Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 48
42
HELGAFELL
nafnar þeirra á okkar dögum. Þá geri ég
mér vonir um — karlægur, verði ég ekki
kominn undir græna torfu — að geta ein-
hversstaðar lesið eftirfarandi orð:
„Árið 1956 gerðust þau tíðindi markverð-
ust í íslenzkri bókmenntasögu, að út kom
fyrsta ljóðakver Jóhanns Hjálmarssonar, sem
þá var 17 ára nemi í Hólaprenti. Fyrsta bók
aldarinnar, sem bar svo sterk einkenni síns
tíma, að þeir Egill Skallagrímsson, Jónas
Hallgrímsson og Davíð Stefánsson hefðu ekk-
ert kvæðanna getað ort."
Ekki sé ég hvað fleira mun skráð um Jó-
hann okkar Hjálmarsspn og síðari rit hins
sextuga skálds, læt ég vera að spá um það
hversu vel hann lætur þær vonir rætast, sem
fyrsta bók hans vekur. Vík heldur ræðu
minni aftur að þessu litla ljóðakveri hans,
sem nú hefur legið, heldur umkomulítið, á
búðardiskum nokkra vetrarmánuði.
Ég skal segja það strax, að aldrei hef ég
lesið frumsmíð skálds með meiri fögnuði, og
ég sagði upphátt: Gott hjá strák . . . Svona
eiga ungir menn að yrkja 1956. Hér er lifandi
maður, sonur þess tíma sem er. Fyrst og
fremst ungur maður, verðugur arftaki að
tungu Egils, Jónasar og Davíðs, en ekki gam-
almenni, sem japlar þá dúsu hugsunarlaust,
sem uppí hann var stungið í vöggu.
Og það var margt sem gladdi mig í þess-
ari bók. Hún fullvissaði mig um það, að
sú eyðimerkurganga, sem mín skálda-
kynslóð hóf af andlegri nauðsyn, er ekkert
feigðarflan, ungu mennirnir, sem á eftir okk-
ur koma, munu sigra, ef okkur tekst það ekki
sjálfum.
Það hafa vissulega engir himnar hrunið
við útkomu þessarar bókar. Fáir vissu fyrir-
fram að hún myndi koma. Það buðu því
engir í handritið og höfundur verður líklega
orðinn myndugur, þegar útgáfukostnaðurinn
er að fullu greiddur. Það hefur heldur ekki
staðið í neinni auglýsingu að Aungull í tím-
ann sé athyglisverð bók. En ég held að þeir
fáu, sem lesa þetta kver með góðvild, hljóti
að fagna því að bókin er komin og að höf-
undur hennar skuli aðeins vera 17 ára.
En þetta átti að vera stuttur ritdómur. Efn-
isvalið er ungs manns. Fallega dregnar ljóð-
myndir landslags og náttúru, undir niðri ugg-
ur í huga spyrjandi pilts, börn að leik, fólk
við vinnu: „Dagarnir koma hlaupandi út úr
skóginum og drukkna í vatninu", „Ég heyri
ekkert nema saung þagnarinnar, sé ekkert
nema nábleikt andlit hennar", „Stúlka, sem
heldur á visnuðum rósum", „Sólhvítir mávar
Dimmblátt haf Laufgrænir bátar", „Hungur-
fölar ásjónur", „starandi augu", „síþyrst
börn", „dagur hinna þjáðu mun rísa". —
Nei, svona má ég ekki halda áfram. Hér er
eitt ljóð sem dæmi:
A morgun
Á morgun mun gleðin koma til mín og seigja:
Vinur er ei harpa þín búin til saungs
Og ég mun líta undrandi upp og svara:
Nei hana hafa mennirnir brotið fyrir larmgu
En þá munu geislar hennar leika um vánga
minn og tár mín munu þoma og ég mun
fagna henni og við munum svífa yfir löndin
og reka vofurnar á flótta og fólkið mun koma
hlaupandi útúr hreysunum til að bjóða okkur
velkomin og auðmennirnir munu fyllast gleði
og strá peningum sínum yfir fólkið og það
mun tína þá upp en það mun ekki hirða þá
nei
það mun fleygja þeim í hylinn sem er svo
kaldur að einginn getur kafað hann og við
öll munum haldast í hendur og sýngja hinn
nýja saung um hina ríku og snauðu
hvítu
svörtu
og gulu
sem fundu eftir mörg döpur ár
að þau voru öll systkini.
Ætli Jóhann Hjálmarsson geti ekki kinn-
roðalaust lofað þessu kvæði að fljóta með,
þegar eitthvert virðulegt bókaforlag gefur
út „Ljóð aldarinnar" árið 2000? Það er ekki
víst að þeir hafi allir betra að bjóða, sem
nú þykja eiga nokkuð undir sér.
J. ú. V.