Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 43
BÓKMENNTIR
37
kippir nokkrum þeirra af, sem óður voru. Enda
skiptir það mestu máli, hvernig leikið er, en
tóntegundin minna. Og það er mikið fagn-
aðarefni, að á hinni nýju bók Davíðs eru
sannarlega engin ellimörk í skáldskapar-
legu tilliti. Hún ber öll hin góðu gömlu ein-
kenni hins klassíska Davíðs, sem fyrir löngu
er orðinn, er og verður meðal hinna út-
völdu í skáldmenntum íslenzku þjóðarinnar.
I Ljóðum frá liðnu sumri eru efalaust nokk-
ur þau kvæði, sem hljótt verður um, þegar
stundir líða, eins og hverja aðra hnefafylli
þeirrar gróðurmoldar, sem liggur við rætur
hinna fegurstu jurta. En af slíkum gróðri er
yndislega mikið í þessari bók, í henni eru
mörg kvæði, sem eiga vísan samastað í úr-
vali hins allra bezta meðal ljóða skáldsins.
Unaðslega tært og hreint er kvæðið Hús-
móðir, um hina góðu konu, sem er per-
sónugerð hugsjón skáldsins um mannúð,
kærleik, trúfesti og frið meðal jarðbyggja. í
Ledu og svaninum er ástaskáldið gamla
og góða í algleymingi, heitur og áfengur er
fögnuður þessa kvæðis og sýnin svo skáld-
leg sem bezt má hæfa þessu forna yrkisefni
hinna mestu listamanna. Tregasárt er snilld-
arkvæðið Sorg, þar sem list og fegurð rísa
upp af harmi og þjáningu. Slíkt kallaði ann-
að skáld bölva bætur, gjöf guðanna. I kvæð-
inu Við Hreindýravatn er hið lýriska
eitt um hituna, leikur í draumheimi, fyrir
austan sól og sunnan mána, Hreindýravatn
finnst víst ekki á neinu landabréfi. Og loks
skal nefna Vornótt, þokkafullt og feyru-
laust kvæði. Þar bregður meistarahöndin
upp í fáum, hnitmiðuðum setningum svip-
sýn þeirrar unaðsmyndar, þar sem landið
sefur í faðmi vornæturinnar.
Davíð Stefánsson er þjóðskáld og verður
ekki í dilk dreginn eftir hreppapólitík. En
heimilt er eigi að síður að minnast þess, að
hann er jafnframt skáld Norðurlands öllum
öðrum fremur, bæði fyrr og síðar. Átthag-
arnir á Norðurlandi, sveitin og ættarböndin,
allt er þetta í hjartablóði hans. Norðlenzk
fjöll, hvít og blá, ber hátt í hinni nýju bók,
föðurtúnin, heimahagarnir liía þar lífi hinna
heilögu, minningar um fyrri menn svo sem
Bólu-Hjálmar og Jón Arason, uppreisnar-
menn og andans höfðingja í hreysi og á
tignarstóli, sækja fram og magnast við hina
ríku átthagakennd og átthagametnað skálds-
ins. Hressileg er hin norðlenzka vitund í
kvæðinu, sem kveðið er á rústum Skálholts-
staðar. Og tryggðinni við upprunann er ekki
þröngur stakkur skorinn. Skáldinu er tamt
að tala máli landsbyggðarinnar andspænis
borg og bý, alþýðunnar sem hefur skap og
döngun til að takast á við náttúruna og
sækja björg í greipar henni, andspænis hóg-
lífum hitaveituborgurum, fomra þjóðlegra
dyggða andspænis upplausn og rótleysi nú-
tímans. Stundum hefur gætt beiskju í slíkum
kvæðum Davíðs, og sumir menn hafa aðeins
þótzt heyra þar nöldrandi rödd utan af íhalds-
samri landsbyggð. En í Ljóðum frá liðnu
sumri kennir ádeilu og áróðurs minna en
oft áður í hinum mörgu og snjöllu kvæðum
um náttúruna, fólkið og lífið úti á landinu,
kvæðum, sem ort eru af fölskvalausri ást,
ósvikinni tilfinningu, samhygð með efninu
og metnaði fyrir hönd þess lands, fólks og
þjóðfélagshátta, sem skáldið sjálft á rætur
sínar í. Látum Suðurnes vera, en guðs-
þakkavert er, að enn skuli heyrast þessi
rödd norðan af Akureyri, þessi íslenzka rödd,
þýð og karlmannleg í senn, þetta magnaða
tungutak og tilþrifamikla kveðandi, sem
engum hefur látið eins og Davíð frá Fagra-
skógi.
I ljóðum frá liðnu sumri er Davíð Stefáns-
son það, sem við vildum að hann væri:
hann sjálfur. I þessari bók er ekki uppgerð
eða látalæti eða formstilraunir. Hún ber
þess öll merki að vera upplifuð og heiðar-
leg, maðurinn sjálfur eins og hann er, tal-
andi frá sínum hjartarótum. Enginn vænti
þess eða óskaði, að hér kæmi einhver nýr
Davíð fram á sjónarsviðið. Stíll hans, fram-
sögn og yrkisefni eru fyrir löngu komin í
markaðan farveg, sem ekki flæðir út af í
þessari nýju bók. Sú var tíðin, að Davíð
fór fyrir fylkingum og fór mikinn. Þótt hann
þeyti enn lúðurinn af miklum skörungsskap,