Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 31

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 31
HAPPDRÆTTIÐ 25 og Bill fletti sundur miða sínum. Hann var auður. „Það er Tessie,“ sagði Summers og dró niðri í sér. „Sýndu okkur miðann hennar, BiU.“ Bill Hutchinson gekk til konu sinnar og sneri miðann úr hendi henni. Á miðanum var svartur depill, sem Summers hafði gert kvöldið áður með merkiblýantinum á skrifstofu kolaverzlunarinnar. Bill Hutch- inson brá miðanum á loft, og um leið kom ókyrrð á hópinn. „Jæja,“ sagði Summers, „við skulum koma þessu frá.“ Þorpsbúar höfðu að vísu týnt niður helgisiðunum og glatað hinum forna kassa, en allt um það kunnu þeir enn að fara með steina. Grjóthrúgan, sem drengirnir höfðu borið saman, kom nú í góðar þarfir, en auk þess lágu nógir steinar á torg- inu undir ílögrandi pappírssveimnum. Frú Delacroix náði í svo stóran hnullung, að luin mátti beita báðum höndum til að lofta honum. „Ivomdu,“ sagði hún við frú Dunbar, „flýttu þér.“ Frú Dunbar var með tvo steina og stóð á öndinni af mæði: „Eg get ekkert hlaupið, þú verður að fara á undan; ég reyni að ná þér.“ Börnin vóru komin með steina líka, og einhver fékk Dabba litla nokkrar völur. Tessie Hutchinson stóð á auðum bletti miðsvæðis. Hún rétti fram hendurnar í ofboði, þegar fólkið byrjaði að kreppa að henni. „Þetta er ekki rétt,“ sagði hún, en Warner kvað upp úr: „Áfram, áfram, hver sem betur getur,“ sagði hann. Steve Adams fór fremstur og frú Graves með honum. „Þetta er ekki rétt, þetta má ekki,“ æpti frú Hutchinson. Og í því bili steypti mannfjöldinn sér yfir hana. K. K. þýddi.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.