Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 33

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 33
LEYNDARRÁÐSTJÓRN 27 var skipuð nefnd ein mikil, sem ekki er í frá- sögur færandi. Var henni það hlutverk ætlað að semja nýja skipan á úthlutun listamanna- launa, en óvíða hefur höggormstunga kunn- ingsskaparins reynzt skæðari en á þeim vettvangi. Ekki munu tillögur nefndarinnar, sem formaður hennar gerði grein fyrir ný- lega, þykja bera mikinn vott vizku eða hetjuskapar, utan þessi eina tillaga, sem hér mun gerð að umræðuefni. (Það er líka augljóst, að nefndin gerir sér enga grein fyrir mikilvægi hennar og frumleik.) Önnur grein tillagna nefndarinnar skýrir frá því, hversu kjósa skuli í svokallað list- ráð, og fer hér á eftir orðrétt, meginkafli greínarinnar, og vil ég biðja lesendur að hyggja vandlega að: „1. flokkur sé skipaður 12 mönnum ævi- langt/ og mynda þeir listráð. Til þess sé í fyrsta sinn kosið af 12 manna kjörráði, er skal svo skipað, að menntamálaráðherra, háskólaráð Háskóla Islands og Menntamála- ráð, kjósa hvert um sig til þess 4 menn. . . Þessir aðilar tilkynna kosningaúrslit í ábyrgðarbréfi til ráðuneytisstjóra dómsmála- ráðuneytisins, er skipar kjörstjórn kjörráðs og listráðs ásamt menntamálaráðherra og skrifstofustjóra Alþingis. Óheimilt er kosn- ingaraðilum og kjörstjórn að láta uppi við aðra, hvernig kosning féll. . . . Kjörstjórn sendir í ábyrgðarbréfum tilkynningar þeim, sem til kjörráðs voru kosnir, en þeir séu bundnir um það þagnarskyldu. . . . Hver hinna 12 kjörmanna kýs síðan 12 menn til listráðs og sendir ráðuneytisstjóra dómsmála- ráðuneytisins atkvæði sín í ábyrgðarbréfi. Kjörstjóm telur atkvæði. Em þeir 12 menn rétt kjörnir til listráðs, sem flest atkvæði hlutu. . . . Að lokinni kosningu gefur kjör- stjórn út kjörbréf þeim til handa, sem kosnir vom til listráðs. Kjörstjórn gefur út opinbera hlkynningu um, hverjir kosningu hlutu til listráðs, án þess að geta atkvæðafjölda, hverjir skipuðu kjörráð og fulltrúar hverra þöir voru." Eins og lesendur sjá, er margt með óvenju- legum hætti í þessari kosningatilhögun. Lagt er til, að kosningin til listráðs, verði fengin í hendur sérstöku leynilegu kjörráði. Á að halda því leyndu um aldur og ævi, hverjir hafi skipað kjörráð, og jafnvel kjörráðsmenn sjálfir skulu ekki hafa hugmynd um það, hverjir séu meðráðsmenn þeirra. Þeir verða því að taka ákvörðun sína einir í augliti hins hæsta dómara. Og hversu sem til tekst um val listráðsmanna, geta menn ekki beint örvum vandlætingar sinnar gegn neinum sérstökum, og enginn getur sett þvingu kunn- ingsskaparins á kjörráðsmenn, því að þeir eru óþekktir og óþekkjanlegir, svo að úrslit kosninganna koma sem véfrétt af himnum ofan. Það er sannfæring mín, að þessi mikla hugmynd opni útsýn fram á veginn til full- komnunar: veg hins ósýnilega stjómarfars. Ég sé fyrir hugskotssjónum framtíðarríkið, þar sem allar veigamiklar ákvarðanir eru teknar af leynilegum ráðum og þingum, sem ósnortin eru af þeim veikleika og hlut- drægni, sem svo mjög hrjáir okkur hér í landi kunningsskaparins. Er hér ekki gam- all draumur spekinganna um ríki réttlætis- ins að rætast? Og kannske var það einmitt þetta, er Marx átti við, þegar hann spáði því, að ríkið mundi visna og hverfa loks með öllu. Áður en lengra er haldið vil ég velja hin- um ósýnilegum ráðum gamalt og gott nafn og kalla leyndarráð, en hið nýja stjómarfar leyndarráðsstjóm. Vænti ég þess, að þeir Vilmundur Jónsson og Halldór Halldórsson leggi blessun sína á nafngift þessa. Tillaga nefndarinnar kemur fram á heppi- legum tíma, þar sem enn er ólokið endur- skoðun stjómarskrárinnar. Er svo að heyra sem allir flokkar séu óðfúsir að hraða samn- ingu nýrrar stjómarskrár, en hins vegar virðist hafa verið skortur á raunhæfum til- lögum, er stjómarskrárnefnd gæti tekið til athugunar. Vil ég því eindregið leggja til, að hún taki leyndarráðsstjóm þegar til ræki- legrar umræðu. Til að koma málinu frekar áleiðis mun ég hér á eftir ræða nokkur helztu einkenni hins nýja stjómarfars og benda á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.