Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 36

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 36
HELGAFELL ■30 vóru þeim félögum ekki hugstæðari en vænta mátti, en hvernig hefðu þeir getað litið fram- an í alvarleg, róttæk skáld þegar heim kom, ef þeir hefðu á hinn bóginn látið blekkjast af jafn óraunhæfu fyrirbæri og Ultima Thule eins og kennarar í sumarleyfi — á þeim voðatímum, sem yfir gengu? (Inn við beinið ætlumst við auðvitað flest til, að ung skáld á ferð séu eins og kennarar í sumarleyfi, nema ennþá skáldlegri). Allt um þetta er bókin bráðskemmtileg á sprettum. Henni fylgja prýðilegar og dálítið illkvitnislegar ljósmyndir af landslagi og fólki. En átmetið í askinum eru fáein kvæði, sem þeir félagar skutu inn í textann. Bréf til Byrons lávarðar er meðal höfuðkvæða Au- dens fram til þess tíma. (Magnús Ásgeirsson íslenzkaði Journey to Iceland, Ferð til Islands, úr þessari bók, eina kvæðið, sem til er eftir Auden í íslenzkri þýðingu). I annan stað munum við Auden vegna þess, að hann hefir einstöku sinnum ritað um íslenzkar bókmenntir eða getið þeirra, einkum fornsagnanna. Er þess skemmst að minnast, að hann skrifaði ritdóm í New States- man & Nation á Englandi um nýja Njálu- þýðingu á ensku. Hann kvað vera vel að sér í íslendingasögum, og af því hefir orðið til sú þjóðsaga, að íslenzkra áhrifa gæti í kvæðum hans. Hver sem getur má fitna af því að leita þeina. Hins vegar hefir Auden feng- ið þessari flugu byr undir báða vængi með því að gefa í skyn, að hann sé af íslenzku bergi brotinn (Auden: Auðunn), og er það víst ekki fráleitara en þegar við erum að rekja ættir okkar til Bárðar Snæfellsáss eða Gríms loðinkinna. Skipti Audens og íslendinga eru semsé ekki ýkja mikil, og enda þótt sjálfsagt sé að gera sér grein fyrir þeim, mættu þau gjaman okkar vegna falla í gleymsku að svo búnu. Aftur á móti eru þau dálítill þáttur í sögu Audens, og sú saga kemur okkur við eins og öðrum, af því að Auden er eitt af höfuð- skáldum þessara tíma. Að öllum líkindum hefir hann um hríð ver- ið áhrifamesta skáld þeirra þjóða, sem mæla á enska tungu. I þeirri viðurkenningu felst ekki dómur um eiginlegt gildi ljóða hans: hann er að vísu stórskáld. En stór- skáld geta verið áhrifalítil og minni háttar skáld haft víðtæk áhrif, jafnvel á sér meiri skáld. Þannig hafa mörg íslenzk skáld lært sitthvað gott af Steingrími Thorsteinssyni, en fá neitt þarflegt af Einari Benediktssyni, svo að nefnd séu dæmi héðan. Reyndar er ekki úr vegi að gera greinarmun á tvenns konar áhrifum, sem ekki fara alltaf saman. Ann- ars vegar áhrifum á ljóðagerð samtíðar- manna, hins vegar beinum áhrifum á les- endur. Vafalaust má að nokkru marki sund- urgreina þannig slík áhrif allra skálda, sem nokkurs mega sín: skáld leita annars í kvæðum en venjulegir lesendur, öðrum þræði að minnsta kosti. Og þess konar að- greining kann að skipta meiru máli til skiln- ingsauka, þegar Auden á í hlut heldur en aðrir. Auden er í senn torskilinn meistari, skáld handa skáldum og nokkuð vinsæll með almenningi. Eg held að þetta megi skilja svo, að erfiður og samþjappaður stíll hans, langsóttur lærdómur, útsmogin fyndni og ókennilega margbreytt tungutak, hindri aldrei með öllu skilning þorra manna á „efni" og siðaboðskap Ijóðanna, af því að hvorugt er að jafnaði háfleygt eða tor- kennilegt í sjálfu sér, og í öðru lagi vegna þess, að skáldskapur hans hefir alltaf verið tímabær, skáldskynjun hans alla tíð furðu nákvæm loftvog á veðrabrigði samtímans. Það er auk heldur hægara að lesa tímanna teikn úr mörgum ljóðum hans, vegna þess að hann hefir yfirleitt verið pólitískt skáld öðrum þræði og brugðið fyrir sig pólitískum mállýzkum. Allir vitum við eitthvað um póli- tík, því að hún er okkar dagleg fæða og enginn smekkur svo grófur, að hann finni ekki eitthvert bragð að henni. Kveðskapur Audens er óþrotleg skýrsla um siðferðilegt og menningarlegt ástand á einstakri breyt- inga og upplausnaröld, þó að vera megi, að hin síhvikula nærfæmi hafi haldið aftur af fullum þroska hans, meinað honum dýptar og festu. Aftur á móti var eins og íþrótt hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.