Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 47

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 47
BÓKMENNTIR 41 mér til að finna eitthvað smávegis að bók- inni hreint tæknilega að því leyti er viðvíkur hlutverki hennar að vera aðgengilegt heim- ildarit um íslenzkar víkingaaldarminjar. Ég get t.d. sem landfræðingur með nokkra nasa- sjón af kortum og þýðingu þeirra gagnrýnt það, hversu lítið er af kortum í bókinni. Þetta rýrir ekki svo neinu nemi gildi hennar sem vísindarits, en það rýrir gildi hennar sem uppsláttarbókar, einkum fyrir erlenda fræði- menn, sem fyrir löngu eru búnir að læra það, sem íslenzkir fræðimenn eiga flestir ólært enn: að notfæra sér kort, þar sem því verður við komið. Fyrir utan nokkur risskort af afstöðu kumla, eru aðeins tvö kort í bók- inni. Tuttugu hefði verið nær lagi. Þar eð fundarstaðir kumlanna eru ekki nema 123, hefði verið hægurinn hjá að setja þau öll á kort með númeri við hvert og eitt, hinu sama og er í kumlatalinu. Það kort af fundar- stöðum kumla, sem í bókinni er, er þó miklu betra en ekkert og raunar ágætt dæmi þess, hversu þýðingarmikil kort eru til glöggvunar og almenns yfirlits. Þau geta verið á við margar textasíður og orðið tilefni margra hugleiðinga. Svo er um þetta kort. Sumum af þeim spurningum, sem það vekur, er svarað í bókinni, t.d. þeirri, hversvegna svo áberandi margir fundarstaðir kumla eru í Rangárvallasýslu. Svarið er: uppblásturinn. Af 21 fundarstað þar hefur 15, eða 71%, blásið upp. En öðrum spurningum er erfið- ara að svara. Hvemig stendur t.d. á hinum mikla mun á tölu kumlafunda í Borgafjarðar- héraði og Fljótsdalshéraði. Þessi héruð eru þó næsta lík um margt, landslag, jarðveg og sjálfa strúktúr byggðarinnar, og hafa að öllum líkindum lengst af verið svipuð um þéttbýli. Gaman hefði verið, svo nefnt sé dæmi, að setja á kort öll þau kuml, þar sem áttahorf líkanna eru kunn, og sýna þau áttahorf með örvum. Myndi það m.a. hafa verið til glöggvunar um það, hvort landslag eða stefna til sjávar hafi ráðið hér nokkru um. Æskilegt hefði einnig verið að sýna á smá- kortum fundarstaði ýmissa þeirra tegunda forngripa, sem um er rætt, kúptra nælna, þríblaða nælna o.s.frv. Án korts er bæði seinlegra og erfiðara, einkum fyrir útlend- inga, að átta sig á dreifingu þessara hluta. Frá sjónarmiði almennra íslenzkra les- enda, sem lítt þekkja til fomminjafræði, hefði verið æskilegt, að í bókinni hefðu verið mynd- ir af sumum þeim útlendu gripum, sem samanburður er gerður við, svo að þeir gætu með eigin augun gert þennan samanburð. En myndirnar eru svo margar í bókinni, eða nær 200, að skiljanlegt er, að höfundi eða forlaginu hafi ekki þótt þar á bætandi. Ann- ars hefur Norðri ekkert sparað til að gera bókina vel úr garði bæði um pappír og prentun ag frágang allan, og viðurkenning- arverð er sú hugulsemi við kaupendur með óbrjálaðan smekk um útlií bóka, að hafa ekki allt upplagið svart á kili. Þessir svörtu bókakilir, meira eða minna útbíaðir af falskri gyllingu, em sannkölluð plága hérlendis. —o— Þrátt fyrir hina gleðilega miklu bókaút- gáfu á Islandi, er það fremur sjaldgæfur við- burður, að út komi bók, sem fullyrða má um, að hún muni um langan aldur verða talin grundvallarrit. Doktorsritgerð Kristjáns Eld- jáms er í tölu slíkra bóka. Sjálfsagt verður einhverjum af niðurstöðum bókarinnar hagg- að fyrr eða síðar. Slík em örlög vísindalegra ályktana. En sjálfur grundvöllurinn mun standa lítt raskaður eftir sem áður, og á honum geta aðrir reist nýjar byggingar. 1 stuttu máli: þetta er bók sem blífur. Sigurður Þórarinsson. Gott hjá strák Jóhann Hjálmarsson: Aungull í tímann. Ljóð. — Útgef. höf. — 1956. Aungull í tímann heitir bókin, 62 eru síð- urnar, 36 kvæðaheiti, höfundurinn verður einu ári betur en sextugur um næstu alda- mót. Þá mun vonandi svo komið högum ísl. bókmenntafræðinga að þeir geta gefið sér tíma til að gaumgæfa samtíða skáldskap, en eru ekki aftur í grárri forneskju eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.