Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 31
HAPPDRÆTTIÐ 25 og Bill fletti sundur miða sínum. Hann var auður. „Það er Tessie,“ sagði Summers og dró niðri í sér. „Sýndu okkur miðann hennar, BiU.“ Bill Hutchinson gekk til konu sinnar og sneri miðann úr hendi henni. Á miðanum var svartur depill, sem Summers hafði gert kvöldið áður með merkiblýantinum á skrifstofu kolaverzlunarinnar. Bill Hutch- inson brá miðanum á loft, og um leið kom ókyrrð á hópinn. „Jæja,“ sagði Summers, „við skulum koma þessu frá.“ Þorpsbúar höfðu að vísu týnt niður helgisiðunum og glatað hinum forna kassa, en allt um það kunnu þeir enn að fara með steina. Grjóthrúgan, sem drengirnir höfðu borið saman, kom nú í góðar þarfir, en auk þess lágu nógir steinar á torg- inu undir ílögrandi pappírssveimnum. Frú Delacroix náði í svo stóran hnullung, að luin mátti beita báðum höndum til að lofta honum. „Ivomdu,“ sagði hún við frú Dunbar, „flýttu þér.“ Frú Dunbar var með tvo steina og stóð á öndinni af mæði: „Eg get ekkert hlaupið, þú verður að fara á undan; ég reyni að ná þér.“ Börnin vóru komin með steina líka, og einhver fékk Dabba litla nokkrar völur. Tessie Hutchinson stóð á auðum bletti miðsvæðis. Hún rétti fram hendurnar í ofboði, þegar fólkið byrjaði að kreppa að henni. „Þetta er ekki rétt,“ sagði hún, en Warner kvað upp úr: „Áfram, áfram, hver sem betur getur,“ sagði hann. Steve Adams fór fremstur og frú Graves með honum. „Þetta er ekki rétt, þetta má ekki,“ æpti frú Hutchinson. Og í því bili steypti mannfjöldinn sér yfir hana. K. K. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.