Menn fóru að hnika sér til, svo að þeir gætu séð framan í Hutchinsons-fólkið. Bill Hutchin- son stóð kyrr og starði á iniðann í hendi sér. Allt í einu hrópaði Tessie Hutchinson til Summers: „Þú rakst á eftir honum. Hann fékk ekki ráðrúm til að velja eins og hann vildi. Eg sá til þín. Þetta vóru rangindi.“ „Ekki vera félagsskítur, Tessie,“ kallaði frú Delacroix. „Það vóru sömu líkurnar hjá öllum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.